Jökull - 01.12.1993, Blaðsíða 56
í hinum kanadísku mælingum 1965 var halli seg-
ulsviðsins (I) á bilinu 75-77 gráður, meiri norðan lands
en sunnan. Virðast ekki hafa orðið verulegar breyting-
ar á honum allt frá 18. öld samkvæmt fyrirliggjandi
mælingum, en athugun á þeim þætti verður látin bíða
betri tíma.
SÍRITANDI MÆLINGAR
Síritandi mælingu á flökti áttavita má gera með
hjálp ljósgeisla, er endurkastast frá spegli á áttavitanál-
inni á ljósmyndapappír. Ekki hef ég hugað að því
hvenær slíkar mælingar kunni fyrst að hafa verið gerð-
ar hér á landi. Allavega gerðu danskur og norskurleið-
angur hingað um síðustu aldamót þess konar mæling-
ar um nokkurra mánaða skeið, og síðan Þjóðverjarnir,
sem áður voru nefndir. Þorkell Þorkelsson veðurstofu-
stjóri setti upp dönsk mælitæki til samfelldra mælinga
nálægt Reykjavík;, fyrst í um tíu mánuði 1932 í tengsl-
um við alþjóðlegar rannsóknir á pólsvæðunum, og aft-
ur í fjóra mánuði 1937. Þorbjörn Sigurgeirsson kom
svo af mikilli atorku upp segulmælingastöð í Leirvogi
í Mosfellssveit, er hóf starfsemi síðsumars 1957. Hef-
ur sú stöð verið starfrækt samfellt þaðan í frá, lengst
af á vegum Háskóla Islands. Veita mælingar henn-
ar mjög mikilvægar upplýsingar um jarðsegulsviðið,
ekki síst þær breytingar þess sem tengjast norðurljós-
um og skyldum háloftafyrirbrigðum.
Síðan samfelldar mælingar á segulsviðinu hófust
hér 1957, hefur misvísunin í segulmælingastöðinni
minnkað eins og sýnt er á 7. mynd. Að meðaltali var
minnkunin um 5’ á ári frá 1958-72, en herti svo nokkuð
snögglega á sér og hefur verið um 12’ á ári að með-
altali síðan. Frá árinu 1965 hafa verið gerðar árlega
mælingar á föstum stöðum úti á landi og er minnkun
misvísunarinnar þar svipuð (Þorsteinn Sæmundsson
1988).
NÚVERANDI MISVÍSUN
Með því að nota niðurstöður segulmælinga í Leir-
vogi og úti á landi til að leiðrétta kanadísku flugmæl-
ingarnar frá 1965, má áætla meðalmisvísun sviðsins
á hverju ári. Önnur aðferð sem nota má til að reikna
hvert sviðið á að vera hér, er sú að beita alþjóðleg-
um formúlum um styrk og stefnu sviðsins hvarvetna á
jörðinni (International Geomagnetic Reference Field).
Þær formúlur eru leiddar út úr öllum tiltækum mæling-
um síðustu ára, m.a. úr gervihnöttum. Formúlunum
ber ágætlega saman við þá misvísun sem fengin er
með fyrrnefndu aðferðinni, svo hvergi á landinu og
landgrunninu munar meira en hálfri gráðu. 8. mynd
(Jan Wuster, skrifl. uppl. 1986) sýnir vestlæga mis-
vísun sviðsins á miðju ári 1986 samkvæmt alþjóð-
legu formúlunum. Gæta þarf að því að rugla ekki
stefnu jafnskekkjulínanna (isogonics), sem er norð-
norðaustlæg hér, saman við segulstefnuna sjálfa.
NOTKUN ÁTTAVITA Á ÍSLANDI
Þess er að gæta við notkun áttavita, að berg hefur
áhrif á stefnu nálarinnar. Fara áhrifin mjög eftir með-
alstyrkleik segulmögnunarinnar í berginu, en aukast
einnig þar sem landslag er óslétt. Hér á landi er segul-
mögnun bergs með því sterkasta sem gerist, ef frá eru
taldir neðansjávarhryggir og járnnámusvæði. Afleið-
ingu þessa er ekki hægt að lýsa betur en með orðum
Löwenörns (1821, bls. 8); "... alle Observationer,
foretagne paa land med Magnetnaalen, henhörende til
at bestemme Misviisningen, ere aldeles upaalidelige
og uefterrettelige, formedelst de jernagtige og vul-
kaniske Materier, som Landet er opfyldt med, saa at,
naar man flytter et Compas paa Landet, blot et kort
Stykke, viser det forskjellig paa det ene og det andet
Sted, saa at Compasset endog er forvirret i Havnene
og nær Kystene...."
Áhrifin dofna allhratt með fjarlægð frá berginu,
til dæmis í öfugu hlutfalli við fjarlægðina í þriðja
veldi frá miðju kúlulaga hlutar sem allur hefur sama
segulmögnunarstyrk. Hinsvegar eru hérlendis til að
sama skapi stórir bergmassar með mikla segulmögn-
un. Trausti Einarsson benti á það þegar á árinu 1937,
að gangar í berggrunni trufli áttavita; síðar hafa seg-
ulmælingar á jörðu niðri mjög verið notaðar hérlendis
til að leita að göngum og jarðhita tengdum þeim. Svo
Reykjavík sé tekin sem dæmi, þá mældi Þorsteinn
Sæmundsson (1974) á árunum 1971-72 misvísunina
víða í borgarlandinu og Kollafirði, og reyndi hann að
velja hagstæða staði. Reyndust niðurstöðurnar flökta
um allt að 8° frá meðalgildi. A sléttlendi með nokk-
urra metra þykkum jarðvegi, möl eða sandi eru áhrif
bergsins á misvísunina þó væntanlega sjaldan meiri en
54 JÖKULL,No. 43, 1993