Jökull - 01.12.1993, Side 58
(Mynd 6), en um eða rétt eftir aldamótin 1800 gæti
hún hafa verið tiltölulegakyrrstæð hér eins og í Lund-
únum og París (Raulin 1866). Segja má einnig, að
mynstur segulsviðsins við Island sé síðustu áratug-
ina á reki til vesturs um 10-15 km, eða 1/4 til 1/3 úr
lengdargráðu, á hverju ári. Slíkt vestur-rek jarðsegul-
sviðsins, sem E. Halley veitti fyrstur manna eftirtekt
strax fyrir 1700, hefur lengi verið áberandi eiginleiki
þess, og hafa menn mjög reynt að nota það til þess
að meta hraða á hreyfingum efnisins í jarðkjarnanum
(Bloxhamo.fl. 1989).
LOKAORÐ
Mælingar á misvísun, halla og styrk jarðsegul-
sviðsins þóttu öldum saman með merkustu vísinda-
rannsóknum. Fyrst og fremst kom þar til mikilvægi
þessa sviðs fyrir sæfarendur, en að sjálfsögðu treystu
ferðalangar á landi einnig mjög á það. Þá kom til sög-
unnar löngun vísindamanna til þess að skilja þetta afl,
orsakirþess og tengsl við önnur fyrirbrigði. Þar reynd-
ist af nægum verkefnum að taka, bæði í jarðvísindum,
hálofta- og geimrannsóknum, stjörnufræði og eðlis-
fræði. Á sínum tíma kom einnig í Ijós, að mælingar
á jarðsegulsviðinu gátu haft geysimikið hagnýtt gildi
meðal annars fyrir flugsamgöngur, ýmis fjarskipti, leit
að hagnýtum jarðefnum, og hernað.
Voru rannsóknir á þessum merka eiginleika jarðar-
innar því tilefni bæði margra og dýrra leiðangra, fjöl-
þættrar tækjasmíði, uppbyggingar fastra mælistöðva,
brautryðjendastarfs um alþjóðlega samvinnu vísinda-
manna, og nýrra aðferða í kennilegri eðlisfræði og
gagnavinnslu, svo eitthvað sé talið. Með nýrri tækni
á ýmsum sviðum (snúðáttavitum, dýptarmælum, leið-
sögutækjum o.fl.) síðustu hálfa öld hefur mikilvægi
mælinga á jarðsegulsviðinu til hefðbundinna nota í
samgöngum farið minnkandi, en rannsóknir á jarðseg-
ulsviðinu í öðrum tilgangi hafa aukist því meira að
umfangi. Það er því ennþá mikils um vert að vel sé
búið að þessari vísindastarfsemi.
Spyrja má, hvort einhverjum sé gagn í að hald-
ið sé til haga niðurstöðum mælinga sem þessara frá
fyrri öldum. Nefna má þó að minnsta kosti tvennan
tilgang fyrir vísindi framtíðarinnar, auk þess sem saga
allra slíkra rannsókna tengist ýmsu öðru í sögu við-
komandi þjóða. í fyrsta lagi er mönnum nauðsyn á
að þekkja breytingar segulsviðsins nokkuð langt aft-
ur í tímann til þess að útreikningar á eðli þess og þar
með j arðkj arnans verði sem haldbestir, og hefur því at-
riði verið gefinn mikill gaumur á síðustu árum (sjá til
dæmis grein Bloxhamo.fl. 1989, og heimildaskráþar).
í öðru lagi geta segulmælingarnar nýst við ákvörðun
aldurs á jarðefnum, svo sem borkjörnumúr vatna- og
sjávarseti ogjafnvel áhraunlögumogfornminjumhér-
lendis.
ÞAKKIR
Þessi grein byggir að miklu leyti á gagnaöflun Þor-
björns Sigurgeirssonar og Þorsteins Sæmundssonar
um eldri mælingar á segulsviðinu hér á landi (Þorsteinn
Sæmundsson 1969, bls. 27-30, og óbirt), og hinum
mjög vönduðu mælingum þeirra í segulmælingastöð
Háskóla Islands í Leirvogi. Þorsteinn Sæmundsson,
P. Rochette, Olgeir Sigmarsson, Haraldur Auðunsson,
KristjánP. Kristjánsson, Sjöfn Kristjánsdóttirog Birna
Ólafsdóttir hafa góðfúslega veitt aðstoð við útveg-
un annarra gagna, og Geirfinnur Jónsson og Margrét
Leósdóttir við gerð mynda. Þorsteinn hefur einnig
gefið ýmsar ábendingar til bóta í handriti greinarinnar.
HEIMILDIR
G. Angenheister & A. Ansel 1912. Die Island-Expedition
im Friihjahr 1910. Nachrichten von der Königl.
Gesellschaft der Wissenschaften zu Göttingen, Math.-
phys. Klasse, Berlin 19(1), 42-111.
L.A. Bauer, W.J. Peters, J.A. Fleming, J.P. Ault & W. Swann
1917. Ocean Magnetic Observations 1905-1916. Rese-
arches of the Dept. of Terrestrial Magnetism III, Car-
negieInstitution ofWashington, bls. 171,286, 303, 304,
313, 314 og myndas. 16.
L.A. Bauer, J.A. Fleming, H.W. Fisk & W.J. Peters 1921.
LandMagnetic Observations 1914-1920. Researchesof
the Dept. of Terrestrial Magnetism TV, Carnegie Inst. of
Washington, bls. 90, 91, 337.
A. Bienaimé 1892a, b. Resultats du voyage du transport-
aviso la Manche en Islande, á Jan Mayen et au Spitzberg
pendant l’été de 1892. Comptes rendus Acad. Sci. Fr.
115, 683-687 og Revue Scientifique, vol. L, 651-656.
H. Block 1889. Magnetiske Phænomener ved Island.
Tidskriftfor Sövœsen, Ny Række XXIV, 476-481.
J. Bloxham, D. Gubbins & A. Jackson 1989. Geomagnetic
secular variation. Philos. Trans. Royal Soc. A 329,
56 JÖKULL, No. 43, 1993