Jökull


Jökull - 01.12.1993, Page 57

Jökull - 01.12.1993, Page 57
<\ <v <9 oo £> Mynd 8. Áætluð misvísun á íslandi 1986, reiknuð út úr alþjóðlegum formúlum um meðalsviðið á allri jörðinni. Þessi mynd er mjög svip- uð kortum í Almanaki Há- skólans frá þessum tíma, en þau eru byggð á niðurstöð- um kanadískra flugmælinga hér 1965 og síðari leiðrétt- ingumviðþær. —Isogonics of the magnetic declinati- on in lceland, calculated from the International Geo- magnetic Reference Fieldfor 1986. 5°, og sumstaðar á landinu, til dæmis víðast í Rangár- vallasýslu, gefa flugsegulmælingar vísbendingu um að þau séu aðeins 2° eða svo. I segulmælingastöðinni í Leirvogi, sem stendur á áreyrum, er misvísun rúmum 2° minni en hún ætti að vera samkvæmt flugmælingum (7. og 8. mynd). Helstu staðir, þar sem varúðar er þörf við notk- un áttavita, eru i) Úfin hraun frá nútíma: segulmögn- un bergsins í þeim er gjarna 5-10 sinnum meiri en meðal-segulmögnun hrauna í hinum eldri jarðlag- astafla landsins. ii) Megineldstöðvar, þar sem geta ver- 'ð mjög sterkt segulmögnuð innskot eða aðrar mynd- anir. Staðbundnar truflanir í misvísun ná þar jafnvel tugum gráða. Dæmi um þetta er nálægt bæjarhúsunum í Stardal í Mosfellssveit (sbr. mynd í Leó Kristjáns- son 1987, bls. 217), þar sem áttavitinn ruglast alveg. Margar þeirra truflana í misvísun sem merktar eru á sj ókort, til dæmis kringum Reykj avík (Reichs-Marine- Amt 1908) og við Díönuboða eystra, eiga sér þessa orsök. iii) Ymsar bólstrabergs- og móbergsmyndanir með þursabergi eða innskotum. Við Skálafell á Hell- isheiði eru til dæmis mjög stór segulfrávik af þessum toga, og sama gildir grunnt á Reykjaneshryggnum. Móbergið sjálft er þó nokkurn veginn ósegulmagnað. iv) Klettadrangar og hvassar hæðir eða brúnir í lands- lagi. í sumar þeirra, einkum á Suður- og Vesturlandi, getur hafa slegið eldingum. Þeir sterku rafstraumar, sem mynda eldingarnar, skilja eftir sig segulmögnun í berginu sem er allt að 10-20 föld venjuleg segulmögn- un eldri hrauna hér, á svæði sem getur verið tugir metra á hvern veg. v) Mannvirki með miklu af jámi eða stáli í, þar með taldar stórar vatnsleiðslur í jörðu, og farartæki. HELSTU NIÐURSTÖÐUR Hérlendis stefnir hinn lárétti þáttur segulsviðsins (að slepptum staðbundnum truflunum) á árinu 1992 um 16.5° vestan við norður á sunnanverðum Aust- fjörðum, en þessi vestlæga misvísun vex til vest- norðvesturs eftir landinu um 1° á hverjum 65 km og er 23.5° á annesjum Vestfjarða. Misvísun hefur far- ið minnkandi um 5-15’ á ári í allt að hálfa aðra öld JÖKULL, No. 43, 1993 55

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.