Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 24.–27. október 2014 Traðkað á Tjáningarfrelsinu n Dómstólar þurfa að taka dóma Mannréttindadómstóls Evrópu alvarlega n Sigur fyrir tjáningarfrelsið n Hanna Birna vill ræða um fjölmiðla Í slenska ríkið brýtur ítrekað á tjáningarfrelsi blaðamanna. Þetta er niðurstaða Mann­ réttindadómstóls Evrópu sem hefur dæmt ríkið skaðabótaskylt í þrígang á síðustu þremur árum vegna meiðyrðadóma sem fallið hafa yfir blaðamönnum hér á landi. Síðastliðinn þriðjudag var íslenska ríkið dæmt til að greiða Erlu Hlyns­ dóttur, fyrrverandi blaðamanni á DV, átta þúsund evrur eða um 1,2 milljónir króna fyrir að brjóta gegn tíundu grein Mannréttindasátt­ mála Evrópu um tjáningarfrelsi en sáttmálinn hefur verið lögfestur á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem Erlu eru dæmdar skaðabætur frá íslenska ríkinu, en Mannréttinda­ dómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að ríkið hefði brotið gegn sömu grein sáttmálans um tjáningarfrelsi í málum þeirra Erlu og Bjarkar Eiðsdóttur, fyrrver­ andi blaðamanns Vikunnar. „Lærdómurinn af þessu máli er fyrst og fremst sá að dómstólar hér á landi þurfa að reyna að haga mati sínu í samræmi við dóm Mann­ réttindadómstólsins í framtíðinni,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins um meiðyrði og tjáningarfrelsi. „Ég fagna þessari niðurstöðu og þetta er mikill sigur sem sýnir að það þarf að festa betur í sessi meginreglur tjáningarfrelsis á ís­ landi,“ sagði Hjálmar Jónsson, for­ maður Blaðamannafélags Íslands, í kjölfar dómsins. Þá sagði Hjálmar þröngan skilning á mikilvægi tján­ ingarfrelsis fjölmiðla margsinnis hafa komið fram í dómum íslenskra dómstóla á umliðnum árum og að þeir hafi þannig lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar í landinu. Það sé óskandi að nú verði breyting á, því tjáningarfrelsið sé hornsteinn lýðræðislegra samfé­ lagshátta og ekkert annað meðal jafn öflugt til að uppræta spillingu og ranglæti. Mögulegar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga eru þyngri á Íslandi en í flestum löndum Evrópu. Umfjöllun um Gumma í Byrginu Erla var dæmd í Hæstarétti Íslands í febrúar 2010 til þess að greiða eiginkonu Guðmundar Jónssonar í Byrginu 400 þúsund krónur fyrir ummæli sem viðmælendur Erlu, þar á meðal ein þeirra stúlkna sem Guðmundur hafði verið dæmdur fyrir að hafa kynferðismök við, höfðu um hana í frétt DV þann 31. ágúst 2007. Hæstiréttur sagði meðal annars að eftirfarandi um­ mæli hefðu gefið til kynna að eigin kona Guðmundar hefði gerst sek um refsivert athæfi, sem væri ekki sannað: „… ekki við hæfi að sú sem veiðir fyrir hann vinni í grunnskóla“. Viðmælendurnir höfnuðu því að rétt hefði verið eftir þeim haft og þar sem upptöku af sam­ tölunum hafði verið fargað komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Erla bæri skaðabótaábyrgð þar sem ekki væri sannað að ummæl­ in væru frá þeim komin. Mann­ réttindadómstóll Evrópu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið á tján­ ingarfrelsi Erlu með þessum dómi enda taldi dómurinn allar líkur á að rétt hefði verið eftir haft. Erfitt mat „Tæknilega þá er matið á mörkum tjáningarfrelsis og friðhelgi einka­ lífs auðvitað flókið eins og sést af lestri dómsins,“ segir Eiríkur Jóns­ son í samtali við DV. „Það eru alls konar sjónarmið sem togast þarna á og margir þættir sem líta þarf til við matið. Í fyrsta lagi er það spurningin um það hvort þetta teljist vera innlegg í þjóðfélags­ umræðuna eða ekki. Svo skipt­ ir máli hvort þetta sé gildisdómur eða staðhæfing um staðreynd. Þá skiptir máli hvort blaðamaðurinn hafi gert þetta í góðri trú og hag­ að sér í samræmi við góða blaða­ mannshætti og í raun geta ýmis önnur atriði skipt máli og oft verið um mjög vandasamt mat að ræða.“ Hann segir helsta muninn á niðurstöðu Hæstaréttar Íslands annars vegar og Mannréttinda­ dómstóls Evrópu hins vegar vera þann, að Hæstiréttur hafi álitið ummælin í blaðinu hafa ver­ ið beina staðhæfingu um stað­ reynd, sem væri ósönnuð, á með­ an Mannréttindadómstóllinn hafi fremur álitið þau gildisdóm. Ekki staðreyndafullyrðing „Það má segja að grundvallar­ munurinn sem skýrir þetta helst sé sá að Hæstiréttur nálgast þessa fullyrðingu um að hún sé að veiða fyrir annan sem beina staðhæf­ ingu um staðreynd, og í rauninni ekki bara staðreynd, heldur sem fullyrðingu um refsiverða hátt­ semi. Afstaða Mannréttindadóm­ stólsins virðist hins vegar vera meira í þá veru að þetta sé ekki hrein staðreyndafullyrðing held­ ur frekar í raun og veru eins og þeir segja, Value based character­ ization of established factual ev­ ent, eða gildishlaðin framsetning á staðreynd sem talin var liggja fyrir, þ.e. um að hún hafi verið þátttak­ andi í þessum kynlífsathöfnum.“ Eiríkur segir almennt ekki auð­ velt að ráða í afmörkunina á stað­ hæfingu um staðreyndir og gildis­ dóma. „Munurinn á þessum tveimur flokkum liggur í megin­ atriðum í því að ef þú viðhefur beina staðreynd og fullyrðir að einhver hafi framið refsivert brot, þá þarftu almennt að sanna það, þótt á því séu undantekningar. Þegar um gildisdóm er að ræða þá nægir hins vegar í rauninni að þú sýnir að þetta eigi sér einhverja stoð í fyrirliggjandi staðreyndum. Þannig að þetta byggir á mismun­ andi sönnunarkröfu og nálgunin er svona mismunandi af því. Það verður hins vegar að segjast eins og er að í sumum tilvikum er ekki auðvelt að átta sig á því í hvorn flokkinn ummæli falla enda eru mörkin á milli flokkanna ekki að öllu leyti skýr.“ Taki niðurstöðuna alvarlega Aðspurður hvort þessi nýlegu dómar Mannréttindadómstóls­ ins í tjáningarfrelsismálum séu ákveðinn áfellisdómur yfir íslensk­ um dómstólum segir Eiríkur: „Ég myndi nú ekki lýsa því þannig. Nú eru menn að draga ýmsar ályktanir um að þetta sé algjör áfellisdómur yfir kerfinu sem slíku en ég er ekki viss um að það sé rétt. Meiðyrða­ kerfið sem slíkt er ekki undir í mál­ inu en hins vegar er þetta til marks um það að Mannréttindadóm­ stóllinn telji að í þessum þrem­ ur tilvikum sé ekki verið að meta mörkin á milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs rétt. Kerfið sem slíkt er í sjálfu sér ekki undir þó að almennt séð telji ég fulla ástæða til að hugað verði að því hvort ekki sé kominn tími til að huga að endur­ skoðun meiðyrðalöggjafarinnar í ljósi breytts umhverfis. Niður­ staðan í þessum ákveðnu málum er hins vegar fyrst og fremst sú að þetta flókna mat sem fer fram í þessum tilvikum hafi ekki farið fram með réttum hætti.“ Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í sam­ tali við fréttastofu RÚV á miðviku­ daginn að íslenskum dómstólum bæri að taka niðurstöðu Mann­ réttindadómstóls Evrópu alvar­ lega: „Íslenskir dómarar þurfa að sjálfsögðu að taka alla dóma Mannréttindadómstóls Evrópu alvarlega og þeir gera það.