Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Qupperneq 19
Helgarblað 24.–27. október 2014 Fréttir 19
byssurnar voru ekki gjöf heldur keyptar
n Mikill þrýstingur um vopnavæðingu á fulltrúa í „Ögmundarnefndinni“ n Skýrslunni breytt n Landhelgisgæslan flutti inn hríðskotabyssur árið 2011
S
amkvæmt skýrslu um stöðu
lögreglunnar á Íslandi frá
árinu 2012 þá áttu lögreglu-
embættin á Íslandi 449 vopn
af ýmsum toga. Má þar helst nefna
skammbyssur, en þær voru 254
talsins, og þá næst sjálfvirk vopn
sem voru 60 talsins.
DV hefur óskað eftir upplýsing-
um frá ríkislögreglustjóra um þann
fjölda vopna sem embættið á í dag.
Ekkert svar hafði borist þegar blað-
ið fór í prentun. Það er því aðeins
hægt að miða við tveggja ára gaml-
ar tölur en hægt er að sjá spurn-
ingar sem DV lagði fyrir ríkislög-
reglustjóra í úttekt dagsins.
Aðeins tvö embætti voru skráð
með sjálfvirkar byssur árið 2012
en það voru embætti ríkislög-
reglustjóra með 58 sjálfvirk vopn
og embætti lögreglustjórans á
Suðurnesjum með tvö sjálfvirk
vopn. Vopnaeign lögreglustjórans
á Suðurnesjum tengist alþjóðaflug-
vellinum á meðan vopnaeign ríkis-
lögreglustjóra tengist sérsveitinni.
Ítrekað hafa ráðamenn í lög-
reglunni bent á að verið sé að
endurnýja gamlar hríðskotabyss-
ur sem ávallt hafi verið til og verið
aðgengilegar. Það er beinlínis útúr-
snúningur því þó að vissulega hafi
verið til hríðskotabyssur hér á landi
þá hafi þær eingöngu verið að-
gengilegar sérsveitinni og lögreglu-
mönnum við flugvallareftirlit.
Önnur embætti
höfðu aðeins skamm-
byssur, í örfáum tilfell-
um riffla og haglabyss-
ur. Flestar skammbysur
voru hjá ríkislögreglu-
stjóra eða 78 en á
Suðurnesjum voru
þær 42. Þó ber að
minna á að þetta eru
tölur frá 2012. Í upp-
talningu á vopnaeign
lögreglunnar í skýrslunni er liður
sem nefnist „önnur vopn“ en ekki
er farið nánar út í það hvers konar
vopn það eru. Ríkislögreglustjóri
á til að mynda 9 „önnur vopn“ á
meðan lögregluembættið á Akur-
eyri á 4 „önnur vopn.“
Fæst vopn á Sauðárkróki
Lögregluembættið á Sauðárkróki
á fæst vopn eða þrjú talsins, allt
skammbyssur. Á eftir Seyðisfirði
koma embættin á Sauðárkróki,
Húsavík og í Vestmannaeyjum
með fimm vopn hvert. Embætti
ríkislögreglustjóra á flest vopn og
eru þau 202 talsins. Á eftir þeim
kemur embætti lögreglustjórans
á Suðurnesjum með 52 vopn og
embætti lögreglustjórans á höfuð-
borgarsvæðinu með 41.
Jón F. Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn ríkislögreglustjóra og yfir-
maður sérsveitarinnar, hefur sagt
í fjölmiðlum að um hefðbundna
endurnýj-
un á vopna-
búnaði lög-
reglunnar sé að
ræða. Þá hefur
hann, máli sínu
til stuðnings, vísað í þessa
skýrslu frá árinu 2012 og fjallað
um stöðu lögreglunnar. Ef litið er
einmitt á þessa skýrslu og bornar
eru saman tölur um sjálfvirk vopn
árið 2012 og 2014 þá kemur í ljós
að fjölga á MP5-byssum um nærri
því 200% – úr 60 vélbyssum í 150.
Vildu endurnýja ónothæfan
skrifstofubúnað
Í skýrslunni, sem lögregluyfirvöld
vonuðust til að myndi knýja fram
úrbætur, er fjallað um búnað lög-
reglunnar en þó er hvergi minnst
á að byssur séu úreldar, eins og
fram hefur komið í máli fjölmargra
lögreglumanna. Þar er aðeins rætt
um að skrifstofubúnaður sé úr sér
genginn.
