Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 34
Helgarblað 24.–27. október 201434 Neytendur
Fimmfalt dýrara
að panta sér pítsu
n Bakaðu eigin útgáfu af pítsu á matseðli fyrir aðeins 555 krónur n Sparar þúsundir króna
Þ
að getur verið þægilegt að
rífa upp símann og panta
sér gómsæta pítsu þegar
andann til að laga kvöld
mat fyrir fjölskylduna skort
ir í lok vinnudags. En fæstir hafa
þó krufið hversu mikið greitt er fyr
ir þau þægindi að losna undan því
að laga einfalda heimabakaða pít
su. DV ákvað að kryfja málið og leið
ir úttekt DV í ljós að allt að 138 pró
sentum munar á verði vinsællar
pítsu af matseðli Domino's og inni
haldsefna í sömu pítsu í Bónus.
Það er sáraeinfalt að hnoða í pítsu
botn, og þegar þú bakar þína eigin
pítsu stýrir þú matseðlinum, magni
áleggs og innihaldsefnin duga oftar
en ekki í fleiri en eina, jafnvel fleiri en
tvær pítsur. DV ákvað að taka tvær vin
sælar pítsur af matseðli Domino's og
endurgera þær frá grunni úr ódýrustu
fáanlegu innihaldsefnum úr Bónus.
Rýnt í verðið
Í könnun DV voru keypt helstu
innihaldsefni til að búa til botn,
pítsusósa, rifinn ostur og svo áleggs
tegundir viðkomandi pítsa frá Dom
ino's. Sá pítsustaður varð fyrir valinu
vegna þess að keðjan er líklega sú
umsvifamesta á Íslandi, nýtur mik
illa vinsælda og verð ásættanlegt.
Líklega er hægt að fá ódýrari píts
ur annars staðar en án nokkurs vafa
má finna staði sem eru dýrari. Ekki
er tekin afstaða til gæða, heldur að
eins litið á verð og innihaldsefni.
DV fann einfalda og álitlega upp
skrift að pítsubotni á netinu þar sem
aðeins þarf um 500 grömm af hveiti,
Stór Svepperoni Domino's
Álegg: Pepperóní og sveppir
Stór Domino's Surprise
Álegg: Pepperóní, skinka, rjómaostur, jalapeno,
hvítlaukur, svartur pipar, sveppir.
2.549 kr.
3.049 kr.
Þetta kostar hráefnið Hveiti: 1 kg - 95 kr.
Dugar í 2 pítsur.
Sveppir: 250 gr
279 kr.
Dugar í 2–3 pítsur.
Þurrger: 2 x 12 gr - 82 kr.
Dugar í 2–4 pítsur.
Skinka: 237 gr
198 kr.
Dugar í 2–3 pítsur.
Pítsusósa: 430 gr - 198 kr.
Dugar í u.þ.b. 3 pítsur.
Rifinn ostur:
200 gr - 198 kr.
Dugar í 2 pítsur.
Rjómaostur:
125 gr - 205 kr.
Dugar í 2 pítsur.
Pepperóní: 155 gr - 398 kr.
Dugar í 2–3 pítsur. Hvítlaukur: 250 gr - 139 kr.
Dugar í a.m.k. 20 pítsur.
Verð alls: 1.792 kr.
Verð á pítsu: 826,5 kr.*
*Miðað við að
tvær drekkhlaðnar
pítsur fáist úr
innihaldsefnunum og
þau séu öll notuð á
báðar, að hvítlauknum
undanskildum.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
555 kr. 479 kr.
einn pakka af þurrgeri, örlítið salt og
smá olíu en flestir eiga þetta tvennt
síðastnefnda uppi í skáp og er það
því ekki tekið með í verðið frekar en
vatnið sem þarf í baksturinn.
Vinsælar pítsur endurgerðar
Í könnun DV voru tvær vinsælar
pítsur af matseðli Domino's skoð
aðar. Svepperoni, sem er pítsa með
pepperóní og sveppum og kostar
2.549 krónur og Domino's Surprise
sem er vel útilátin með pepperóní,
skinku, sveppum, rjómaosti, jala
peno, hvítlauk og svörtum pipar og
kostar 3.049 krónur. Verð miðast við
stóra pítsu og að þær séu sóttar.
Hafa ber í huga að það má setja
saman ódýrari útgáfu af Sveppe
ronipítsunni með því að nýta sér
tilboð Domino's á stórri, sóttri pítsu
með tveimur áleggstegundum á
1.590 kr. Ef þú pantar eina svoleiðis
með pepperóní og sveppum þá ertu
kominn með Svepperoni, bara 959
krónum ódýrari. Til samanburðar
þá er hægt að fá stóra pítsu með
tveimur áleggstegundum á 1.895
krónur í Eldsmiðjunni, ef þú sækir.
Sparar 4.000 með því að baka
Sem fyrr segir voru innihaldsefnin
keypt í Bónus og reynt að kaupa það
ódýrasta sem í boði er. Skemmst
er frá því að segja að þegar blaða
maður hafði keypt öll innihalds
efnin sem duga til að búa til báðar
píts urnar frá Domino's, eða tvær
stórar og drekkhlaðnar pítsur
með öllum innihaldsefnunum var
heildarverðið aðeins 1.792 krónur
eða um 826 krónur pítsan miðað við
að þú gerðir tvær með öllu á.
Ef þú pantar þér eina stóra
Sveppe roni og eina stóra Surprise
kostar það þig 5.598 krónur. Þú
getur því sparað þér að minnsta
kosti 3.806 krónur með því að baka
þessar pítsur heima, og jafnvel
meira ef þú átt þegar til eitthvað af
innihaldsefnunum heima fyrir. Það
er rúmlega fimmfalt ódýrara fyrir
þig að baka t.d Surprise pítsu sjálf/
ur eins og sjá má hér á síðunni.
Mun ódýrara
Sé litið til hvorrar pítsu og inni
haldsefnunum deilt niður á þann
fjölda pítsa sem þau geta auðvelda
lega dugað í þá kostaði það það
blaðamann 479,2 krónur að gera
heimabakaða útgáfu af Svepperoni.
Það er 2.069 krónum ódýrara. Það
kostaði blaðamann 555,6 krónur að
gera heimabakaða útgáfu af Dom
ino's Surprise. Það er 2.493 krónum
ódýrara. n
Verð á heimagerðri SvepperoniVerð á heimagerðri Surprise
Hveiti 500 gr 47,5 kr.
Þurrger 1 pk 41 kr.
Pítsusósa 143 gr 66 kr.
Pepperóní 51,7 gr 132,7 kr.
Sveppir 83 gr 93 kr.
Rifinn ostur 99 kr.
Hveiti 500 gr 47,5 kr.
Þurrger 1 pk 41 kr.
Pítsusósa 143 gr 66 kr.
Pepperóní 51,7 gr 132,7 kr.
Sveppir 83 gr 93 kr.
Skinka 79 gr 66 kr.
Rjómaostur 62,5 gr 102,5 kr.
Hvítlaukur 12,5 gr 6,95 kr.
ATH. Við sleppum jalapeno. Piparinn eiga svo flestir til.
Tilboð hjá Domino's
Stór pítsa með tveimur
áleggstegundum: 1.590 kr.
Tilboð hjá Eldsmiðjunni
Stór pítsa með tveimur
áleggstegundum: 1.895 kr.