Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 50

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 50
mörgum höfnum landsins og mun á hverju þeirra lýst misvísun staðarins. Ekki er eftirmyndkortsins íKorta- sögu Islands nógu skýr til að þeir textar séu læsilegir, en fróðlegt gæti verið að kanna þessi handrit og önn- ur frá fyrri hluta 18. aldar til að afla upplýsinga um misvísunina hér á landi þá. Annar hugsanlegur möguleiki til að finna segul- stefnuna á landinu um þetta leyti, er sá að mæla seg- ulmögnun í hraunum Mývatnselda á þriðja áratug ald- arinnar. Það var fyrst gert af Þorbirni Sigurgeirssyni 1959 (óbirt gögn) á fimm sýnum sem gáfu að meðal- misvísun væri um 26° vestlæg, og síðan af Doell (1972) sem fékk 18° misvísun úr 8 sýnum. Þetta á eftir að kanna betur, því m.a. getur verið að þeir hlutar hraunsins sem sýnin voru tekin úr, hafi hreyfst eitt- hvað eftir að bergið þar kólnaði nægilega til að taka í sig segulmögnun. I viðauka við frásögn Johanns Anderson um Island, Grænland og Davissund sem út kom fyrst í Hamborg 1746, kveðst hann hafa spurt um misvísun áttavita á Islandi, en engar upplýsingar fengið urn það (bls. 319 í danskri þýðingu 1748). Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson höfðu með sér áttavita á ferðum sínum, og segja frá því í Ferðabók sinni, að hann hafi orðið alveg ruglaður, þegar þeir gengu á Snæfellsjökul 1753. Ráku þeir sig þarna strax á vandamál, er litlu eða engu máli skiptir við seg- ulsviðsmælingar víðast hvar í Evrópu, en miklu hér, en það eru truflandi áhrif frá segulmögnun berglaga í nánasta umhverfi mælitækisins. Kem ég betur að því hér á eftir. Bjarni mun hafa mælt misvísun og halla segulnálar á ferð um Norðausturland 1757 að beiðni próf. C.G. Kratzenstein í Kaupmannahöfn og sent hon- um skýrslu þar um. I vandaðri ævisögu Kratzensteins eftir Egil Snorrason er þeirrar skýrslu ekki getið, og ekki hef ég orðið vísari um þær mælingar við lauslega skoðun á handritum Eggerts og Bjarna í Landsbóka- safni. í Ferðabók Ólafs Olaviusar sem út kom 1780 (neðanmáls bls. 222 í íslenskri þýðingu, 1965) er vitn- að til þess að 1753 hafi O.N. Ancher skipstjóri talið (eða mælt?) áttavitaskekkjuna vera 2 1/4 strik, þ.e. um 25°, á siglingaleið austan Hornbjargs. A Islands- korti Bellins frá 1767 er merkt "variation 32°" við stað á 65°40’n.br., 31°20’1. vestan við París, en óljóst hvenær sú mæling var gerð. Næstu mælingar sem mér er kunnugt um, voru gerðar af frönskum leiðangri undir stjórn Y.J. de Kerguelen Tremarec 1767, en fremur er lauslega frá þeim sagt í bók hans um leiðangurinn, sem út kom 1771,ogíFerðabókÓlafs01aviusar. J.R.A. Verdunde la Crenne mældi misvísunina á Patreksfirði 1772 (tilv. afHansteen 1819). Óvíst er hve vel megi treysta þess- ari mælingu, því ákvörðun hans á hnattstöðu landsins var ekki mjög nákvæm (sjá Harald Sigurðsson 1978). Olavius og N. Mohr, sem ferðaðist um Island síðla á 18. öld, segja að sumir fiskimenn íslenskir noti átta- vita, og ættu fleiri þeirra að hafa slík tæki meðferðis. í gögnum H.E. Minors sjómælingamanns frá 1776-77 eru tölur um misvísun, hér teknar eftir óbirtri uppskrift Þorsteins Sæmundssonar. Haraldur Sigurðsson (1978, bls. 210) nefnir að J.P. Wleugel hafi notað misvísunina 30° í kortum sínum af nokkrum Austfjarðanna, sem gerð voru 1776. Síðar gerði Rasmus Lievog mælingar áBessastöðum 1780 (tilv. af Hansteen 1819ogRaulin 1866). Rétt er að benda á, að 30° vestlæg misvísun samsvarar D=330° á 2. mynd. MÆLINGAR LÖWENÖRNS O.FL. TIL 1830 Mjög merkar mælingar á misvísun og halla seg- ulsviðsins voru gerðar hér við land af P. Löwenörn 1786, á leið hans til leitar að austurströnd Grænlands (Löwenörn 1788,1799). Frásögn hans er ítarleg og til mikillar fyrirmyndar um vísindaleg vinnubrögð: hver einstök mæling er meðaltal nokkurra aflestra af átta- vitanum, og fylgdist Löwenörn vel með að hann væri rétt stilltur. Ræðir hann um hugsanleg áhrif á misvís- unina frá hreyfingum skipsins, járnplötum og fallbyss- um um borð, núningi í áttavitalegunni, og jarðlögum. Hann gerir sér fulla grein fyrir því að það er bergið undir skipinu, sem mest áhrif hefur til að trufla áttavit- ann, en ýmsar síðari rannsóknir, sem hér verður vitnað til, töldu ranglega að fjarlæg fjöll hefðu þar mikið að segja. Löwenörn (1799) segir einnig frá daglegum breytingum misvísunarinnar og titringi á segulnálinni, sem hann og aðrir höfðu orðið varir við á landi, og hon- um eru kunnar uppástungur um að norðurljós geti haft þar áhrif. Löwenörn bendir á að sú einfalda aðferð, sem mest sé notuð við að finna réttar áttir á sjó, nefni- 48 JÖKULL,No. 43, 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: