Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 18
Helgarblað 24.–27. október 201418 Fréttir byssurnar voru ekki gjöf heldur keyptar L andhelgisgæslan keypti 250 hríðskotabyssur af norska hernum og borgaði fyrir þær tæpar tólf milljónir íslenskra króna. Þetta staðfesti Dag Rist Aamoth, ofursti í norska hernum, í samtali við DV á fimmtudag. Samningur um kaup á hríðskota- byssunum var undirritaður þann 17. desember síðastliðinn. Byssurnar voru fluttar til Íslands stuttu eftir áramót. Þar með hefur verið afhjúpað að bæði Jóhannes Þór Skúlason, að- stoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og Jón F. Bjart- marz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra lugu að almenn- ingi. Því hefur verið haldið fram af bæði Jóni F. Bjartmarz og Haraldi Johannessen að Landhelgisgæslan hafi haft milligöngu um að koma hríðskotabyssunum í hendur lög- reglunnar. Fjöldi byssa sem lög- reglan hefur fengið hefur verið á reiki. Jón sagði í Kastljósi að um væri að ræða 150 byssur en þegar þeir sátu fyrir svörum á fundi allsherjar- og menntamálanefndar sögðu þeir að um væri að ræða 200–300 byssur. Vopnavæðing hófst með skýrslunni Samkvæmt heimildum DV var gíf- urlegur þrýstingur í byssumálinu af hálfu lögregluyfirvalda á fulltrúa nefndar sem fjallaði um grund- vallarskilgreiningar löggæslu á Ís- landi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland. Sú nefnd skilaði af sér hinni margumtöluðu „Ögmundarskýrslu“. Í fyrstu drögum skýrslunnar, sem virðast hafa verið skrifuð nær alfar- ið af lögreglufulltrúum, var hvatt til vopnavæðingar og talað berum orðum um byssur. Í lokaútgáfu var hins vegar einungis talað um „bún- að“. Skýrslan hefur verið notuð sem rökstuðningur fyrir vopnavæðingu lögreglunnar, til að mynda ítrek- að í viðtali Kastljósi við Jón F. Bjart- marz. Óumflýjanleg niðurstaða er að undirbúningur við vopnavæð- ingu lögreglunnar hafi raunar stað- ið yfir í það minnsta frá árinu 2012. Rekja má málið til núverandi ráðherra Rekja má upphaf skýrslunnar til þingsályktunartillögu sem Gunn- ar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkis ráðherra, lagði fyrir Alþingi þann 4. október árið 2011. Með- flutningsmenn, ásamt Gunnari Braga, voru tólf, allir úr núver- andi stjórnarflokkum og eru fjórir þeirra ráðherrar í dag, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þingsályktunartillagan var svo sam- þykkt, eftir minni háttar breytingar, án mótmæla þann 19. júní 2012. Markmið var líkt og fyrr segir að gera grundvallarskilgreiningu á löggæslu og sömuleiðis að gera lög- gæsluáætlun. Tíu manna nefnd Í kjölfar þess að þingsályktunar- tillagan var samþykkt var skipuðu níu manna nefnd. Eftirfarandi að- ilar sátu í nefndinni: Siv Friðleifs- dóttir alþingismaður, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir al- þingismaður, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Sjöfn Krist- jánsdóttir héraðsdómslögmaður, tilnefnd af þingflokki Hreyfingar- innar, Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur, tilnefnd af þingflokki Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Jónína Rós Guðmunds- dóttir alþingismaður, tilnefnd af þingflokki Samfylkingarinnar, Snorri Magnússon, formað- ur Landssambands lögreglu- manna, tilnefndur af Landssam- bandi lögreglumanna, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, til- nefndur af embætti ríkislögreglu- stjóra, og Skúli Þór Gunnsteinsson lögfræðingur og Þórunn J. Hafstein skrifstofustjóri, tilnefnd af innan- ríkisráðherra. Þórunn var jafnframt formaður nefndarinnar. Almennt orðalag notað til rökstuðnings Niðurstaða nefndarinnar var að setja