Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 42
Helgarblað 24.–27. október 201442 Sport
*Greinin er byGGð á úttekt bleacherreport.com.
15 leikmenn sem valda
stöðugum vonbrigðum
n Rándýrir gæðaleikmenn sem bregðast n Enski boltinn reynist mörgum erfiður
Mesut Özil
Félag: Arsenal
n Miklar væntingar voru gerðar til Mesuts
Özil þegar hann gekk til liðs við Arsenal í
september í fyrra – væntingar sem honum
hefur reynst erfitt að standa undir. Özil
byrjaði vel með Arsenal en tókst ekki að
fylgja góðri byrjun sinni eftir. Hann hefur
ekki staðið undir væntingum síðustu misseri
og er nú frá í sex vikur vegna meiðsla.
Fernando Torres
Félag: AC Milan
n Torres hefur ekki borið sitt barr frá því
hann var hjá Liverpool. Honum tókst aldrei
að ná sér á strik hjá Chelsea, eftir að hafa
komið þangað sem stjarna. Sjálfstraustið
hrundi og hann varð aldrei nema skugginn
af sjálfum sér, þó að bæði Chelsea og
Spánverjar hafi unnið til verðlauna. Hann er
nú á láni hjá Milan og hefur skorað eitt mark
í fjórum leikjum.
Roberto Soldado
Félag: Tottenham
n Soldado var fyrir ekki löngu einn hættu-
legasti leikmaðurinn í Evrópuboltanum.
Hann lék með Valencia á Spáni og hrellti
varnarmenn. Þegar hann fór til Tottenham
í fyrra voru gerðar þær væntingar til hans
að hann skyti þeim í meistaradeildina.
Þess í stað er nú svo komið að hann vermir
varamannabekkinn flestum stundum.
Iker Casillas
Félag: Real Madrid
n Fréttir af hnignun markvarðarins hafa
vakið athygli um knattspyrnuheim allan
á undanförnum misserum. David De Gea
hefur meira að segja hrifsað af honum
markvarðarstöðuna í landsliðinu. Cassilas
átti hræðilega daga í Brasilíu í sumar en
vissulega vann hann Meistaradeildina
síðast liðið vor. Hnignun hans á milli stang-
anna hefur ekki farið fram hjá neinum.
Wayne Rooney
Félag: Manchester United
n Þegar horft er til þess hversu góður
Rooney hefur verið á köflum á ferli sínu, svo
sem eins og leiktíðina 2011–2012 og aftur
árið 2009–2010, verður ekki annað sagt en
að leikmaðurinn hafi valdið vonbrigðum
síðustu tvö keppnistímabil. Hann er
vissulega fyrirliði United í dag en það er
ekki hægt að líta fram hjá því að meira býr í
leikmanninum.
Rio Ferdinand
Félag: QPR
n Ferdinand var fenginn til QPR til að binda
saman vörnina og veita öðrum leikmönnum
innblástur. Hvorugt hefur hann gert því liðið
er í botnsætinu. Ferdinand er einfaldlega
að eldast og satt að segja virðast dagarnir
þegar hann var á meðal bestu varnarmanna
Evrópu, löngu liðnir. Ferillinn er að fjara út,
smám saman.
Nemanja Vidic
Félag: Inter Milan
n Félagi Rios Ferdinand úr United-vörninni,
á einnig í vandræðum. Rauð spjöld og brot
innan teigs hafa sett blett á byrjunina
á Ítalíu. Vidic glímdi á tíðum við meiðsli
síðustu árin hjá United og virðist hafa misst
ansi mikið af því sem gerði hann um tíma
einn af bestu miðvörðum heims. Hann tekur
orðið rangar ákvarðanir og les leikinn ekki
eins vel og áður.
Joe Hart
Félag: Manchester City
n Hart hefur á undanförnum árum verið lykil-
maður í liði City. Um hann hefur verið rætt á
þann veg að hann hafi allt það til að bera sem
þarf til að verða einn albesti markvörður í
heimi. Einhvern veginn hefur hann aldrei náð
þeim stalli, þrátt fyrir að spila í Meistara-
deildinni og verja mark Englands. Hann hefur
gert of mörg mistök og hefur þess vegna
skort stöðugleika. Það eru vonbrigði.
Marouane Fellaini
Félag: Manchester United
n Fellaini er í dag ekki annað en sorglegur
minnisvarði um misheppnaða ráðningu
Davids Moyes til United. Leikmaðurinn var
frábær hjá Everton en fellur engan veginn
að leikstíl United eins og Louis van Gaal
hefur þróað hann. Fellaini hefur aldrei náð
sér á strik hjá United og gerir líklega engar
rósir hjá félaginu úr þessu. Hann þarf að
komast annað.
David Luiz
Félag: Paris Saint-Germain
n Luiz varð dýrasti varnarmaður heims
þegar franska liðið keypti hann frá Chelsea
í júní, skömmu fyrir HM í Brasilíu, á 50 millj-
ónir punda. Óhætt er að segja að hann hafi
brugðist löndum sínum. Hann var afleitur í
keppninni og spilaði líklega verst allra í 7–1
tapinu á móti Þýskalandi – frammistaða
sem verður lengi í minnum höfð. Hann hefur
ekki náð sér á strik hjá Parísarliðinu.
Emmanuel Adebayor
Félag: Tottenham
n Það efast enginn um hæfileika Adebayors
en frammistaða hans á vellinum er ekki
alltaf í samræmi við það. Eina stundina
virðist hann óstöðvandi en þá næstu er eins
og hann týnist. Leikmaðurinn hefur byrjað
illa í haust og enn hafa vaknað spurningar
um það hvort hann sé nógu góður til að leika
fyrir eitt af toppliðunum.
Mamadou Sakho
Félag: Liverpool
n Þegar hann kom frá Paris Saint-Germain í
fyrra vonuðust stuðningsmenn Liverpool til
þess að Sakho væri maðurinn til að stoppa
í leka vörn liðsins. Leikmaðurinn er sterkur,
kraftmikill og í frábæru formi. Hann virðist
á köflum óöruggur á boltann og er auk
þess slakur að verjast í teignum, í föstum
leikatriðum. Á hann framtíð fyrir sér í enska
boltanum?
Andy Carroll
Félag: West Ham
n Caroll mun örugglega aldrei bera þess
bætur að hafa verið keyptur til Liverpool á
30 milljónir punda. Undir slíkri fjárhæð gat
leikmaðurinn aldrei staðið, þó að hann hafi
staðið sig vel hjá Newcastle. Leiðin hefur
síðan legið niður á við og það er kannski svo-
lítið pínlegt að West Ham virðist ekki sakna
leikmannsins, sem hefur verið meiddur í
upphafi leiktíðar.
Mario Balotelli
Félag: Liverpool
n Balotelli er gæddur miklum knattspyrnu-
hæfileikum og gæti, ef hann hefði rétt
hugarfar, verið einn albesti leikmaður
heims. Hann hefur hins vegar á ferli sínum
gert alls kyns miður gáfulega hluti og komið
sér í vandræði oftar en flestir aðrir. Liverpool
ákvað að gefa honum séns og stuðnings-
menn eru þegar farnir að velta því fyrir sér
hvort hann hafi átt tækifærið skilið.
Paulinho
Félag: Tottenham
n Paulinho hefur átt nokkra ágæta leiki
frá því hann kom til félagsins í fyrrasumar.
Yfirleitt fer þó frekar lítið fyrir honum á vell-
inum og á stundum virðist sem hann skorti
metnað til að leggja það á sig sem til þarf.
Hann var slakur á HM í sumar en spurningin
er hvort Mauricio Pochettino takist að
kveikja í honum löngunina sem til þarf.