Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 4
4 Fréttir Helgarblað 24.–27. október 2014
Blekhylki.is
Við seljum
ódýra
tónera og
blekhylki
Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150
F
yrirtaka í máli Ellu Dísar
Laurens gegn Reykjavíkur-
borg og Sinnum ehf. fór fram
á miðvikudag. Þar er far-
ið fram á skaðabætur vegna
slyss sem hún lenti í þann 18.
mars síðastliðinn í skólanum sín-
um en þá lenti hún í hjartastoppi
vegna súrefnisskorts. Eins og kunn-
ugt er hlaut Ella Dís varanlegan
heilaskaða og vaknaði ekki til með-
vitundar. Hún lést á Barnaspítala
Hringsins þann 5. júní síðastliðinn,
átta ára að aldri. Frávísunarkröfur í
málinu verða teknar fyrir 23. janúar
næstkomandi.
Móðir Ellu Dísar, Ragna Er-
lendsdóttir, sagðist í samtali við DV
í apríl síðastliðnum að hún væri
mjög ósátt við Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur sem fór með forsjá Ellu
Dísar. Ófaglært starfsfólk hafi verið
fengið til að hugsa um dóttur henn-
ar þegar umrætt atvik átti sér stað,
þar sem aðstoðarmanneskja henn-
ar var heima með veikt barn. Túba
sem fest var í kok Ellu Dísar, svo
hún gæti andað, stíflaðist og fékk
hún því ekkert súrefni. Ella Dís var
endurlífguð en haldið sofandi í þrjá
sólarhringa á eftir og líkami henn-
ar kældur niður til þess að reyna
að koma í veg fyrir heilaskemmd-
ir. Það tókst ekki. Lífsgæði Ellu Dís-
ar voru orðin afar lítil og því var tek-
in ákvörðun um að leyfa henni að
fara og aftengja þau tæki sem héldu
henni á lífi. Ragna fór fram á lög-
reglurannsókn til þess að komast
að því hvort sökin lægi í stórfelldu
gáleysi starfsmanns eða hvort um-
önnun hafi verið falin starfsmanni
sem kunni ekki til verka. Í kjölfarið
höfðaði hún mál gegn Reykjavíkur-
borg og heimaþjónustunni, Sinn-
um ehf., sem sá um að útvega starfs-
mann þennan örlagaríka dag. n
aslaug@dv.is
Skaðabótamál Ellu Dísar tekið fyrir
Skaðabóta krafist vegna slyss Ellu Dísar Lauren
Hlaut varanlegan heilaskaða Ella Dís
ásamt móður sinni, Rögnu Erlendsdóttur,
og systur. Myndin er tekin skömmu fyrir
slysið. Mynd Sigtryggur Ari
Kaupa gjafir
fyrir fjölskyldur
Jólabasar Kvennadeildar Rauða
krossins verður haldinn laugar-
daginn 25. október frá klukkan
13.00 til 16.00 í húsi Rauða kross
Íslands, Efstaleiti 9.
Ágóði af sölunni rennur til
Fjölskyldumiðstöðvar sem rekin
er af Rauða krossinum í Reykja-
vík með aðkomu Reykjavíkur-
borgar og velferðarráðuneyt-
isins. Ástæða þess að basarinn
er haldinn svo snemma er svo
hægt sé að safna fé fyrir kom-
andi jólahátíð, en Rauði kross-
inn kaupir mat og gjafir fyrir
þurfandi fjölskyldur.
Á boðstólum verða
handunnir munir er tengjast
jólunum og heimabakaðar kök-
ur.
Búa sig undir
langt verkfall
Tónlistarkennarar gætu þurft
að hafa áhyggjur af því að verk-
fall þeirra, sem hefur áhrif á
þúsundir barna, muni drag-
ast á langinn eftir að sviðsstjóri
kjarasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga lét hafa eftir sér í
fréttum RÚV að hann væri ekki
vongóður um að samningar
tækjust á næstunni. Mikið beri á
milli samningsaðila.
Tónlistarkennarar fóru síðast
í verkfall árið 2001 og stóð það í
fimm vikur. Sigrún Grendal, for-
maður Félags tónlistarkennara,
er þó bjartsýnni og segir í frétt-
um RÚV að hún telji ekki langt
í land.
Tónlistarkennarar fara fram
á meira en sambærilegar stétt-
ir hafa fengið í kjarasamning-
um og vilja að störf þeirra séu
metin til jafns við störf annarra
kennara og stjórnenda. Þeir hafi
dregist aftur úr við efnahags-
hrunið og leita nú leiðréttingar.
Þurfa að taka ábyrgð
gagnvart mansali
n Lítil sem engin þjónusta við fórnarlömb mansals
V
ið höfum verið að þrýsta
á stjórnvöld og minna
þau á þeirra ábyrgð gagn-
vart þessum málaflokki,“
segir Þórunn Þórarins-
dóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum,
um skuldbindingar stjórnvalda
gagnvart mansali. Kristínar-
húsi, athvarfi vændiskvenna, var
lokað um síðustu áramót. Á árinu
2013 dvöldu þar ellefu konur og
fimm börn. Þess má einnig geta
að stórfelld aukning var á brot-
um tengdum vændi á síðasta ári,
eða um 609,5 prósenta aukning,
en hana má rekja til sérstaks átaks
í málaflokknum hjá lögreglunni
á Suðurnesjum og lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að
Kristínarhúsi var lokað er lítil sem
engin þjónusta við fórnarlömb
mansals á Íslandi.
Ábyrgð stjórnvalda
„Við rákum þetta tilraunaverkefni í
tvö og hálft ár þar sem lítið var að
gerast í þessum málaflokki á þeim
tíma. Það var í gangi mansalsteymi
sem hafði aðstoðað fórnarlömb
mansals en okkur fannst það ekki
nóg. Þess vegna réðumst við í að
opna Kristínarhús, meðal annars
til að kanna hver þörfin væri. Á
þessum tveimur og hálfa ári sem
við rákum Kristínarhús dvöldu 27
konur og tólf börn í athvarfinu, þar
af 14 erlendar og 13 íslenskar kon-
ur. Húsið var því vel nýtt þann tíma
sem það var starfrækt. Við fengum
peninga sem nægði til reksturs á
húsinu og sem svaraði einu stöðu-
gildi. En þar sem svona athvarf
þarf sólarhringsvakt nutum við
liðsinnis frábærra sjálfboðaliða
sem tóku að sér kvöld-, helgar- og
næturvaktir. En þrátt fyrir að Stíga-
mót og okkar góðu sjálfboðaliðar
væru allir af vilja gerðir, var þetta
ekki framtíðarlausn að reka þetta
svona,“ segir Þórunn og bætir því
við að það kosti sennilega um sjö-
tíu milljónir á ári að reka úrræði
á borð við Kristínarhús. „Sá pen-
ingur var ekki í boði og því ekkert
annað að gera en að loka athvarf-
inu.“
Þórunn bendir á að til séu að-
gerðaáætlanir gegn mansali sem
ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig
til þess að framfylgja. Það sé ríkis-
stjórnin sem beri ábyrgð gagnvart
mansali og þolendum þess. „Það
er undir stjórnvöldum komið að
gera eitthvað í þessum málaflokki.“
Aðspurð hvað þau hafi gert til
þess að þrýsta á stjórnvöld segir
Þórunn þau meðal annars hafa
kallað til ráðherra, þingmenn og
borgarfulltrúa, boðið þeim í kaffi
og minnt þau á skuldbindingar
sínar gagnvart málaflokknum. „Við
höfum alltaf fengið góð viðbrögð,
en síðan er alltaf spurning hvað
gerist í framhaldinu,“ segir hún.
Áhrif umfjöllunar
Stígamót birtu í vikunni tölur um
fjölda viðtala hjá samtökunum á
fyrstu átta mánuðum ársins. Frá
1. janúar til. 31. ágúst var heildar-
fjöldi viðtala 1.407 og í þessi 1.407
viðtöl komu alls 454 einstaklingar.
Á síðasta ári varð sprenging í fjölda
viðtala hjá Stígamótum eða alls
22% aukning milli ára. Heildar-
fjöldi viðtala var 2.409 á síðasta ári
og heildarfjöldi einstaklinga sem
komu í viðtöl var 706. Þórunn segir
því of snemmt að segja til um hvort
sama þróun sé að eiga sér stað
á þessu ári. Ástæða aukningar-
innar í fyrra var rekin til aukinn-
ar fjölmiðlaumfjöllunar um kyn-
ferðisbrotamál. „Mikil umfjöllun
í fjölmiðlum um kynferðisofbeldi
hefur bein áhrif á aðsókn til okk-
ar,“ segir Þórunn. „Aukin umræða í
þjóðfélaginu verður líka oft til þess
að fólk treystir sér heldur til þess
að leita sér aðstoðar. Þegar Karls
Vignis-málið kom upp í fyrra, og
það var umfjöllun um kynferðisof-
beldi á hverjum degi í Kastljósinu,
þá varð nánast sprenging hjá okk-
ur í nokkrar vikur.“ n
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is „Þá varð nánast
sprenging hjá
okkur í nokkrar vikur
Þrýstir á stjórnvöld
Þórunn Þórarinsdóttir, ráð-
gjafi hjá Stígamótum, segir
stjórnvöld þurfa að sinna
skyldum sínum gagnvart
mansali. Mynd Sigtryggur Ari