þrjú atriði í forgang, en tvö þeirra snúast raunar um vopna- væðingu þótt talað sé undir rós. „Forgangsatriði eitt er að fjölga al- mennum lögreglumönnum sem annast útköll og almennt lögreglu- eftirlit og bæta nauðsynlegan bún- að og þjálfun því tengdu,“ segir í skýrslunni. Í fyrstu hljómar þetta almennt en einn helsti rökstuðn- ingur lögreglunnar fyrir vopna- væðingu hefur verið viðbragðstími sérsveitarinnar. Í mörgum tilfell- um þýðir „búnaður“ einfaldlega byssur. Þriðja forgangsatriði er svo að „bæta búnað lögreglu og þjálf- un lögreglumanna“, aftur er talað um búnað sem raunar má líta á sem dulmál fyrir byssur. Búnaður í stað byssa Í frumriti skýrslunnar var þó talað tæpitungulaust og talað um byssur en ekki „búnað“. Við einfalda leit í núverandi skýrslu má ítrekað finna setningar þar sem vitnað er einvörðu til „búnaðar“. Þar má nefna: „fjöldi og þjálfun lögreglu- manna og búnaður þarf að vera í samræmi við þær ógnir sem lög- reglan þarf að takast á við“ og „stytta viðbragðstíma við útköll n Mikill þrýstingur um vopnavæðingu á fulltrúa í „Ögmundarnefndinni“ n Skýrslunni breytt n Landhelgisgæslan flutti inn hríðskotabyssur árið 2011 Atli Már Gylfason Hjálmar Friðriksson atli@dv.is / hjalmar@dv.is Á rið 2011 keypti Landhelgis- gæslan 50 hríðskotabyssur af norska hernum. Fyrir byssurnar greiddi hún 22.314 dollara eða rúmlega tvær og hálfa milljón miðað við gengi um mitt ár 2011. Innflutn- ingurinn er undir liðnum „Military firearms“ eða herbyssur og með fylgir verðið sem Landhelgisgæslan greiddi en það gerir um 50 þúsund krónur á hverja byssa. Þetta kemur fram í tveimur gagnagrunnum sem halda utan um viðskipti á milli þjóða. Annars vegar er um að ræða NISAT, gagna- grunn norska ríkisins sem heldur utan um sölu á vopnum til annarra þjóða, og hins vegar UNcomtrade, gagnagrunn Sameinuðu þjóðanna sem heldur utan um allan inn- og útflutning landa. Innflutningurinn á 150 MP5- byssum fyrir ríkislögreglustjóra er hvorki kominn í gagnagrunn Norð- manna né Sameinuðu þjóðanna og því ekki hægt að vita fyrir víst hvort og þá hvað hafi verið greitt fyrir þær. Eitt er þó víst og það er að Landhelgisgæslan hafi, að beiðni lögreglunnar, haft milligöngu um að útvega lögreglunni búnað frá Norðmönnum. Þetta staðfesti upp- lýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Í viðtali Kastljóss við Jón F. Bjart- marz, yfirlögregluþjón hjá ríkislög- reglustjóra og yfirmann sérsveitar- innar, kom fram að byssurnar hafi verið gjöf frá Norðmönnum og að þessar 150 MP5-byssur sem emb- ættið fékk hafi verið „í sama pakka“ og byssur sem Landhelgisgæslan flutti inn. Miðað við þær útskýr- ingar þá skýtur það skökku við að Landhelgisgæslan borgi fyrir sínar byssur en að ríkislögreglustjóri hafi fengið töluvert meira magn af þeim án þess að greiða krónu fyrir. Þess ber að geta að norska lögreglan, samkvæmt frétt norska miðilsins VG, sóttist eftir þessum sömu byss- um fyrir sitt eigið lögreglulið. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri og Jón F. Bjartmarz, yfir- lögregluþjónn hjá sama embætti, sátu fyrir svörum á fundi allsherj- ar- og menntamálanefndar á mið- vikudaginn. Á fundinum voru þeir spurðir um hversu mikið magn af hríðskotabyssum hafi verið flutt inn til landsins. Svörin þóttu ekki ná- kvæm og töluðu þeir um að á milli 200 og 300 byssur hafi verið fluttar til landsins. DV hefur sent bæði Haraldi og Jóni fyrirspurn vegna innflutnings á hríðskotabyssunum en henni hefur ekki verið svarað. Landhelgisgæslan keypti MP5 á 50 þúsund krónur stykkið n Fluttu inn 50 MP5-hríðskotabyssur árið 2011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.