“ Þrátt fyrir að ekki væri hægt að draga þá ályktun af dómnum að ekki sé litið til mannréttindasáttmálans við dómsúrskurði, ættu dómarar að líta til túlkunar Mannréttinda­ dómstólsins í þessum dómi við túlkun meiðyrðadóma gegn blaðamönnum. „Mannréttinda­ dómstóllinn gerir minni kröfur til heimildarvinnu, eða þeirra heim­ ilda sem blaðamaður styðst við, og ætlar honum ríkara svigrúm, og það er kannski þetta sem íslenskir dómstólar þurfa þá að hafa í huga í framtíðinni við túlkun á þessum dómi,“ sagði Skúli. Ný fjölmiðlalög Eins og fyrr segir var íslenska rík­ ið dæmt fyrir að brjóta á tjáningar­ frelsi þeirra Erlu og Bjarkar Eiðs­ dóttur í tveimur dómum sem féllu árið 2012. Í báðum málum höfðu þær Björk og Erla verið gerðar ábyrgar fyrir ummælum viðmæl­ enda sinna um refsiverða hátt­ semi á nektarstöðum og dæmdar til hárra fjársekta fyrir meiðyrði. Björk fékk tæpar sex milljónir í skaðabætur og Erla um þrjár og hálfa milljón. Í millitíðinni, það er að segja, eftir að dómarnir féllu hér á landi og áður en dómur féll úti í Evrópu voru sett ný fjölmiðla­ lög, en þar er meðal annars kveðið skýrt á um að blaðamaður beri ekki ábyrgð á ummælum viðmæl­ enda sinna sé rétt eftir þeim haft og þeir samþykkja birtingu um­ mælanna. „Það er mín skoðun að ef þetta ákvæði hefði verið í gildi þegar hin málin féllu, þá hefði það leitt til sýknu hér á landi, þannig að það hefði í reynd aldrei komið til þeirra áfellisdóma hér á landi og þar af leiðandi aldrei áfellisdómanna á hendur íslenska ríkinu úti,“ segir Ei­ ríkur Jónsson. Annað sé upp á ten­ ingnum í síðara málinu enda ekki hægt að sanna hvort rétt hafi verið haft eftir miðmælendum þar sem upptaka var ekki til staðar. „Nýi dómurinn horfir öðruvísi við hvað þetta varðar en þar er náttúrulega verið að deila um hvort rétt sé eftir Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Dæmd fyrir ummæli annars Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi blaðamaður Vikunn- ar, vann mál fyrir Mannréttindadómstól Evrópu árið 2012, en hún hafði verið dæmd fyrir orðrétt ummæli viðmælanda síns. Mikill sigur Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir dóminn mikinn sigur sem sýni að það þurfi að festa betur í sessi meginreglur tjáningarfrelsis á Íslandi. „Nú eru menn að draga ýmsar ályktanir um að þetta sé algjör áfellis- dómur yfir kerfinu sem slíku en ég er ekki viss um að það sé rétt. Á rið 1986 var Þorgeir Þorgeir­ son dæmdur fyrir greinar sem hann skrifaði um lög­ regluofbeldi í Morgunblað­ ið þremur árum áður. Var hann dæmdur fyrir skammaryrði, eða móðganir, við opinberan starfs­ mann. En í lögunum kom fram að jafnvel þótt aðdróttunin væri sönnuð gæti hún varðað sektum ef hún væri borin fram á ótilhlýði­ legan hátt. Var Þorgeiri gert að greiða 10 þúsund krónur í sekt auk sakar­ kostnaðar. Þorgeir kærði dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn komst einróma að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn Þorgeiri á 10. grein Mannréttindasátt­ mála Evrópu um tjáningar­ frelsi. Dómurinn hafði meðal annars þau áhrif að stjórnar­ skrá Íslands var breytt. „Stofufélagar þessa unga manns sögðu mér að bæklun hans væri af völdum útkast­ ara og lögreglu. Þessu vildi ég þá ekki trúa svona fyrirvara­ laust og spurði bæði lækna og sjúkralið að þessu. Jú, rétt var það: þarna var komið eitt af fórnardýrum löggæslunn­ ar í næturlífi Reykjavíkur,“ sagði meðal annars í umfjöll­ un Þorgeirs. Þorgeir gegn ríkinu Mátti ekki skrifa um lögregluobeldi jafnvel þótt það væri satt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.