Jökull


Jökull - 01.12.1993, Síða 49

Jökull - 01.12.1993, Síða 49
plóginn. Merkast var framlag Þjóðverjans C.F. Gauss, sem sýndi meðal annars fram á með útreikningum í bók 1838, að segulsviðið ætti að langmestu leyti upp- runa sinn inni í jörðinni. Það daglega flökt sviðsins, sem áður var nefnt, stafar hinsvegar af rafstraumum í háloftunum, en er hlutfallslega mjög óverulegur hluti heildarsviðsins hér við yfirborð jarðar. ORSAKIR JARÐSEGULSVIÐSINS Haldbær skýring á orsökum segulsviðsins var fyrst sett fram 1919, en náði ekki almennri viðurkenningu fyrr en upp úr 1950. Hún byggist á því, að hreyf- ingar efnisins í hinum fljótandi og rafleiðandi hluta jarðkjarnans (á 3000-5000 km dýpi) geti viðhaldiðraf- straumum og þar með segulsviði, á svipaðan hátt og rafall (dynamo). Snúningur jarðar hefur mikil áhrif á þessar hreyfingar (sjá Leó Kristjánsson 1984), en það er þó svokallaður Coriolis-kraftur, sem þar kemur mest við sögu fremur en miðflóttaaflið. Hafa margir spreytt sig á að reyna að reikna þessar hreyfingar út, en það er gífurlega flókið mál jafnvel þótt miklum einföldunum sé beitt (sjá t.d. Bloxham o.fl. 1989). Hreyfingarnar eru hinsvegar bæði óreglulegar og breytilegar, þannig að yfirleitt liggja rafstraumarnir ekki alveg samsíða miðbaug. Sem stendur hallar rafstraumunum að með- altali um 11° frá miðbaug, og þar með hallast meðal- samhverfuás sviðsins um sama horn frá snúningsás jarðar. Þá tvo staði þar sem samhverfuás sviðsins sker yf- irborð jarðarinnar, kalla vísindamenn segulpóla. Sá sem er á norðurhveli, en er suður-segulpóll jarðarinn- ar, er oft nefndur "segulpóllinn", og er hann nú norð- vestan við Grænland. Oft er tekið þannig til orða, að áttavitanál vísi á þennan segulpól, hvar sem hún er á jörðinni, en það orðalag er ónákvæmt. Á fyrrnefndum rafstraumum eru ýmsar minni háttar lykkjur og slaufur, og sömuleiðis fellur miðja straumkerfanna ekki alveg saman við jarðmiðju. Þetta veldur ýmsum óreglum í stefnu segulsviðsins. Misvísunin í NV-Evrópu hefur til dæmis víðast verið austlæg fram eftir tuttugustu öldinni þótt segulpóllinn sé vestan við norður þaðan. Annað hugtak, sem oft er notað jöfnum höndum um segulpólinn", er sá staður á jörðinni þar sem segul- nál vísar lóðrétt niður (dip pole), en hann liggur mörg hundruð kílómetra frá hinum sem fyrr var nefndur. MÆLINGAR Á MISVÍSUN OG ÖÐRUM SVIÐÞÁTTUM Á ÍSLANDI OG KRING- UM ÞAÐ Allt frá því á 17. öld hefur mikill fjöldi leið- angra farið til mælinga á misvísun jarðsegulsviðsins, einkum vegna mikilvægis þeirra fyrir siglingar, en einnig vegna þess að vísindamenn vildu kynnast þessu dularfulla fyrirbrigði frá sem flestum hliðum. Komið var upp föstum stöðvum til mælinga á jarðsegulsvið- inu snemma á 19. öld, og hafin skipulögð samvinna milli þeirra að frumkvæði A. von Humboldt. Flestar segulmælingastöðvarnar eru í Evrópu, en einnig eru starfræktar slíkar stöðvar á mörgum mjög afskekktum stöðum. Eru því til ýmsar syrpur mælinga, sem mörg- um hverjum hefur verið safnað með ótrúlegri þolin- mæði og unnið úr af mikilli vandvirkni. Sumar syrp- urnar hafa þó aldrei náð því að birtast á prenti, en aðrar hafa verið birtar í ritum sem löngu eru gleymd og aðeins finnast í einstöku bókasöfnum. Mælingar á segulsviðinu á og við ísland voru fram- an af gerðar mjög dreift og stopult. Það dregur nokkuð úr gildi mælinganna, að mælistöðum var sjaldnast lýst svo nákvæmlega að þá megi þekkja aftur, en stund- um er greinilegt að staðirnir voru mjög óheppilegir. Sömuleiðis eru prentvillur og önnur augljós glappa- skot allalgeng í þeim skýrslum, sem birst hafa, og má búast við að fleiri slíkar villur séu ófundnar. MISVÍSUNARMÆLINGAR HÉRLENDIS TIL 1785 Jón Ólafsson Indíafari nefnir "kompás" tvívegis í Reisubók þeirri er segir frá ferðum hans á skipum Danakonungs kringum 1620 (og mun það vera í fyrsta sinn sem orðið kemur fyrir íslenskað á prenti). 1 Land- fræðisögu Þorvalds Thoroddsen er á nokkrum stöðum getið um aðra íslendinga sem þekktu til áttavita, allt frá því um miðja 17. öld. Má þar nefna Þórð Þorláks- son Skálholtsbiskup, Jónas Daðason Gam, Jón lærða Guðmundsson, sr. Pál Björnsson í Selárdal og Árna Magnússon. Magnús Arason hafði áttavita við landmælingar sínar hér upp úr 1720 (sjá Harald Sigurðsson 1978), og sömuleiðis H. Hoffgaard. Inn í íslandskort þess síðarnefnda, sem út kom 1724, eru felld sérkort af JÖKULL, No. 43, 1993 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.