Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 25
Umræða 25
Það voru stór
mistök
Ágúst Jenson bað leigjanda ekki um meðmæli. – DV
Helgarblað 24.–27. október 2014
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Hin frónska bylting í friði háð
N
ú verðum við Íslendingar
að vona að aðrar vinveittar
þjóðir feti í fótspor norskra
vina okkar og ættingja, og
gefi okkur eitthvað bitastæðara
en vélbyssur. Reyndar tel ég hollt
fyrir okkur, hvert og eitt, að taka
afstöðu til þess hvort löggur eigi
að vera með tætara í vinnunni.
Kannski gætu einhverjir vina okk
ar í Afríku gefið okkur jarðsprengj
ur. Og einhverjir vina okkar á
Arabíuskaganum gætu þá kannski
gefið okkur efnavopn. En talandi
um efnavopn, þá hefur mér skilist
á okkar göfuga forsætisráðherra,
að í raun og veru sé allt fólk
ið í nágrannalöndum okkar með
pípandi niðurgang eða pípandi
munnræpu, nema hvort tveggja
sé. Og ku ástæðan vera sú, að allt
þetta fólk lifir á eitruðum mat.
Vinir okkar og frændur Norð
menn eru sem sagt að senda okk
ur vopn. Og segir þetta okkur
ekki nákvæmlega það eitt, að nú
sé kominn tími til að við gerumst
eitt af fylkjum þessa ríka lands. Já,
kannski er kominn tími til að öll
ríki Evrópu gangi í Noreg, jafnvel
öll ríki heimsins. Eða ættum við
kannski að ganga í Færeyjar; þar
er löggan vopnuð. Kannski ættu
öll ríki heimsins að ganga í Fær
eyjar eða Grænland.
Sko, nú ætla ég að segja ykk
ur allan sannleikann, samkvæmt
minni skilgreiningu á honum:
Hvítflibbaríkisstjórnin þarf að
vopnvæðast fyrir næstu bús
áhaldabyltingu. Ekki geta þeir
Knoll og Tott boðið okkur að
ganga Evrópusambandið, því þá
myndum við þurfa að þola jöfn
uð. En slíkt mega framagosar og
sjálfgræðismenn ekki leyfa. Ís
land verður að byggja afkomu
sína á heimskri millistétt og enn
þá heimskari lágstétt, sem er æfð
í því að troða silkipúðum undir
rassa hálauna auðvaldsklíku sem
öllu fær að ráða, vegna þess að
hinar heimsku stéttir leyfa þeim
það.
Íslensk þjóð ætlar um aldur
og ævi að taka fagnandi því fólki
sem virkilega kann að auka á alla
misskiptingu; fagna þeim stjórn
málamönnum sem passa það
betur en sjáöldur augna sinna
að valdníðsla fái að grassera, að
inngróin heimska verði einsog
ólæknandi sjúkdómur í blessuðu
þjóðarsálartetrinu.
Að vopnbúast er bara einn
liðurinn í hervæðingu auðvalds
ins gegn uppivöðsluseggjum
frónsku byltingarinnar; þeirra ís
lensku afla sem heimta að þjóðar
kökunni sé skipt af réttlæti. Ekk
ert er auðvaldinu hvassari þyrnir í
augum en hugsandi fólk sem talar
um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Já, kæru vinir, það hefur eigin
lega ekkert gerst síðan 1789. n
Frónska þjóðin eflaust er
afar veik á geði
ef vopnaskak í veröld hér
veitir henni gleði.
H
inn 20. október 2012 var
haldin þjóðaratkvæða
greiðsla um tillögur stjórn
lagaráðs að nýrri stjórnar
skrá.
Tilgangur þjóðaratkvæðagreiðsl
unnar var að fá fram vilja almenn
ings til gagngerrar endurskoðunar á
stjórnarskránni og hvort þær tillög
ur sem stjórnlagaráð hafði lagt fram
sumarið 2011 endurspegluðu vilja
þjóðarinnar. Í ljós kom að tveir þriðju
hlutar þeirra kjósenda sem afstöðu
tóku studdu tillögurnar í heild sinni.
(Það er sama hlutfall og skoðana
könnun MMR hafði sýnt vorið 2012.)
Auk þess voru 5 sértækari spurningar
á kjörseðlinum um náttúruauðlindir,
þjóðkirkjuna, persónu kjör, atkvæða
vægi og þjóðaraðkvæðagreiðslur
að frumkvæði kjósenda. Kjósendur
fengu þannig tækifæri til að tjá vilja
sinn varðandi þessi tilteknu álitamál
sérstaklega, óháð því hvernig þeir
svöruðu fyrstu spurningunni um til
lögurnar í heild sinni.
Nú, tveimur árum síðar, bólar
enn ekkert á viðbrögðum Alþingis
við afgerandi niðurstöðum þjóðar
atkvæðagreiðslunnar. Það er líkast
því að þingmenn telji nýju stjórnar
skrána sér óviðkomandi, slík er
þögnin um málið á Alþingi. Samt
er það svo að samkvæmt gömlu
stjórnar skránni þarf að samþykkja
stjórnarskrárbreytingar á tveimur
þingum með kosningum á milli til að
ný stjórnarskrá taki gildi. Málið er í
sjálfheldu þar sem að valdhafar telja
sig hafa annað þarfara að gera en að
færa aukið vald til kjósenda líkt og
tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir.
Því eru góð ráð dýr.
Deilumálum skotið á frest
En til hvers þurfum við á nýrri
stjórnar skrá að halda? Hefur sú
gamla ekki reynst okkur ágætlega?
Í áhugaverðri samantekt, Þrjóskar
staðreyndir um stjórnarskrána, rek
ur sagnfræðingurinn Guðni Th. Jó
hannesson nokkur atriði sem vert er
að rifja upp varðandi tilurð lýðveld
isstjórnarskrárinnar frá árinu 1944.
Þar tínir hann m.a. til ummæli al
þingismanna úr öllum flokkum á Al
þingi sem sýna að hún var einungis
hugsuð til bráðabirgða. Öll áherslan
var sett á stofnun lýðveldisins og því
var umræðu um erfið deilumál sem
ágreiningi gætu valdið einfaldlega
slegið á frest. Þingmenn Sjálfstæðis
flokksins töluðu beinlínis um bráða
birgðastjórnarskrá sem tekin yrði til
gagngerrar endurskoðunar og sama
gerðu lögspekingar þess tíma, þ.á.m.
Ólafur Jóhannesson, síðar formaður
Framsóknarflokksins.
En fimm árum síðar bólaði
enn ekkert á nýju stjórnarskránni
sem þjóðinni hafði verið lofað og í
nýársávarpi sínu 1949 kvartaði fyrsti
forseti Íslands undan seinagangin
um og hvatti þingheim til dáða:
„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofn
un lýðveldisins, rofar ekki enn fyrir
þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér
þurftum að fá sem fyrst og almennur
áhugi var um hjá þjóðinni og stjórn
málaleiðtogunum, að sett yrði sem
fyrst. Í því efni búum vér því ennþá
við bætta flík, sem sniðin var upp
runalega fyrir annað land, með öðr
um viðhorfum, fyrir heilli öld. …
Vonandi dregst eigi lengi úr þessu
að setja nýja stjórnarskrá.“
Tíminn líður hratt
Í ár eru sjötíu ár liðin síðan bráð
birgðastjórnarskráin var samþykkt
með því fororði að hún yrði fljót
lega tekin til gagngerrar endur
skoðunar og að ný og endurskoðuð
stjórnarskrá liti dagsins ljós. Að
vísu hafa smávægilegar breytingar
verið gerðar, en flestar hugmyndir
um gagngera endurskoðun, nýja
stjórnarskrá, hafa hins vegar dagað
uppi í meðförum óteljandi stjórn
arskrárnefnda skipuðum fulltrúum
stjórnmálaflokka á Alþingi. Tillögur
um stjórnarskrárvarinn eignarrétt
þjóðarinnar á auðlindum hafa t.d.
reglulega skotið upp kollinum síð
astliðin 50 ár en alltaf verið kæfðar í
meðförum þingsins. Við þetta verð
ur ekki lengur unað enda lifum við
nú á 21. öldinni, á tímum þar sem
fjársterkir og áhrifamiklir aðilar svíf
ast einskis til að söðla undir sig auð
lindir, spilla náttúru og umhverfi og
halda mikilvægum upplýsingum frá
almenningi.
Stjórnvöld skipuðu enn eina
stjórnarskrárnefndina árið 2013 til
að fjalla um endurskoðun stjórnar
skrárinnar og hefur sú nefnd sent
frá sér áfangaskýrslu. Óskað var eft
ir umsögnum og viðbrögðum fólks
við skýrslunni og sendu um 100 að
ilar inn athugasemdir. Langflestar
athugasemdanna voru á þann veg
að Alþingi bæri skýlaust að virða
afgerandi niðurstöður þjóðar
atkvæðagreiðslu sem það sjálft
boðaði til. Lýðræðið verður að hafa
í heiðri og ekki má leyfa að sérhags
munir ræni völdum frá almenn
ingi. Nýja stjórnarskráin er forsenda
þess að þjóðfélagið geti orðið rétt
látt og mannbætandi fyrir okkur öll.
Við hvað eru stjórnmálaflokkarnir
hræddir?
Við látum aðfararorð frumvarps
stjórnlagaráðs slá tóninn. „Við sem
byggjum Ísland viljum skapa réttlátt
samfélag þar sem allir sitja við sama
borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar
heildina og saman berum við
ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og
sögu, náttúru, tungu og menningu.
Ísland er frjálst og fullvalda ríki með
frelsi, jafnrétti, lýðræði og mann
réttindi að hornsteinum. Stjórnvöld
skulu vinna að velferð íbúa lands
ins, efla menningu þeirra og virða
margbreytileika mannlífs, lands og
lífríkis. Við viljum efla friðsæld, ör
yggi, heill og hamingju á meðal okk
ar og komandi kynslóða. Við ein
setjum okkur að vinna með öðrum
þjóðum að friði og virðingu fyrir
jörðinni og öllu mannkyni. Í þessu
ljósi setjum við okkur nýja stjórnar
skrá, æðstu lög landsins, sem öllum
ber að virða.“
Er ekki kominn tími til að við Ís-
lendingar hristum af okkur slenið og
krefjumst þess að fá nýja al-íslenska
stjórnarskrá sem ákveðið var árið
1944 að þessi unga og bjartsýna þjóð
fengi við fyrsta tækifæri?
Stjórnarskrárfélagið
Ný stjórnarskrá
„Langflestar
athugasemdanna
voru á þann veg að Al-
þingi bæri skýlaust að
virða afgerandi niður-
stöður þjóðaratkvæða-
greiðslu sem það sjálft
boðaði til.
MynD SigTryggur Ari JóHAnnSSon
Stjórnarskrárfélagið Ástrós Signýjardóttir,
Sigurður H. Sigurðsson og Sigríður S. Ólafsdóttir.
Kjallari
Ótrúlega
góðar fréttir
Blaðakonan Erla Hlynsdóttir sigraði ríkið aftur. – DV
Hann er til þess
að drepa
Bubbi Morthens segir tilgang vélbyssa þann að drepa fólk. – Virkir morgnar
Mest lesið
á DV.is
1 „Ég held að ég hafi átt ótrúlega góða ævi“
Berglind Guðmundsdóttir greindist með
brjóstakrabbamein fyrir tæpum sjö árum
og háði hetjulega baráttu við sjúkdóm-
inn allt fram á síðasta dag, en hún lést
þann 17. október. Hún hafði tjáð sig um
baráttuna í einlægu viðtali við DV.
55.903 hafa lesið.
2 Hanna Birna um vopna-væðingu:„Lögreglan
verður að geta gripið til
slíks“ DV rifjaði upp ummæli Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi
dómsmálaráðherra, í desember í fyrra
um aukna heimild lögreglunnar til
vopnaburðar. Sagði hún nauðsynlegt
að lögreglan gæti gripið til vopna
gerðist þess þörf. Tveimur dögum áður
hafði lögreglan skotið mann til bana í
Hraunbæ.
38.618 hafa lesið.
3 Ástfangin í Mónakó Tískugyðjan, fatahönnuðurinn
og blaðamaðurinn Marín Manda Magn-
úsdóttir skellti sér til örríkisins Mónakó
með kærastanum sínum, knattspyrn-
umanninum Arnari Gunnlaugssyni, á
dögunum.
34.564 hafa lesið.
4 Lögreglan vopnast með leynd Forsíðuafhjúpun DV
um vopnavæðingu almennra lögreglu-
manna á Íslandi með MP5-hríðskota-
byssum og Glock-skammbyssum setti
þjóðfélagið á hliðina.
34.365 hafa lesið.
5 Verslunarskólinn taki sömu afstöðu gegn
mannfyrirlitningu og áfeng-
isneyslu Vigdís Perla Maack skrifaði
um þáttinn Rjómann sem nemendur við
Verslunarskóla Íslands framleiða. Hafði
hún ýmislegt við hann að athuga.
31.979 hafa lesið.