Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 16

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 16
JÖKULL Á FIMMVÖRÐUHÁLSI MILLIEYJAFJALLAJÖKULS OG MÝRDALSJÖKULS Helgi Bjömsson, Raunvísindastofimn Háskólans Dunhaga 3, 107 Reykjavík A hut on Fimmvörðuháls, a mountain ridge connecting Eyja- fjallajökull and Mýrdalsjökull. Við núverandi loftslag er snælína að meðaltali í um 1100 m hæð á sunnanverðu Islandi og jökull sest því á fjöll sem ná þeirri hæð. Svo hagar til að á sunn- anverðu landinu er einmitt að finna fjallaskarð í um 1100 m hæð. Um er að ræða Fimmvörðuháls, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, fornan fjallveg, sem nú er vinsæl og fjölfarin gönguleið. Fimmvörðuháls er á mörkum þess að bera jökul við núverandi lofts- lag og tilvist og stærð jökuls þar er því mjög næmur mælikvarði á loftslagsbreytingar. Við kólnandi lofts- lag myndi snælína lækka og jökull vaxa en ef lofts- lag hlýnar, hækkar snælína og þá minnkar jökull eða hverfur. Eftir landnám og fram undir lok 12. aldar má ætla að aðstæður hafi verið svipaðar og nú, en síðan kólnaði, snælína lækkaði og samfelldur jökull varð til á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. í jöklariti sínu frá lokum 18. aldar lýsti Sveinn Pálsson þar óslitn- um jökulfláka. Mjór jökulhryggur, Lágjökull, tengdi þá Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og ráku Eyfelling- ar afréttarfé sitt yfir hann í sumarhaga á Goðaland. Sveinn kallaði reyndar allan jökulflákann Eyjafjalla- jökul, vestasta hluta hans Flájökul og austurhlutann Mýrdalsjökul; auk þess ræddi hann um Botnjökul (nú Merkurjökul) og Sólheimajökul. Þegar hlýna tók nálægt síðustu aldamótum tóku jöklar að rýrna, en Fimmvörðuháls var hulinn jökli fram yfir aldamót. Þegar Fjallamenn byggðu skála í 1080 m hæð á hryggnum árið 1940 "var jökullinn mjög genginn til baka á þessu svæði, en það var jökli hulið fram yfir aldamót, nema hvað hæstu fell svo og Fimmvörðuháls stóðu þá upp úr ísnum" (Guðmundur Einarsson, Árbók Ferðafélags íslands 1960, bls. 72). Þannig reis Fimmvörðuháls eins og jökulsker upp úr ísnum við upphaf þessarar aldar. Á hlýindaskeiðinu, sem stóð fram á sjötta áratuginn hvarf jökull og sí- snævi að mestu af hryggnum og í ljós komu jökulurð- ir, sem vitnuðu um þann jökul sem yfir honum lá fram yfir síðustu aldamót. En á síðustu tveimur áratugum hefur aukinn snjór lifað af sumrin á Fimmvörðuhálsi og samfellt sísnævi tengir nú Eyjafjallajökul og Mýr- dalsjökul á ný. Við áframhald sams konar veðráttu má ætla að Lágjökull setjist aftur á hrygginn og verði samfelldur á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. 14 JÖKULL,No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: