Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 46

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 46
því á tímum skammvinnra framrása eða kyrrstöðu jök- uljaðarsins mynduðust ystu jökulgarðar og fjörumörk í um 65 m hæð svo og á milli 50 og 40 m hæðar. Með samanburði við niðurstöður rannsókna á vestan- verðri Melrakkasléttu má ætla að ystu hlutar núverandi strandsvæða við Þistilfjörð og Bakkaflóa hafi orðið ís- lausir fyrir um 12.700 árum BP eða srðar. Við enn frekari hörfun jökla færðist jökuljaðarinn inn yfir núverandi strönd í botni Þistilfjarðar og Bakka- flóa, en samfara þessari rýrnun jöklanna og minnkandi jökulfargi á jarðskorpuna reis land á þessum slóðum hlutfallslega hratt úr sæ. Vegna kólnandi loftslags og aukinnar ákomu stækkuðu jöklar enn á ný, land seig undan auknu fargi þeirra, sjór gekk á land og nær sam- felld fjörumörk mynduðust mjög víða í um 30 m hæð (Mynd 9). A þessum tíma var jaðar jökuls við jök- ulgarð norðan Flautafells og endasleppa jökuláraura austan fellsins. Mikill fjöldi jökulkera í syðsta hluta sethjallans við Lónafjörð sýnir um það bil legu jökul- jaðars á sama tíma (Mynd 3). Við Bakkaflóa var jökuljaðar suðvestan við innsta hluta sethjallans við Miðfjörð (Mynd 4). Með samanburði við niðurstöð- ur rannsókna á Melrakkasléttu og í Vopnafirði má lykta, að þessi framrás jökla hafi orðið á tímabilinu 10.200-9.700 ár BP. Ennfremur má ætla að 50-40 m fjörumörkin hafi myndast á svonefndum yngri Dryas tíma, en hann stóð yfir á tímabilinu 11.000-10.000 ár BP. Lokaþátturinn í sögu ísaldarloka við Þistilfjörð og Bakkaflóa fólst í endanlegri hörfun jökla í átt til há- lendari hluta svæðisins, en stefna jökulráka sýnir, að mikil ísaskil lágu þá frá norðri til suðurs yfir fjalllend- inu sunnan Melrakkasléttu. Það má ennfremur ætla, að ísaskil hafi á þessum tíma verið nærri núverandi vatnaskilum á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar svo og í fjöllunum sunnan Langaness (Mynd 9). 44 JÖKULL, No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: