Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 24.–27. október 201414 Fréttir raun þokast í baráttu síðustu þrjátíu ára, þrátt fyrir sterkt aðhald kven­ réttindafélaga. Yfirskrift afmælisfundarins var Konur höfum hátt og það gerðu þær, sannarlega. Margar tóku með sér eld húsáhöld, svo sem potta og járn­ sleif ar til að fram kalla sem mest­ an hávaða. Ótrúleg mannþröngin á fundinum varð svo til þess að brjót­ ast þurfti leið frá Skólavörðuholtinu allt niður á útifundinn á Ingólfstorgi. Aftur vöktu aðgerðir íslenskra kvenna mikla athygli fjölmiðla um allan heim. Þá var Ríkissjónvarp­ ið einnig með beina útseningu frá fundinum. Kvennafrí, hvað svo? Að kvöldi fyrsta kvennafrídagsins 1975 tók við stór útvarpsútsending þar sem konur úr öllum áttum höfðu samtal um daginn og kröfurnar. Út­ sendingin var sett upp líkt og þekk­ ist í kosningaumfjöllun, aðilar stóðu í pallborði og svöruðu spurningum forvitinna spyrla. Dagskráin stóð langt fram eft­ ir kvöldi en þess má geta að frétta­ mennirnir, þeir Friðrik Páll Jóns­ son og Ólafur Sigurðsson, enduðu útsendinguna með spurningunni: „Kvennafrí, hvað svo?“ þeirri spurn­ ingu hefur ekki ennþá verið fullsvar­ að að mati margra. Óútskýrður launamunur er rúm átta prósent og þá eru konur í stjórnum fyrirtækja rétt um þriðj­ ungur. Samkvæmt úttekt Kjarnans fyrr á þessu ári eru aðeins um 6,8 prósent stjórnenda í fjármálakerf­ inu konur. n Baráttan við launamuninn Hallar á konur fram á efri ár Nýleg rannsókn á stöðu kynjanna varðandi þjónustu á efri árum og innan hjúkrunarheimila staðfestir mismunun sem almennt þekkist á vinnumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að það hallar talsvert á konur þegar kemur að fjármagni og umönnun aldraðra en þar kemur einnig fram að konur, bæði íbúar og starfsfólk á hjúkrunarheimilum, eru fjárhagslega lakar settar en karlar. Þá þurfa hlutfallslega fleiri konur en karlar að fá samþykkta framlengingu lífeyrisgreiðslna vegna félagslegra og/ eða fjárhagslegra aðstæðna við komu á hjúkrunarheimili. Kynbundinn launamunur minni en áður Hjá VR telst kynbundinn launamunur nú um 8,5% og er það í fyrsta skipti sem hann mælist undir níu prósentum. Sambærilegar tölur má sjá frá Bandalagi háskólamanna á leiðréttum launamun eða 8,9 prósent. m eð jafnlaunastaðli verður stigið skref í að útrýma kynbundnum launamun. Eygló Harðardóttir jafn­ réttisráðherra hefur sagst munu beita sér fyrir því að uppræta launamun kynja. Slíkt verði ekki liðið lengur. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er unnið að um­ fangsmikilli launarannsókn ásamt því að búa til samræmdan launastaðal í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Velferðarráðuneytið er leið­ andi í þessari vinnu innan ríkis­ stjórnarinnar og mun koma til með að verða fyrsta ráðuneytið sem setur upp slíkan staðal. Eygló hefur sagt það vera sér mikið kappsmál að ganga á und­ an með góðu fordæmi í þessum málum. Í dag, föstudag á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna, eru 39 ár frá fyrsta kvennafrídeg­ inum. Dagurinn, sem kom til vegna ákvörðunar Sameinuðu þjóðanna um að tileinka skyldi árið málefnum kvenna, var hugmynd Rauðsokkahreyfingarinnar og vakti alheimsathygli. Íslensk kvennasamtök komu saman á fjölsóttri ráðstefnu í júní 1975 þar sem staða og kjör kvenna voru rædd, lagðar voru fram kröfur – og mikilvægar tillögur samþykktar. Stærsti útifundur sögunnar Ein þeirra var frá Rauðsokkahreyf­ ingunni en hún var þess efnis að konur tækju sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 24. október. Með þessu vildu þær vekja athygli á þeirri staðreynd að störf kvenna væru ekki metin til jafns við karla í samfélaginu. Í kjölfarið var nefnd falið að sjá um undirbúning að kvennafríinu. Framtakið vakti mikla athygli út fyrir landsteinana og undirbúningur annarra landa við sambærilega aðgerð hófst sam­ hliða því. Á göngudaginn sjálfan stóð nefndin svo fyrir útifundi en talið er að um 25.000 konur hafi safnast þar saman. Þetta er því enn þann dag í dag einn stærsti útifundur Ís­ landssögunnar. Langflestar konur á landinu lögðu niður störf þennan dag og atvinnulífið lamaðist. Fund­ urinn stóð í tvo klukkutíma og end­ aði með leik Lúðrasveitar stúlkna sem spilaði Saman við stöndum – þekktan mars úr kvikmynd um breskar kvenréttindakonur. Konur höfum hátt Árið 2005 var haldið upp á þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins með sambærilegum fundi. Þegar 24. október rann upp það árið söfnuð­ ust tæplega fimmtíu þúsund konur saman í miðbæ Reykjavíkur. Kröf­ urnar voru ennþá þær sömu; að störf kvenna yrðu metin til jafns á við karlastörf. Ákveðið var að konur leggðu nið­ ur vinnu klukkan 14.08 en á þeim tíma höfðu konur unnið fyr ir laun­ um sín um, ef litið er til mun ar á at­ vinnu tekj um karla og kvenna sem þá voru hluttfallslega um 64,15 pró­ sent af laun um karla. Lítið hafði í n Kvennafrídagurinn er 39 ára í dag, föstudag n „Og hvað svo?“ G unnar Bragi Sveinsson utan­ ríkisráðherra tilkynnti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í síðasta mánuði að Ísland hefði forgöngu, ásamt Súrinam, í að efna til svonefndrar „rak­ arastofu“ ráðstefnu í New York í byrjun næsta árs þar sem karlar munu koma saman til að ræða kynjajafnrétti og framlag karla til að bæta stöðu kvenna í heiminum. Komandi ráð­ stefnu ber því upp á fertugasta afmælisár kvennafrí­ dagsins og á hundrað ára kosn­ ingarafmælisár íslenskra kvenna. Tilkynning ráðherra kom flatt upp á marga konuna og full­ trúar kvenfélaga stigu fram og bentu á að útilokun kvenna væri ekki rétta leiðin til þess að útrýma misrétti gegn þeim. Karlar hefðu setið einir að borðinu allt of lengi. Starfsfólk utanríkisráðuneytis­ ins annast undirbúning fyrir ráð­ stefnuna. Það hefur nú brugðist við gagnrýninni með því að boða á sinn fund fulltrúa frá Femínistafé­ lagi Íslands, Jafnréttisstofu og jafn­ réttisnefndum háskólanna. Engar upplýsingar fengust úr ráðuneytinu um fyrirhugaðan fund aðrar en hann væri aðeins óform­ legt spjall og því ekki opinber fund­ ur, sem slíkur. Þess ber að geta að óvíst er hvort Gunnar Bragi sjálfur muni sitja fundinn, þar sem hann er sagður upptekinn í öðru. Utanríkisráðherra mætir ekki á eigin jafnréttisfund? María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Eygló líður ekki launamun Jafnlaunastaðall verður fljótlega innleiddur í velferðarráðuneytinu Hvers vegna kvennafrí? Framkvæmdanefnd um kvennafrí dreifði neðangreindum texta n Vegna þess að vanti starfsmann til illa launaðra og lítils metinna starfa, er auglýst eftir konu. n Vegna þess að meðallaun kvenna við versl- unar- og skrifstofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. n Vegna þess að engin kona á sæti í aðal- samninganefnd Alþýðusambands Íslands. n Vegna þess að mismunur á meðaltekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mánuði. n Vegna þess að bændakonur eru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar. n Vegna þess að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu, sem gegnir húsmóður- starfi „hún gerir ekki neitt - hún er bara heima.“ n Vegna þess að til eru menn með ákvörðunarvald um stofnun dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. n Vegna þess að vinnuframlag kvenna í búrekstri er metið til kr. 175.000 á ári. n Vegna þess að kynferði umsækjenda ræður oft meiru um stöðuveitingu en menntun og hæfni. n Vegna þess að starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.