Jökull


Jökull - 01.12.1993, Side 46

Jökull - 01.12.1993, Side 46
því á tímum skammvinnra framrása eða kyrrstöðu jök- uljaðarsins mynduðust ystu jökulgarðar og fjörumörk í um 65 m hæð svo og á milli 50 og 40 m hæðar. Með samanburði við niðurstöður rannsókna á vestan- verðri Melrakkasléttu má ætla að ystu hlutar núverandi strandsvæða við Þistilfjörð og Bakkaflóa hafi orðið ís- lausir fyrir um 12.700 árum BP eða srðar. Við enn frekari hörfun jökla færðist jökuljaðarinn inn yfir núverandi strönd í botni Þistilfjarðar og Bakka- flóa, en samfara þessari rýrnun jöklanna og minnkandi jökulfargi á jarðskorpuna reis land á þessum slóðum hlutfallslega hratt úr sæ. Vegna kólnandi loftslags og aukinnar ákomu stækkuðu jöklar enn á ný, land seig undan auknu fargi þeirra, sjór gekk á land og nær sam- felld fjörumörk mynduðust mjög víða í um 30 m hæð (Mynd 9). A þessum tíma var jaðar jökuls við jök- ulgarð norðan Flautafells og endasleppa jökuláraura austan fellsins. Mikill fjöldi jökulkera í syðsta hluta sethjallans við Lónafjörð sýnir um það bil legu jökul- jaðars á sama tíma (Mynd 3). Við Bakkaflóa var jökuljaðar suðvestan við innsta hluta sethjallans við Miðfjörð (Mynd 4). Með samanburði við niðurstöð- ur rannsókna á Melrakkasléttu og í Vopnafirði má lykta, að þessi framrás jökla hafi orðið á tímabilinu 10.200-9.700 ár BP. Ennfremur má ætla að 50-40 m fjörumörkin hafi myndast á svonefndum yngri Dryas tíma, en hann stóð yfir á tímabilinu 11.000-10.000 ár BP. Lokaþátturinn í sögu ísaldarloka við Þistilfjörð og Bakkaflóa fólst í endanlegri hörfun jökla í átt til há- lendari hluta svæðisins, en stefna jökulráka sýnir, að mikil ísaskil lágu þá frá norðri til suðurs yfir fjalllend- inu sunnan Melrakkasléttu. Það má ennfremur ætla, að ísaskil hafi á þessum tíma verið nærri núverandi vatnaskilum á milli Bakkaflóa og Vopnafjarðar svo og í fjöllunum sunnan Langaness (Mynd 9). 44 JÖKULL, No. 43, 1993

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.