Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Page 45
Menning 45 árum áhugaverðan og eftirminni­ legan fyrirlestur í Háskóla Íslands um ofurvald söguþráðarins og „krimmavæðingu skáldsögunnar“. Fyrirlesturinn leiddi til ritdeilu á milli hans og rithöfundarins Jóns Halls Stefánssonar, sem skrifað hefur spennusögur, og urðu margir krimmahöfundur súrir út í gagn­ rýni Jóns Kalmans. Ég tel nokkuð líklegt að Steinar Bragi eigi í bók­ inni í samræðu um Jón Kalman sem meðal annars byggir á hug­ myndum í þeim fyrirlestri. Benti Jón Kalman á það í fyrir­ lestrinum að skáldsagan mætti ekki festast í þeim sporum að „krimmavæðast“ þannig að hún reyndi að feta í fótspor glæpa­ sögunnar hvað varðar tilraunir til að fanga huga lesandans auð­ veldlega og halda honum við bók­ ina með línulegum og auðmeltum söguþræði – líkt og upp úr krimma – þar sem eitt leiddi nánast kerfis­ bundið af öðru og frásögnin kæmi lesandanum lítt á óvart. Talaði Jón Kalman meðal annars um „ensku skáldsöguna“ og vísaði til bóka Ians McEwan en nærtækasta dæmið um slík bókmenntaverk er kannski Jane Austen. Með svipuðum hætti má færa verk eins og til dæmis Glæp og refs­ ingu undir hugtakið „rússnesku skáldsöguna“ þar sem eiginleikar hennar eru svipaðir þeirrar ensku. Steinar Bragi stillir Jóni Kalmani upp í bókinni sem andstæðu Rúss­ anna og á þannig, að mínu mati, í samræðu við fyrirlestur Jóns. Inntakið í því sem Jón Kalman sagði var kannski að hættan væri sú að söguþráðurinn einn myndi taka skáldsagnaformið yfir og í því lægi „ofurvald“ hans þar sem stíl­ brögð og frásagnarhátturinn myndi skipta minna máli. Jón Kalman sagði að aldrei mætti aðskilja þetta þrennt: „Líf söguþráðarins stendur og fellur með stílnum og frásagnar­ tækninni. Og þetta þrennt er einn líkami, eitt líf sem verður ekki skor­ ið í sundur, verður ekki aðskilið. Skáldsaga á að vera þannig smíðuð að ekki er hægt að slíta í sundur stíl og sögu, það á að þættast saman, vinna hvort með öðru eins og hægri handleggur vinnur með þeim vinstri. Góð skáldsaga er í mörgun lögum, eða víddum, og hver gengur inn í aðra. Reyfarinn leggur höfuð­ áherslu á eina vídd, söguþráðinn, og ef skáldsagan ætlar að sækja eitthvað til reyfarans, annað en vin­ sældirnar, verður hún að gera það á sínum forsendum, annars svíkur hún sjálfa sig, kafnar og deyr.“ Yfirbragð glæpasögu Þó skáldsaga Steinars Braga um Kötu hafi yfir sér yfirbragð glæpa­ sögu – sem gæti leitt einhvern til að segja að hún væri „krimmavædd“ svo vísað sé til orða Jóns Kalmans – þá er hún sannarlega ekki krimmi eða glæpasaga. Bók Steinars er í mörgum lög­ um og er í raun skrifuð á margs konar máli, stundum harðsoðnu og í blaðamannastíl og stund­ um bókmenntalegu þar sem lík­ ingar fá að njóta sín og höfundur­ inn leyfir sér að sleppa fram af sér beislinu: „Skógarþekjan breiddi úr sér að sjóndeildarhringnum og líkt­ ist grænu hvíslandi hafi. Á dreif um þekjuna voru fáein risatré, kræklótt og tilkomumikil og hvolfdust líkt og hvalbök upp úr grænu flæmi skógarins.“ Erfitt er hins vegar að skilgreina bók Steinars Braga vegna þess að hún er í raun svo marglaga. Þetta er ekki spennusaga en þetta eru held­ ur ekki hreinar „ fagurbókmenntir“. En hvers vegna þarf svo sem að skilgreina bókina: Hún er bræðing­ ur af margs konar formum. Það sem bindur söguna saman er hins vegar söguþráðurinn. Vel má heimfæra orð Jóns Kalmans í fyrirlestrinum um „krimmavæðingu“ skáldsögunn­ ar upp á þessa bók Steinars Braga að mínu mati. Líklegt má telja að Jón Kalman hafi í fyrirlestri sín­ um meðal annars verið að gagn­ rýna sams konar bækur og Steinar Bragi hefur skrifað með Kötu. Bók­ menntaverk sem nýtir sér marga af eiginleikum glæpasögunnar. Skilið við Kalman Rétt fyrir miðbik bókarinnar eiga sögupersónan Kalman og Kata í samræðum þar sem augljós skil verða í sambandi þeirra. Kata er orðin leið á Kalmani og orðum hans – þetta er eftir að hún hefur lýst því yfir að hún sé of vond fyrir hann en samt birtist hann aftur í frásögninni. Segja má fullum fetum að Stein­ ar Bragi hæðist að stílbrögðum Jóns Kalmans sjálfs í þessari senu þar sem hann lætur honum í munn orð sem eru eins og kópíeruð upp úr einni af síðustu bókum hans, sérstaklega Vestfjarðaþríleiknum. Kalman segir til dæmis, mitt í miðri senu þar sem hann fylgir Kötu um aðstæður þar sem ofbeldi er ríkj­ andi, upp úr þurru og án þess að það tengist því sem fram fer í kring­ um þau: „Fátt er jafn óskiljanlegt og sumarhiminn. Heiðríkjan, golan sem strýkur stráunum, en þó er ekkert til í veröldinni nema ástin.“ Allir sem hafa lesið Jón Kalman munu kannast við þennan tón. Við taka lýsingar á ofbeldi gegn stúlku sem Kötu blöskrar en Kalman heldur áfram: „Það eru árstíðir í garðinum, ekki satt. Stundum er vetur, stundum sumar, stundum er haust, stundum kem­ ur vor með blómum, líf mannsins er viðkvæmt. Líf mannsins, harð­ skeytt náttúra, grimmileg örlög.“ Þegar þarna er komið sögu er Kata orðin afar þreytt á Kalmani og dæsir yfir „síbyljunni“ í honum og „brynjar“ sig gegn henni. Þar með er viðskilnaður Kötu og Kalmans orðinn algjör þó að hann dúkki aft­ ur upp stuttlega síðar í bókinni. Gagnrýni höfundarins á verk og stíl Jóns Kalmans blasir því eig­ in_lega við þó að hún sé sett fram sem hluti af söguþræði skáldsögu og færð í munn annars en Steinars Braga sjálfs. Túlka má frásögn Steinars Braga þannig að þrátt fyrir allt í kringum Kalman blasi við of­ beldi og óhugnaður þá ræði hann samt ekki um það heldur einbeiti sér að því að tala nánast í falleg­ um gátum og að segja sjálfsagða og augljósa hluti eins og um árstíðirn­ ar og það sem af þeim flýtur. Kata vill hins vegar hafa augun opin. „Uppskrúfuð lýrík“ Þegar Steinar Bragi er spurður að því hvaða skoðun hann hafi á Jóni Kalmani og af hverju hann skrifi hann inn í bókina segist hann ekki vera hrifinn af verkum hans. Inntakið í orðum Steinars Braga er að Jón Kalman sé sjálfur fyrir­ sjáanlegur í sínum bókum en það var einmitt það sem Jón Kalman gagnrýndi í fyrirlestrinum um of­ urvald söguþráðarins því hann taldi skáldsöguna eiga að koma á óvart. „Sjálfur er ég ekkert allt of hrifinn af verkunum hans, lýrík­ in í þeim virðist mér svolítið upp­ skrúfuð og gegndarlaus. Hann byggir hin fegurstu orðahreið­ ur og staflar upp andstæðunum – himnaríki og helvíti, myrkur, birta, hríð, lygna – en þó hef ég á tilfinn­ ingunni að átökin séu bara upp á punt og niðurstaðan löngu gefin. Var ekki vitað frá upphafi að „ljóð­ ið“ myndi sigra? Ég er ekki einn um þessar skoðanir en af einhverjum ástæðum virðist umræða um verk­ in hafa sæst á að hringspóla í lofinu. Að því sögðu veit ég að Jón er heil­ indamaður í öllu sem hann gerir.“ Jón Kalman vill í samtali við DV ekki tjá sig sérstaklega um umfjöll­ un Steinars Braga í bókinni. Hann hefur ekki lesið bókina og seg­ ist ekki hafa rétt á því að skipta sér af því sem fram kemur í bókum annarra höfunda. „Ég hef ekki les­ ið bókina og ég skipti mér ekkert af því sem aðrir höfundar skrifa. Ég hef engan rétt á því.“ Segja má að umfjöllunin um Jón Kalman í bók Steinars Braga sé til marks um andstæð fagurfræðileg sjónarmið, tveggja mjög ólíkra rit­ höfunda, um tilgang og eðli skáld­ sögunnar. Bók Steinars Braga má í vissum skilningi líta á sem ákveðið andsvar við fyrirlestri Jóns Kalmans um ofurvald söguþráðarins þar sem bókmenntaformið sem Steinar Bragi hefur valið sér er einnig sannarlega gagnrýnt. Þá liggur einnig fyrir að notkun Steinars Braga á skáldabróð­ ur sínum og eiginleikum úr verkum hans er bæði nýstárleg og mun eins að öllum líkindum verða umdeild þar sem einhverjum lesanda kann að þykja gagnrýnin yfirdrifin. Umræðan um Jón Kalman gefur Kötu hins vegar eina vídd til viðbótar við aðrar. n Helgarblað 24.–27. október 2014 Fín sviðsetning en meingallað handrit Ævintýri í Latabæ Í Þjóðleikhúsinu Þ að kannast líklega hvert einasta mannsbarn hér á landi, og raunar víðar, við Íþróttálfinn og hans fé­ laga í Latabæ. Þetta hugar­ fóstur Magnúsar Scheving er að verða tuttugu ára gamalt en hann segir að upphaflega hafi hann skrif­ að um ævintýrin í Latabæ til þess að stemma stigu við offitufaraldrin­ um sem Magnús rekur til óhóflegs sjónvarpsgláps og tölvuleikja. Með þennan göfuga málstað að vopni hafa ævintýrin borist út um allan heim. Raunar í formi sjónvarpsefn­ is. Þess sama og Magnús ætlaði að sporna gegn. En hvað um það, til­ gangurinn helgar meðalið. Íþróttaálfurinn sprangar nú um fjalir Þjóðleikhússins og sveiflast þar á milli kvikmyndatjalds og raun­ verulegs sviðs. Þannig er hluti af leik­ ritinu nánast tölvuvæddur, eitthvað sem Magnús ætlaði raunar einnig að stemma stigu við. Söguþráður leik­ ritsins er nokkurn veginn á þessa leið: Solla kemur til Lata bæjar, en yf­ irgefur hann næstum strax til þess að fara í dansskóla. Á sama tíma tekur Glanni glæpur yfir bæinn og tekst með aðstoð skemm(t)ikrafta að fá sig kosinn bæjarstjóra. Úr verð­ ur einhvers konar harðstjórn, þar sem enginn fær að hreyfa sig undir vökulu auga hreyfilöggunnar. Sögu­ þráðurinn er verulega þunnur og átakanlega illa undirbyggður. Í raun fékk maður það á tilfinninguna að söguþráðurinn væri tekinn beint upp úr einhverjum þættinum og svo teygður lítillega. Leikararnir standa sig flestir ágætlega. Nenni níski, sem Hall­ grímur Ólafsson leikur, stendur upp úr. Þórir Sæmundsson þreytti frumraun sína sem Glanni glæpur í stað Stefáns Karls og leysti hann það verkefni vel úr hendi. Hið sama er varla hægt að segja um Íþróttaálfinn sjálfan, sem Dýri Kristjánsson leik­ ur. Það er þó ekki honum að kenna, enda handritið svo meingallað að hann fær raunar aldrei tækifæri til þess að láta ljós sitt skína. Styrkleiki sýningarinnar er þó tví­ mælalaust sviðsetningin, sem er allt í senn lífleg og fjölbreytt. Eins má hrósa dönsurunum og börnum fyrir góða frammistöðu, það voru þau sem héldu fjörinu uppi. Eins og fyrr segir, þá er handritið meingallað, en sviðsetningin vegur upp á móti og úr verður þokkalegasta skemmt­ un. Sex ára álitsgjafi sem fylgdi mér skemmti sér í það minnsta vel. Hann gaf sýningunni 107 stjörnur af fimm mögulegum. Sjálfur læt ég þrjár nægja. n Stirð og sæt Solla stirða, sem leikin er af Mel- korku Davíðsdóttur Pitt, hughreystir Sigga sæta. MYnd eddi@internet.iS tel Ævintýri í Latabæ Sýningarstjórn: Þórunn Geirsdóttir Höfundar: Magnús Scheving, Ólafur S. K. Þorvaldz og Máni Svavarsson Aðal­ leikarar: Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Dýri Kristjánsson, Þórir Sæmundsson (í stað Stefáns Karls Stefánssonar) og Hallgrímur Ólafsson. Valur Grettisson ritstjorn@dv.is Leikhús „Ég er of vond fyrir Kalman“ Gagnrýni í skáldsögu Talsverð gagnrýni er á höfundarverk og stílbrögð Jóns Kalmans Stefánssonar í skáldsögu Steinars Braga Guðmundssonar. Jón Kalman segir það ekki sitt að tjá sig um gagnrýnina. MYnd SiGtrYGGUr Ari JóHAnnSSon n Í skáldsögu Steinars Braga guðmundssonar, Kötu, er að finna talsverða umfjöllun og gagnrýni á verk Jóns Kalmans Stefánssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.