Jökull

Issue

Jökull - 01.12.1993, Page 16

Jökull - 01.12.1993, Page 16
JÖKULL Á FIMMVÖRÐUHÁLSI MILLIEYJAFJALLAJÖKULS OG MÝRDALSJÖKULS Helgi Bjömsson, Raunvísindastofimn Háskólans Dunhaga 3, 107 Reykjavík A hut on Fimmvörðuháls, a mountain ridge connecting Eyja- fjallajökull and Mýrdalsjökull. Við núverandi loftslag er snælína að meðaltali í um 1100 m hæð á sunnanverðu Islandi og jökull sest því á fjöll sem ná þeirri hæð. Svo hagar til að á sunn- anverðu landinu er einmitt að finna fjallaskarð í um 1100 m hæð. Um er að ræða Fimmvörðuháls, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, fornan fjallveg, sem nú er vinsæl og fjölfarin gönguleið. Fimmvörðuháls er á mörkum þess að bera jökul við núverandi lofts- lag og tilvist og stærð jökuls þar er því mjög næmur mælikvarði á loftslagsbreytingar. Við kólnandi lofts- lag myndi snælína lækka og jökull vaxa en ef lofts- lag hlýnar, hækkar snælína og þá minnkar jökull eða hverfur. Eftir landnám og fram undir lok 12. aldar má ætla að aðstæður hafi verið svipaðar og nú, en síðan kólnaði, snælína lækkaði og samfelldur jökull varð til á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. í jöklariti sínu frá lokum 18. aldar lýsti Sveinn Pálsson þar óslitn- um jökulfláka. Mjór jökulhryggur, Lágjökull, tengdi þá Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og ráku Eyfelling- ar afréttarfé sitt yfir hann í sumarhaga á Goðaland. Sveinn kallaði reyndar allan jökulflákann Eyjafjalla- jökul, vestasta hluta hans Flájökul og austurhlutann Mýrdalsjökul; auk þess ræddi hann um Botnjökul (nú Merkurjökul) og Sólheimajökul. Þegar hlýna tók nálægt síðustu aldamótum tóku jöklar að rýrna, en Fimmvörðuháls var hulinn jökli fram yfir aldamót. Þegar Fjallamenn byggðu skála í 1080 m hæð á hryggnum árið 1940 "var jökullinn mjög genginn til baka á þessu svæði, en það var jökli hulið fram yfir aldamót, nema hvað hæstu fell svo og Fimmvörðuháls stóðu þá upp úr ísnum" (Guðmundur Einarsson, Árbók Ferðafélags íslands 1960, bls. 72). Þannig reis Fimmvörðuháls eins og jökulsker upp úr ísnum við upphaf þessarar aldar. Á hlýindaskeiðinu, sem stóð fram á sjötta áratuginn hvarf jökull og sí- snævi að mestu af hryggnum og í ljós komu jökulurð- ir, sem vitnuðu um þann jökul sem yfir honum lá fram yfir síðustu aldamót. En á síðustu tveimur áratugum hefur aukinn snjór lifað af sumrin á Fimmvörðuhálsi og samfellt sísnævi tengir nú Eyjafjallajökul og Mýr- dalsjökul á ný. Við áframhald sams konar veðráttu má ætla að Lágjökull setjist aftur á hrygginn og verði samfelldur á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. 14 JÖKULL,No. 43, 1993

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue: 1. tölublað (01.12.1993)
https://timarit.is/issue/387311

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.12.1993)

Actions: