Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 2
2 Fréttir Helgarblað 24.–27. október 2014 Beraði sig fyrir framan drengi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nýlega karlmann til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir að bera sig fyrir framan níu ára drengi árið 2012. Í ákærunni gegn manninum var honum gefið að sök að hafa sært blygðunarsemi tveggja drengja þegar hann stóð fyrir innan opnar dyr á heimili sínu í bol einum klæða og strauk á sér getnaðarliminn. Maðurinn neitaði sök en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að maðurinn hafi verið ber að neðan og vitnaði í fram­ burð drengjanna og föður annars þeirra. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ásökun um að hafa strokið á sér getnaðarliminn því vitni sáu hann ekki gera það. Einn drengjanna kvaðst hafa séð manninn fara „einu sinni í hann en gegn neitun mannsins þótti Héraðsdómi Reykjavíkur þetta at­ riði ósannað. Í dómnum kemur fram að maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fang­ elsi fyrir blygðunarsemisbrot í febrúar árið 2011 og var sá dóm­ ur staðfestur af Hæstarétti í sept­ ember sama ár. Í dómi Héraðs­ dóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn hafi rofið skilorð og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot 8. febrúar í fyrra og var skilorðs­ dómurinn dæmdur með. Því var manninum nú dæmdur hegn­ ingarauki og refsing hans því ákveðin tveggja mánaða fangelsi. Ardvis-ákæra aftur- kölluð vegna galla Embætti sérstaks saksóknara hefur tvo mánuði til að höfða nýtt mál Á kæra sérstaks saksóknara gegn tveimur aðstandend­ um fyrirtækisins Ardvis, Bjarna Þór Júlíussyni og Úlf­ ari Guðmundssyni, hefur verið aftur kölluð vegna formgalla. Þetta segir lögmaður Bjarna Þórs, Gunnar Ingi Jóhannsson, í samtali við DV. Embætti sérstaks saksóknara afturkallaði ákæruna þegar ljóst var að í henni voru brotalamir. „Það er rétt, það var búið að ákæra. Hins vegar komu fljótlega í ljós verulegar brotalamir í málatil­ búnaði sérstaks. Verjendur hugð­ ust fara fram á frávísun málsins en saksóknari fékk frest til að lagfæra ákæruna. Niðurstaðan var hins vegar sú að það myndi ekki reynast unnt og var málið því fellt niður í byrjun október,“ segir Gunnar Ingi. Ef ákæran hefði ekki verið aftur­ kölluð má fastlega búast við því að henni hefði verið vísað frá dómi vegna þeirra galla sem voru á henni. Ekki samræmi Ákæran gegn tvímenningunum var gefin út í júní síðastliðið sumar. Í ákærunni var Bjarni meðal annars ákærður fyrir fjárdrátt en Ardvis, eða félög sem tengdust því, fengu greiddar rúmar 200 milljónir króna frá meira en 100 einstaklingum inn á reikninga sína á árunum 2010 til 2012. Eins og rakið er í ákærunni fór stór hluti þessara fjármuna í einkaneyslu. Aðspurður segir Gunnar Ingi að brotalamirnar í ákærunni hafi meðal annars snúist um að ekki hafi verið samræmi á milli ákærunnar og gagna málsins: „Til dæmis í til­ viki Bjarna var honum gefið að sök líklega um 800 aðskilin fjárdráttar­ brot í ákæru. Þegar farið var að bera saman ákæruliðina við gögn máls­ ins kom í ljós að í flestum tilvikum var ekkert samræmi milli ákæru og gagna málsins. Oft vantaði hrein­ lega í gögnin þau skjöl eða annað sem ákæruliðir voru byggðir á. Þess vegna var í mörgum, jafnvel flest­ um tilvikum, ómögulegt að átta sig á hvers vegna viðkomandi ákærulið­ ur átti að hafa verið fjárdráttur,“ segir Gunnar Ingi. Allir áttu að græða DV hefur oftsinnis greint starfsemi Ardvis á liðnum árum. Í stuttu máli sagðist fyrirtækið vera að þróa forrit á internetinu, Corpus Vitalis, sem átti að gera fólki kleift að fjárfesta í vörum og þjónustu á netinu og án þess að versla beint við aðra en Ardvis. Mikill arður átti að verða til í þessum viðskiptum sem skipt­ ast átti á milli hluthafa Ardvis og svo átti ákveðin pró­ senta að renna til fátækra. Þannig áttu allir að græða á Ardvis. Í við­ tali við DV í lok árs 2010, eftir að DV byrj­ aði að fjalla um málið, sagði Bjarni Þór að Ardvis snerist aðallega um að leggja fólki hjálparhönd. „Þetta gengur mest út á að hjálpa fólki. Þetta er sett upp þannig að það eru ríkir sem eiga eitthvert lausafé sem fjármagna þetta, af því að við feng­ um ekki fyrirgreiðslu í banka­ kerfinu. Fjárfestarn­ ir geta sjálfir haft eitthvað upp úr þessu en þeir eru fyrst og fremst að fjár­ magna hjálpar­ starf, deila peningum til fólksins sem þarf aðstoð […] Þetta er áhættufjárfesting en við teljum þetta vera það mikilvægt að við erum reiðubúnir að leggja þetta á okkur.“ Þeir einstaklingar sem fjárfestu í Ardvis fengu hins vegar ekki arð af fjárfestingu sinni og fengu fjármuni sína ekki til baka. Hlutaféð hafði ver­ ið notað til að reyna að koma Corpus Vitalis á koppinn og það tapaðist. Ólafur Stefánsson handknattleiks­ maður, sem setti um tíu milljónir króna í verkefnið, var einn af þeim sem setti fé í Ardvis þó að hann hefði litla trú á að heil brú væri í því. „Það eru 99 prósent líkur á að þetta sé rugl,“ sagði Ólafur í samtali við DV. Óvíst með framhaldið Embætti sérstaks saksóknara hefur nú þrjá mánuði til að ákveða hvort gefin verði út ný ákæra eða ekki. Ólafur Hauksson segir að hann geti ekki tjáð sig um málið á þessu stigi en að það sé til meðferðar hjá emb­ ættinu. Fastlega má hins vegar búast við því að gefin verði út önnur ákæra í málinu á næstu tveimur mánuðum þar sem embættið sá ástæðu til að gefa út fyrri ákæruna og þar sem brotalamir hennar voru formlegs en ekki efnislegs eðlis. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Verjendur hugðust fara fram á frávís- un málsins en saksóknari fékk frest til að lagfæra ákæruna. Tveggja mánaða frestur Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, hefur nú tvo mánuði til að gefa út nýja ákæru í Ardvis-málinu. Afturkölluð Ákæra sérstaks saksóknara gegn Bjarna Þór Júlíussyni og Úlfari Guðmundssyni var afturkölluð vegna formgalla í byrjun mánaðarins. Mynd SIgTryggur ArI Loka á Hólmavík Átján starfsmönnum Arion banka var sagt upp í vikunni, en þar á meðal eru einu starfsmenn bankans á Hólmavík. Arion ætl­ ar að loka útibúinu á staðnum. BB.is greinir frá en þar kemur fram að tveir starfsmenn hafi starfað í útibúinu. Viðskiptavin­ um bankans er bent á útibú hans í Borgarnesi, en 160 kílómetrar eru frá Hólmavík í Borgarnes. Aðgerðirnar munu vera liður í hagræðingu hjá bankanum, en bankinn segir um helming við­ skiptavina sinna á Hólmavík hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. E ngar eignir fundust í búi Eignamiðjunnar ehf. sem er fasteignafélag sem var í eigu Karls Steingrímssonar fjár­ festis. Kröfur í þrotabú fé­ lagsins námu nærri 2,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í auglýs­ ingu í Lögbirtingablaðinu. Skiptum á búinu lauk þann 16. október síð­ astliðinn en félagið var tekið til gjald­ þrotaskipta árið 2011. Eignamiðjan hélt meðal annars utan um eignarhaldið á reisulegri, dökkri nýbyggingu á Tryggvagötu 18 þar sem er að finna lúxusíbúðir sem til stóð að selja dýru verði fyrir hrunið 2008. Efnahagshrunið setti hins vegar strik í reikninginn og íbúðirnar seld­ ust ekki. Í dag er rekið íbúðahótel af dýrari gerðinni í húsinu og kallast það Black Pearl Apartments. Félagið átti einnig aðra fasteign að Fiskislóð 74. Karl átti einnig félagið Kirkju­ hvol, sem meðal annars átti húsið sem hýsti veitingastaðinn við Tjörn­ ina gegnt Iðnó við Tjörnina í mið­ bæ Reykjavíkur. Það félag varð einnig gjaldþrota og er það hús í dag í eigu annars aðila. Þá átti Karl einnig hús­ næði gamla Reykjavíkurapóteksins á horni Austurstrætis og Pósthússtræt­ is sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Húsið var selt til dótturfélags Lands­ bankans í fyrra. n ritstjorn@dv.is 2,5 milljarða kröfur afskrifaðar Skiptum lokið á fasteignafélagi Karls Steingrímssonar Ekkert fannst Engar eignir fundust í búi Eignamiðjunnar ehf., fasteignafélagi Karls Steingrímssonar sem kenndur er við Pelsinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.