„Eignakaup og endurnýj-
un búnaðar í algjöru lágmarki.
Á sumum stöðum eru fyrirliggj-
andi athugasemdir og lokafrest-
ir frá Vinnueftirliti vegna lélegs/
ónothæfs skrifstofubúnaðar o.fl.
Búnaður lögreglu til sjóbjörgunar
hefur ekki verið endurnýjaður og
fleira mætti nefna,“ segir í skýrsl-
unni.
Vopnaeign lögreglunnar árið 2012 eftir embættum
Skammbyssur: Rifflar: Sjálfvirk vopn: Haglabyssur: Önnur vopn: Samtals:
RLS 78 30 58 27 9 202
LRH 28 5 8 41
LSR 18 1 3 22
Suðurnes 42 2 5 3 52
Akranes 7 1 1 9
Borgarnes 9 1 2 12
Snæfellsnes 6 3 9
Vestfirðir 10 1 1 3 15
Blönduós 3 2 5
Sauðárkrókur 3 3
Akureyri 19 3 4 4 30
Húsavík 3 2 5
Seyðisfjörður 5 3 8
Eskifjörður 9 1 1 3 14
Vestmannaeyjar 4 1 5
Hvolsvöllur 6 2 8
Selfoss 4 1 4 9
Samtals: 254 37 60 48 50 449
Hvað á lögreglan mikið af vopnum?
Áttu 60 sjálfvirk vopn á öllu landinu árið 2012
Spurningar
DV til ríkislög-
reglustjóra
Enn hafa engin svör borist við
fyrirspurnum DV
Við vinnslu DV á fréttinni um vopna-
væðingu íslensku lögreglunnar var haft
samband við ríkislögreglustjóra, innan-
ríkis- og dómsmálaráðuneytið. Þessir
aðilar fengu hnitmiðaðar spurningar
sem sneru að innflutninginum á 150
MP5-hríðskotabyssum til landsins.
Engin svör bárust við spurningunum. DV
hefur nú aftur sent spurningar á ríkislög-
reglustjóra og er nú meðal annars spurt
um fjölda vopna í eigu embættisins. Einu
tölurnar sem liggja fyrir um fjölda vopna
í eigu lögreglunnar eru frá árinu 2012.
Spurningar sem lagðar voru fyrir Harald
Johannessen, ríkislögreglustjóra og
Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjón
hjá ríkislögreglustjóra og yfirmann
sérsveitarinnar:
1. Í skýrslu frá árinu 2012, þar sem fjallað
er um stöðu lögreglunnar, þá kemur
fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi
yfir 202 vopnum að ráða, þar af væru
78 skammbyssur og 58 sjálfvirk vopn.
Hver er staðan á fjölda vopna í eigu
ríkislögreglustjóra í dag? Það væri gott
ef hægt væri að fá svipaða sundurliðun
og birtist í skýrslunni.
2. Hvenær var sú ákvörðun tekin að
flytja inn/þiggja vopnin af norska hern-
um? Hver tók þá ákvörðun og í samráði
við hvern var hún tekin?
3. Hvenær fór sú vinna af stað hjá RLS
að útvega umræddar MP5-byssur?
4. Talað er um endurnýjun á vopnabún-
aði lögreglunnar – hvaða vopn er verið
að endurnýja nákvæmlega? Hversu
mörgum byssum verður fargað?
5. Í skýrslunni er vikið að sérstöðu ríkis-
lögreglustjóra hvað varðar vopnaeign og
hún sögð helgast af sérsveit ríkislög-
reglustjóra – er ekki verið að breyta
þessari sérstöðu með því að bjóða öllum
embættum upp á þessar MP5-byssur
sem voru fluttar inn til landsins?
6. Fram hefur komið í viðtölum við bæði
almenna lögreglumenn og yfirlögreglu-
þjón RLS að MP5-byssan sé mun ör-
uggari en Glock-skammbyssan. Hvaðan
er sá samanburður fenginn?
7. Embætti RLS fullyrðir að ekki sé um
að ræða eðlisbreytingu á vopnaburði
lögreglumanna – hvernig er ekki hægt
að líta á það sem eðlisbreytingu á
vopnaburði þegar öllum embættum
bjóðast nú MP5-byssur þegar aðeins
lögreglan á Suðurnesjum (þá vænt-
anlega vegna Keflavíkurflugvallar) og
ríkislögreglustjóri höfðu aðgang að
þessum vopnum áður?
8. Hvað voru nákvæmlega margar
byssur fluttar inn til landsins?
9. Voru einhverjar byssur fluttar inn á
árinu 2013?
10. Hvernig kemur Landhelgisgæslan að
þessum innflutningi fyrir RLS?
og styrkja hana til þess að takast
á við erfið verkefni með aukinni
þjálfun og auknum búnaði“. Í ljósi
málflutnings yfirmanna lögreglu
síðastliðna daga er fyrst og fremst
verið að tala um byssur.
Stýrt af ópólitískum nefndar-
mönnum
Heimildir DV herma að þrátt fyrir
að nefndin hafi verið að nafn-
inu til þverpólitísk þá hafi raun-
ar allt nefndarstarf sem og skýr-
slugerð verið í höndum ópólitísku
nefndarmannanna, Snorra Magn-
ússonar, Haralds Johannessen,
Skúla Þórs Gunnsteinssonar, og
formannsins Þórunnar J. Hafstein.
Heimildir DV herma að þessir að-
ilar hafi skilað af sér frumútgáfu
skýrslunnar þar sem talað var um
byssur. Sumir nefndarmenn hafi
hins vegar mómælt því og þannig
var farið að tala um „búnað“ en
ekki byssur. Heimildir DV herma
að á fundum hafi enn fremur verið
talað um skotvopn.n
M
ér finnst þetta bara alveg
svakalegt. Maður fyllist
bara hrolli,“ segir Sigríður
Ósk Jónasdóttir, systir
Sævars Rafns sem lést í átökum við
lögregluna á heimili sínu í Hraun-
bæ fyrir tæpu ári. Hún telur að lög-
reglumenn á Íslandi séu ekki nægi-
lega agaðir til að hafa aðgang að
hríðskotabyssum.
„Mér finnst íslenskir lögreglu-
menn ekki vera í stakk búnir til
þess að bera vopn. Þeir eru ekki
með þá þjálfun sem þeir þurfa að
vera með. Þeir eru bara ekki nógu
agaðir eins og hefur sýnt sig. Mér
finnst að í ljósi þess sem búið er að
gerast, bæði í Hraunbæ og öðrum
málum, – hvernig lögreglan bregst
við, að þeir hafi ekki stjórn á sér.
Maður spyr sig bara hvað gerist ef
þeir fá byssur. Þeir hljóta að þurfa
sérstaka þjálfun og að vera agaðir
til að geta borið þessi vopn. Ég er
ekki að tala um alla lögreglumenn
en það eru þarna inni á milli menn
sem hafa ekki aga til að bera vopn,“
segir Sigríður.
Hvað varðar mál bróður síns
segir hún að lögreglan hafi gert
alvarleg mistök. „Þar gera þeir
bölvað vitleysu í upphafi, þegar
það var komið í gang var ekki aftur
snúið,“ segir Sigríður.
Í umræðunni um vopnavæð-
ingu lögreglunnar hefur komið
tals að fram til þessa hafi sérsveitin
einungis haft aðgang að sjálfvirkum
byssum. Sérsveitarmenn þurfa
reglulega að fara í álagspróf þar
sem sálrænt ástand þeirra er metið.
„Mér finnst það ekki spurning að
það ætti að láta almenna lögreglu-
menn fara í það. Það ætti algjörlega
að fylgja með.“
Gunnar Bragi Sveinsson
Rekja má upphaf skýrslunnar til þingsálykt-
unartillögu sem Gunnar Bragi Sveinsson,
núverandi utanríkisráðherra, lagði fyrir
Alþingi þann 4. október árið 2011.
Systir Sævars: „Maður fyllist bara hrolli“
Jón F. Bjartmarz Yfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglu-
stjóra flutti inn, fyrir hönd
embættisins, 150 MP5-hríð-
skotabyssur. Hann segir þær
öruggari en skammbyssurnar
sem embættin eiga nú þegar.
Mynd SkJáSkot úR kaStlJóSi