Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 58

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 58
(Mynd 6), en um eða rétt eftir aldamótin 1800 gæti hún hafa verið tiltölulegakyrrstæð hér eins og í Lund- únum og París (Raulin 1866). Segja má einnig, að mynstur segulsviðsins við Island sé síðustu áratug- ina á reki til vesturs um 10-15 km, eða 1/4 til 1/3 úr lengdargráðu, á hverju ári. Slíkt vestur-rek jarðsegul- sviðsins, sem E. Halley veitti fyrstur manna eftirtekt strax fyrir 1700, hefur lengi verið áberandi eiginleiki þess, og hafa menn mjög reynt að nota það til þess að meta hraða á hreyfingum efnisins í jarðkjarnanum (Bloxhamo.fl. 1989). LOKAORÐ Mælingar á misvísun, halla og styrk jarðsegul- sviðsins þóttu öldum saman með merkustu vísinda- rannsóknum. Fyrst og fremst kom þar til mikilvægi þessa sviðs fyrir sæfarendur, en að sjálfsögðu treystu ferðalangar á landi einnig mjög á það. Þá kom til sög- unnar löngun vísindamanna til þess að skilja þetta afl, orsakirþess og tengsl við önnur fyrirbrigði. Þar reynd- ist af nægum verkefnum að taka, bæði í jarðvísindum, hálofta- og geimrannsóknum, stjörnufræði og eðlis- fræði. Á sínum tíma kom einnig í Ijós, að mælingar á jarðsegulsviðinu gátu haft geysimikið hagnýtt gildi meðal annars fyrir flugsamgöngur, ýmis fjarskipti, leit að hagnýtum jarðefnum, og hernað. Voru rannsóknir á þessum merka eiginleika jarðar- innar því tilefni bæði margra og dýrra leiðangra, fjöl- þættrar tækjasmíði, uppbyggingar fastra mælistöðva, brautryðjendastarfs um alþjóðlega samvinnu vísinda- manna, og nýrra aðferða í kennilegri eðlisfræði og gagnavinnslu, svo eitthvað sé talið. Með nýrri tækni á ýmsum sviðum (snúðáttavitum, dýptarmælum, leið- sögutækjum o.fl.) síðustu hálfa öld hefur mikilvægi mælinga á jarðsegulsviðinu til hefðbundinna nota í samgöngum farið minnkandi, en rannsóknir á jarðseg- ulsviðinu í öðrum tilgangi hafa aukist því meira að umfangi. Það er því ennþá mikils um vert að vel sé búið að þessari vísindastarfsemi. Spyrja má, hvort einhverjum sé gagn í að hald- ið sé til haga niðurstöðum mælinga sem þessara frá fyrri öldum. Nefna má þó að minnsta kosti tvennan tilgang fyrir vísindi framtíðarinnar, auk þess sem saga allra slíkra rannsókna tengist ýmsu öðru í sögu við- komandi þjóða. í fyrsta lagi er mönnum nauðsyn á að þekkja breytingar segulsviðsins nokkuð langt aft- ur í tímann til þess að útreikningar á eðli þess og þar með j arðkj arnans verði sem haldbestir, og hefur því at- riði verið gefinn mikill gaumur á síðustu árum (sjá til dæmis grein Bloxhamo.fl. 1989, og heimildaskráþar). í öðru lagi geta segulmælingarnar nýst við ákvörðun aldurs á jarðefnum, svo sem borkjörnumúr vatna- og sjávarseti ogjafnvel áhraunlögumogfornminjumhér- lendis. ÞAKKIR Þessi grein byggir að miklu leyti á gagnaöflun Þor- björns Sigurgeirssonar og Þorsteins Sæmundssonar um eldri mælingar á segulsviðinu hér á landi (Þorsteinn Sæmundsson 1969, bls. 27-30, og óbirt), og hinum mjög vönduðu mælingum þeirra í segulmælingastöð Háskóla Islands í Leirvogi. Þorsteinn Sæmundsson, P. Rochette, Olgeir Sigmarsson, Haraldur Auðunsson, KristjánP. Kristjánsson, Sjöfn Kristjánsdóttirog Birna Ólafsdóttir hafa góðfúslega veitt aðstoð við útveg- un annarra gagna, og Geirfinnur Jónsson og Margrét Leósdóttir við gerð mynda. Þorsteinn hefur einnig gefið ýmsar ábendingar til bóta í handriti greinarinnar. HEIMILDIR G. Angenheister & A. Ansel 1912. Die Island-Expedition im Friihjahr 1910. Nachrichten von der Königl. Gesellschaft der Wissenschaften zu Göttingen, Math.- phys. Klasse, Berlin 19(1), 42-111. L.A. Bauer, W.J. Peters, J.A. Fleming, J.P. Ault & W. Swann 1917. Ocean Magnetic Observations 1905-1916. Rese- arches of the Dept. of Terrestrial Magnetism III, Car- negieInstitution ofWashington, bls. 171,286, 303, 304, 313, 314 og myndas. 16. L.A. Bauer, J.A. Fleming, H.W. Fisk & W.J. Peters 1921. LandMagnetic Observations 1914-1920. Researchesof the Dept. of Terrestrial Magnetism TV, Carnegie Inst. of Washington, bls. 90, 91, 337. A. Bienaimé 1892a, b. Resultats du voyage du transport- aviso la Manche en Islande, á Jan Mayen et au Spitzberg pendant l’été de 1892. Comptes rendus Acad. Sci. Fr. 115, 683-687 og Revue Scientifique, vol. L, 651-656. H. Block 1889. Magnetiske Phænomener ved Island. Tidskriftfor Sövœsen, Ny Række XXIV, 476-481. J. Bloxham, D. Gubbins & A. Jackson 1989. Geomagnetic secular variation. Philos. Trans. Royal Soc. A 329, 56 JÖKULL, No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: