Jökull


Jökull - 01.12.1993, Page 84

Jökull - 01.12.1993, Page 84
JARÐFRÆÐAFELAG ISLANDS Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1992-1993, flutt á 28. aðalfundi félagsins, í Odda hinn 25. maí 1993. Á liðnu starfsári voru haldnir 10 stjórnarfundir og gefin út 6 fréttabréf. Einnig kom út hefti með ágripum á vorráðstefnu félagsins. Hér verður nú gerð grein fyrir helstu atriðum í starfsemi félagsins á liðnu ári. FÉLAGSSTARF FRÆÐSLUFUNDIR Fjórir fræðslufundir hafa verið haldnir í vetur, og fimmta erindið verður haldið hér í kvöld að loknum venjulegum aðalfundarstörfum. Allir fundirnir voru haldnir í stofu 101 í Odda. Fyrsti fræðslufundurinn var 25. nóvember. Þá flutti Roger Buck jarðeðlis- fræðingur erindi sem hann nefndi Tectonics on Venus. Hann fjallaði um samband landslags og þyngdarsviðs reikistjörnunnar, og byggði hugleiðingar sínar á ný- legum rannsóknum bandarísku geimvísindastofnunar- innar. Erindið var fjölsótt, milli 40 og 50 manns, og þótti afar fróðlegt. Annar fræðslufundurinn var 27. janúar. Þar flutti Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur erindi um urðarjökla og berghlaup og var það einnig vel sótt, rúmlega 30 manns. Ágúst sýndi mikið af ljósmyndum og gerði grein fyrir þeirri skoðun sinni, að stór hluti þess sem vant er að kalla berghlaup sé í raun fornir urðarjöklar. Ekki voru menn á eitt sátt- ir um þessa kenningu. Þriðji fræðslufundurinn var haldinn 26. febrúar og þá flutti Lúðvík Gústafsson er- indi um jarðfrœði Austfjarða norðan Seyðisfjarðar. Vegna þrengsla á stundaskrá Odda var gerð sú tilraun að fly tj a erindið á föstudagskvöldi og hafa margir orðið til að skamma okkur fyrir uppátækið. Fundinn sóttu að vísu um 20 manns, en sýnt þótti að mæting hefði orð- ið betri á skikkanlegri fundardegi. Lúðvík brást ekki þeim sem mættu og flutti skemmtilegt erindi prýtt með ágætum ljósmyndum. Fjórðafræðsluerindið flutti Pat- ricia Turner jarðfræðingur þann 22. mars og talaði um jarðfrœði Skærgaardsinnskotsins, einkum með tilliti til dýrra málma. Um 30 manns sóttu þetta erindi. Er- indið var vel flutt og fróðlegt, ekki síst fyrir þá sem eru að huga að málmum í basískum innskotum á Is- landi. Fimmta og síðasta fræðsluerindi vetrarins mun Elsa G. Vilmundardóttirjarðfræðingurflytja hér á eftir og fjallar það um síðkvarter eldstöðvakerfi á miðhá- lendinu. Auk þessara funda átti JFÍ þátt í að boða tvo fræðslufundi. Sá fyrri var haldinn að frumkvæði Orkustofnunar 1. júlí 1992. Þar fluttu tveir erlend- ir gestir fyrirlestra á sviði jarðhitamála.. Fyrri fyr- irlesturinn nefndist Sustainable development og var fluttur af Bill Fyfe. Hinn síðari hét Biomineralization and biocorrosion og var fluttur af Grant Ferris. Síð- ari fundurinn var haldinn 8. mars 1993 að frumkvæði Jarðtæknifélagsins í samvinnu við byggingaverkfræði- deild Verkfræðingafélags íslands. Þar flutti Freysteinn Sigurðssonjarðfræðingurerindi semhann nefndi Ahrif jarðfrœðiafia á byggð og búsetu. JÓLAFUNDUR Jólafundur var að venju haldinn í Skólabæ og fjall- að um atvinnumál jarðfræðinga vítt og breitt, en þó mest um störf utan ríkisstofnana. Frummælendur á fundinum voru Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlis- fræðingur og jarðfræðingarnir Ágúst Guðmundsson og Sigmundur Einarsson. Fundinn sóttu á þriðja tug félagsmanna. Milli framsöguerindanna og eftir þau urðu miklar umræður um j arðfræði"bransann", útgáfu- mál, jarðfræðikennslu á öllum skólastigum og ýmis- legt fleira skemmtilegt. VORRÁÐSTEFNA Hin árlega vorráðstefna Jarðfræðafélagsins var haldin þann 20. apríl í Norræna húsinu. Fyrir hádegi 82 JÖKULL,No. 43, 1993

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.