Jökull

Tölublað

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 53

Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 53
misvísunina vera að minnka um rúmlega 5’ á ári. Einnig var danskur maður, Haagen Mathiesen, með í leiðangri R. Bunsens til íslands 1846 og gerði mæl- ingar á sveiflutíma segulnálar víða á Suður- og Norður- landi, auk athugana á loftþrýstingi o.fl. Þær mælingar eru til í handriti í danska ríkisskjalasafninu (Trausti Jónsson, bréfl. uppl. 1992) en ekki virðist hafa verið reiknað út úr þeim hver styrkur sviðsins var. Á sjötta áratug aldarinnar gerðu frönsk skip sjókort af mörgum fjörðum landsins og gætu þá hafa verið framkvæmdar frekari misvísunarmælingar. Á því eina þessara korta sem ég hefi séð (de Mas 1855) er gefin upp mæling á verslunarstaðnum á Eskifirði. Einnig er til frá þess- um tíma franskt sjókort af N-Atlantshafinu og íshafinu (Depot-General 1854), þar sem dregnar eru áætlaðar línur fyrir jafna misvísun á árinu 1858, og eru þær teknar upp á 5. mynd. Skipin "Wyman", "Bulldog" og "Fox" fóru til dýptarmælinga 1859-60 vegna fyrirhugaðrar lagningar sæsímastrengs yfir Atlantshafið (Zeilau 1861). Bretar, E. Davis og L. McClintock, gerðu þá tvær mæling- ar á misvísun og segulhalla í Rcykjavík 1860 sam- kvæmt handriti tilv. af Sabine (1872, bls. 407), og Þorsteinn Sæmundsson (óbirt) nefnir einnig mælingu þeirra á Berufirði. Dagbók Davis úr leiðangrinum 1860 er á Landsbókasafni, og geymir hún m.a. teikn- ingar frá íslandi og ljósmyndir. Th. Kjerulf mun svo hafa mælt segulsvið á þrem stöðum á landinu 1866 (sjá Þorstein Sæmundsson 1969). í leiðangri norska skipsins "Væringen" til norðurhafa 1876 gerði Wille (1882, bls. 12) mælingu á misvísun "á grasbletti við hús Simson konsúls" í Reykjavík. Wandel (1879) gefur upp misvísunartölur fyrir siglingu allt kringum landið, frá 41 gráðu undan Vest- fjörðum og niður í 32 við Vestrahorn. Ögn hærri tölur eru tilvitnaðar í viðauka í bók Coles (1882). Hvoru- tveggja þær upplýsingar gætu verið gamlar eða á ann- an hátt ónákvæmar. Ný kort af öllum þáttum segul- sviðsins á jörðinni komu hinsvegar út um þetta leyti (Deutsche Seewarte 1880). MÆLINGAR 1880-1930 Á árunum upp úr 1880 var gerður talsverður fjöldi mælinga, sem hér verður sagt frá. Fyrstu mælingar á þessu árabili, sem ég vil tilfæra, voru gerðar í ferða- lagi John Coles um ísland 1881, og er þeirra getið í ferðabók hans (Coles 1882) sem komið hefur út á íslensku. Síðan er að geta mælinga á franska herskipinu "Allier" 1883 (Wallut 1884, N.N. 1884, Block 1889). Gerðu þeir 20 mælingar á misvísun allt í kringum landið, og birtu í töflu þar sem einnig er tekið fram um áætluð gæði hverrar mælingar. Á landi gerðu þeir sex mælingar í Reykjavík og fjórar á Fáskrúðsfirði, sem þó gáfu alldreifðar niðurstöður. Misvísunin reyndist vera nokkuð frábrugðin því sem dönsk sjókort (skv. Block 1889) sýndu, og var annað franskt skip, "Chateaurenault", sent til að kanna málið betur (Duboc 1889). Á því voru gerðar 10 mæl- ingar á siglingu frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur 2. júlí 1888, og 24 mælingar á leið frá Reykjavík upp á Breiðafjörð viku síðar. Misvísunin eykst um 15° á klukkutíma siglingu milli Syðra Hrauns og Reykja- víkur og einnig um 6-10° frá Syðra Hrauni vestur að Snæfellsnesi. Þetta eru furðulega miklar breytingar í ljósi síðari rannsókna, og óvíst hvernig best væri að vinna úr þeim. Þær mælingar bentu þó eindregið til að misvísunartölur fyrri ára á Faxaflóa (41-42° á dönsk- um kortum, 38-40° hjá Wandel og hjá Wallut) væru of háar, og ráðleggja Frakkarnir sjófarendum að nota meðalgildið 33° á siglingu frá Reykjavík til þess að komast örugglega fyrir Snæfellsnes. Síðan fór enn eitt franskt skip, "La Manche", til íslands, Jan Mayen og Svalbarða 1892 (Bienaimé 1892a,b, Moureaux 1893) og eru til nokkrar misvísun- armælingar þess leiðangurs. Sama skip hélt síðan til íslands og Skandinavíu 1895, og gerði segulmælingar í tilefni þess að til stóð að búa til ný kort af segulsviði jarðar árið 1900. Af þessum mælingum eru þrjár á sjó skráðar í grein Houette og Morache (1896), og nokkr- ar á landi. Virtist misvísunin í "l’ancien observatoire magnetique" í Reykjavík hafa minnkað um 7’ á ári frá 1836 til 1892. Ekki er þó víst að mælt hafi verið á nákvæmlega sama stað og Lottin (og de la Roche?) mældi, því samkvæmt endurminningum Benedikts Gröndal skálds, sem skrásettar eru 1893-94, var granít- steinninn mikli við Doktorshús þá kominn á flæking. í leiðsögubók á dönsku fyrir sjófarendur við Is- land (N.N. 1898) er lítið kort af misvísuninni, og er hún sögð minnka um 8-10’ á ári. Þessi tala er svo not- JÖKULL, No. 43, 1993 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.12.1993)

Aðgerðir: