Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 30
Helgarblað 24.–27. október 201430 Fólk Viðtal
í þessu starfi en ég myndi aldrei
vinna þetta öðruvísi.“
Pabbi kominn aftur
Mummi á sex börn með fimm kon
um. Elsta barnið er 35 ára en yngsta
tíu og barnabörnin eru orðin sex.
Elsta dóttir hans var orðin 16 ára
þegar þau kynntust en hvorugt hafði
vitað um tilvist hins.
Hann játar því að síðustu ár hafi
einnig reynt á fólkið hans. „Ég var
einstæður faðir þegar þetta gerðist
og þessi árás á mig hafði áhrif á son
minn. Ég var ekki til staðar eins og
ég hefði viljað og hafði minni þolin
mæði gagnvart börnunum mínum.
Ég dró mig inn í skel og hélt mig frá
umheiminum.
Börnin mín heyrðu allar sögurn
ar og spurðu mig út í þetta. Það var
ekki til að minnka skömmina. Ég
vissi samt alltaf að fólkið mitt væri
í mínu liði enda stóð það með mér.
En það var erfitt fyrir þau að sjá
pabba sinn týndan.
Þetta var rosalega erfitt. Al
gjört svartnætti. Ég fór ekki niður í
bæ. Ég skammaðist mín svo mikið.
Fólk þekkti á mér andlitið. Ég fékk
alls konar kommment frá ókunn
ugu fólki og hvernig það horfði á
mig breytti mínu tilfinningalífi. Mér
fannst ég sekur. En nú, mörgum
árum seinna, liggur þetta á borðinu
og pabbi er kominn til baka. Þau eru
ánægð með þennan dóm. Það er
búið að fagna mikið.“
Þrátt fyrir að eiga gott samband
við börnin sín í dag segist hann hafa
brugðist þeim elstu í byrjun. „Ég var
hvorki hæfur né til staðar fyrir þau.
Ég kunni þetta ekki; hafði enga fyrir
mynd, sem er ekki afsökun heldur
útskýring. Allt í einu var ég orðinn
að pabba mínum. Sá sem yfirgaf
okkur og ég beið eftir á sunnudög
um að hann kæmi, sem hann gerði
yfirleitt ekki. Ég var engan veginn til
staðar fyrir þessa krakka.
Í dag á ég í góðu sambandi við
börnin og hef fyrirgefið sjálfum
mér. Ég veit samt að ég get orðið
stærri maður, það er þessi sektar
kennd sem fylgir foreldrahlutverk
inu. Annars er ég bara svo rosalega
hreykinn af börnunum mínum. Þau
eru öll að standa sig og finna sér
sinn farveg í lífinu.“
Mamma lést á Spáni
Bæði faðir og móðir Mumma eru
látin. Mamma hans lést þegar hún
féll niður af svölum á Spáni árið
2002 og var sambýlismaður hennar
dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.
„Ég trúi því að allir foreldrar geri sitt
besta. Við erum hins vegar mishæf.
Mamma var yndisleg kona en hún
var ekki til staðar fyrir mig, hvorki
tilfinningalega né á öðrum svið
um. Hún átti nóg með sitt. Hún var
afrakstur af sinni fortíð og af þeirri
kynslóð sem stígur ekki út og biður
um hjálp, því miður. Við spjölluð
um mikið saman í seinni tíð og í dag
veit ég að hennar fortíð er síst betri
en mín. Hún átti svo sannarlega sína
drauga. Og pabbi líka. Svona getur
þetta gengið í félagslegar erfðir.
Við mamma vorum orðnir ágæt
is vinir í lokin. Hún var komin á betri
stað, hafði kynnst þessum manni og
var mjög skotin. Ég trúi ekki að hann
hafi ætlað að hrinda henni. Hún
var á háum hælum, undir áhrifum
áfengis og handriðið var lágt. Hann
ætlaði að komast fram hjá henni og
hún dettur niður þrjár hæðir,“ segir
hann og bætir við að það hafi verið
mjög sorglegt að missa hana með
þessum hætti. „Allt í einu birtist
prestur á sunnudagsmorgni heima.
Þetta var mjög erfitt. En ég geymi
brosið hennar í huganum frá því við
kvöddumst og vildi því ekki sjá hana
í kistunni.
Ég er þakklátur fyrir það góða
sem hún gaf mér. Og eins pabba, ég
er þakklátur að hafa náð að kynnast
honum aðeins áður en hann fór og
fyrir að hafa fengið það fallega frá
honum. Pabbi var mikill djókari,
var alltaf með húmorinn á lofti og
varði sig með húmor. Við náðum að
fíflast saman, samband okkar var
aldrei dýpra en það en ég er sáttur
við það.“
Aðspurður segist hann ekki bera
kala til stjúpföður síns. „Hann var
algjör fauti en hann er orðinn full
orðinn í dag. Ég þekki hann ekki
lengur. Það eru engin samskipti og
ég vil ekki hafa þá orku nálægt mér.“
„Sökker“ fyrir ástinni
Mummi neitar því ekki að vera um
deildur maður. „Ég er mjög ýktur,
ég fer alltaf alla leið í öllu sem ég
geri og hef örugglega fengið all
ar dellur sem hægt er að fá. Ég er
bara ástríðufullur,“ segir hann bros
andi en bætir svo við að hann hafi
einnig fengið ADHDgreiningu fyrir
tveimur árum. „Ég hef verið úthróp
aður kvennabósi, framhjáhaldari og
sakaður um að berja konur. Það er
alveg rétt að ég er algjör sökker fyrir
ástinni og ég hef alltaf þráð öryggi
heimilis en ég hef aldrei lagt hendur
á konur og aldrei haldið framhjá. Ég
er svo „loyal“, ef eitthvað þá hef ég
þraukað allt of lengi í ónýtum sam
böndum.“
Fyrir tæpum tveimur árum fann
hann ástina að nýju. Kærastan, Sig
rún Eva, er félags og afbrotafræðing
ur og ætlar að vinna með honum í
Götusmiðjunni. Þegar þau fóru að
rugla saman reytum varð uppi fót
ur og fit enda Mummi stimplaður
ofbeldismaður. „Hún var vöruð við
mér, meðal annars í þriggja blað
síðna vélrituðu bréfi. En hún hlust
aði ekki á slíkt. Sigrún Eva tekur sínar
sjálfstæðu ákvarðanir. Hún hefur of
urtrú á mér og styður mig 100%.
Bæði hún og aðrir í kringum mig
hafa sagt mér að drífa mig aftur af
stað og þar sem ég vissi að dómur
inn væri á leiðinni og að hann
myndi falla mér í vil sagði ég bara
„fuck it“. Hjarta mitt slær með þess
um krökkum á götunni. Þess vegna
er ég að fara aftur af stað. Það er eina
ástæðan. Ekki er það út af launun
um.“
Önnur hjartaþræðingin
Mummi og Sigrún Eva, sem eiga
samanlagt 11 börn, ætla að gifta
sig næsta vor en það var hún sem
bað hans. „Hún gifti sig ung og það
hjónaband átti að vera fyrir lífstíð.
Hún hafði tilkynnt mér að hún ætl
aði aldrei að gifta sig aftur. Ég hafði
því flautað það út af borðinu. Hún
kom mér því mjög á óvart. Þetta
var yndisleg stund og viðkvæm. Ég
elska þessa konu út af lífinu.“
Þau Eva Sigrún eru að taka heils
una í gegn en Mummi hefur átt við
heilsubrest að stríða. Eins og frægt
er fékk hann hjartaáfall í fimmtugs
afmæli sínu árið 2008. Eftir það fór
hann í hjartaþræðingu og hefur ver
ið á góðu róli. „En svo fyrir mánuði
síðan fór ég að finna fyrir óþægind
um. Konan dröslaði mér á Hjarta
gáttina. Ég fór aftur í þræðingu en
þá lokuðust tvær litlar æðar sem var
mjög vont, ég upplifði hjartaáfall
ið aftur. Þá helltist raunveruleikinn
yfir mig.
Ég var ekkert hræddur í fyrra
skiptið. Þá vissi ég að minn tími
væri ekki kominn. En eftir seinni
þræðinguna var ég hræddur. Ég
hugsaði; verður þetta virkilega
svona? Eftir allt sem á undan hefur
gengið, dey ég úr asnalegu hjarta
dóti uppi á Hjartagátt?
Ég á eftir að gera svo mikið. Ég vil
ekki fara núna. Enda höfum við gert
samning, ég og konan. Við borðum
hollt og reynum að ganga. Annars
er ég alltaf þreyttur enda stutt síð
an þetta gerðist. Ég er enn að jafna
mig. Ég er bara svo ýktur og kann
ekki að stoppa. Það vantar í mig
stopparann.“
Hugsjónin eina vopnið
Mummi, sem hefur rétt aftur úr sér
eftir að hafa verið barinn niður, seg
ist aldrei hafa tapað hugsjóninni.
„Ég lokaði á hugsjónina árið 2010 í
mínum sársauka og skömm yfir því
hvernig ég var tekinn af lífi. En með
dómnum fékk ég uppreisn æru.
Mér er sama þótt ég standi með
stórt fjárhagslegt tjón. Hugsjónin
var alltaf mitt eina vopn. Kannski
er ég alltaf að passa upp á Mumma
litla, eflaust, en ég er góður í þessu.
Ég kann að tengjast þessum börn
um. Þetta er það sem ég kann og
get.“ n
„Hún var
á háum
hælum, undir
áhrifum áfeng-
is og handriðið
var lágt.
Ástfangin Mummi
og Sigrún Eva ætla
að gifta sig næsta
sumar. Mynd Sigtryggur Ari