Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 24.–27. október 201446 Menning
Úr vegabréfi Sigmundar Ernis
Íslendingur
í austurvegi
Eins og margar borgir Evrópu
stendur Kænugarður á nokkrum
hæðum á bökkum breiðrar elfar,
svo þaðan sér vel yfir sviðið allt
í kring. Fyrir langtaðkominn Ís
lending getur verið nokkur upp
lifun að horfa þaðan upp eftir
ánni Nepur sem norrænir frænd
ur hans kusu að nefna svo um
það leyti sem þeir gerðu Kænu
garð að verslunarmiðstöð sinni í
austurvegi á ofanverðri 9. öld. Á
því blómaskeiði víkinga sem þar
með fór í hönd virtist engin sú
vegalengd um gjörvalla jörðina
vera þeim ofviða; í austri fóru
þeir á kænum sínum allt til
Serklands í austri og Vínlands
í vestri – og lögðu ekki einasta
grunninn að stofnun heimsvelda
á borð við Rússland, heldur gerðu
þeir fyrsta fríverslunarsamning
sögunnar við hið býsanska ríki
í Miklagarði, ásamt því að opna
augu allrar Evrópu fyrir undrum
Asíu – og er þá ónefndur fundur
heillar meginálfu á hinum enda
kringlunnar.
Á söfnunum í Kænugarði er
hlutur norrænna manna í sögu
hins gerska ríkis hafður í háveg
um. Þar er því haldið til haga að
þessir norðanmenn, en það er
eiginleg merking orðins víking
ur, hafi í raun og sann verið höf
undar að þeim flutningsleiðum
sem síðar gátu af sér rússneska
keisaraveldið með Kænugarð sem
augljósar krossgötur millum skóg
anna í norðri, steppanna í miðju
og hafanna í suðri – og var þar því
komin fyrsta höfuðborg hins slav
neska heimshluta.
Orðið Kænugarður vísar til
smábátanna sem víkingarnir
sigldu á upp eftir ánum sem
falla í Eystrasalt að eiga upp
tök sín í grennd við Álmsvatn á
sömu slóðum og stórfljótin Nep
ur og Volga byrja einnig að falla
sína löngu vegu til frænkanna
Svartahafs og Kaspíahafs. Lang
skip norrænna manna voru of
stór og þung í þennan nýja vík
ing – og því voru austurtrogin
timbruð í það lag að létt væri að
bera þau yfir vatnaskil. Og þar
með opnaðist heill heimur ofan í
Jórsalaheim, Persíu og hina fornu
Mesópótamíu með óþekktri
angan og efnum, gulli og gersem
um; nýja verslunarmiðstöðin í
Kænugarði stækkaði Evrópu til
austurs og vísaði þaðan veginn
allt til Afríku og Asíu.
Í Kænugarði rennur upp fyrir
Íslendingi þvílíkar langferðir nor
rænir menn lögðu á sig um það
leyti sem tíminn fyllti fyrsta árþús
undið. Nafnbótin að vera sigldur
maður fær þar öllu dýpri og til
komumeiri merkingu en venjan
hefur kennt og bent. Og í því nýja
ljósi hefur það fráleitt verið nokk
ur skottuferð að halda í hvern
víkinginn af öðrum út um ókunn
lönd og aðrar álfur; vanalegt út
hald hefur varað í allt að hálfan
annan áratug að því er kænskar
bækur sýna – og eitthvað hefur
fjölskyldan þurft að þreyja þorr
ann þess á milli, ellegar ástkonur
í festum sem margar hverjar hafa
væntanlega verið komnar á miðj
an aldur þegar ástin sneri aftur.
En allt tekur endi. Og hornin á
hjálmunum líka.
Mongólar komu að austan og
felldu veldi víkinga í Garðaríki
seint á 13. öld. Það var upphaf
ið að aldalöngu undanhaldi nor
rænna manna sem á síðustu tím
um eru hvað sáttastir við sjálfa sig
ef þeir komast upp í bústað um
næstu helgi.
Karitas í Þjóðleikhúsinu virkar heldur sem aðlögun að bók en sjálfstætt verk
I
ndriði G. Þorsteinsson komst
eitt sinn svo að orði að það
hefði aldrei þótt sérlega gott
búsílag á Íslandi að vera lista
maður. Um það fjallar Karitas
í aðra röndina, um samnefnda
konu sem segja mætti að sé svar
Kristínar Mörju Baldursdóttur við
Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, og bar
áttu hennar fyrir listrænni köllun
sinni í lífinu, sem ekki er síður innri
barátta en barátta við feðraveldið.
Í hina röndina fjallar Karitas um
stöðu kvenna, ekki aðeins á fyrri
árum heldur kannski einmitt hin
seinni líka, þótt með óbeinni hætti
sé. Karitas er persónugerving
ur stöðu kvenna á ólíkum tímum í
sögu tuttugustu aldar og að mörgu
leyti er togstreitan sem hún upplif
ir – þeir fjötrar sem samfélagið set
ur henni – vel framsett. Ef Karitas er
persónugervingur kvenna almennt
þá er Bjarghildur systir hennar
einna helst birtingarmynd feðra
veldisins í verkinu. Karitas er hin
nýja kona sem finnst hún eiga sama
tilkall til frama og hver annar, en
Bjarghildur er fulltrúi gamalla hug
mynda um að konur skuli fyrst og
síðast vera húsmæður. Andlegt of
beldi er ríkjandi þáttur í samskipt
um þeirra systra og alltaf er Karitas
undirokuð, niðurlægð og höfð að
engu. Raunar er persóna Bjarghild
ar svo einvíð í illmennsku sinni að
það jaðrar við fáránleika. Hún er
hreint út sagt ekki sérlega trúverðug
persóna, þótt Vigdís Hrefna Páls
dóttir túlki hana eins ágætlega og
efni standa til. Ofbeldið sem Kar
itas er beitt og þau sálrænu áhrif
sem það hefur á hana er óhugnan
legt á að horfa. Þær senur eru vel
útfærðar og þar skiptir metnaðar
full leikmynd Finns Arnar Arnar
sonar sköpum.
Of stórt verk fyrir sviðið
Karitas er ekki lítið verk og þar ligg
ur kannski rótin að vanda þess að
setja það upp á leiksviði. Karitas
er allt í senn aldarfarslýsing, lífs
hlaup, stjórnmálasaga og ádeila, og
það er dálítið eins og stykkið sé of
stórt fyrir sviðið. Þeir áhorfendur
sem ekki hafa lesið bókina Karitas:
án titils geta ekki vænst þess að eiga
hægt um vik að fylgjast með í fyrsta
fjórðungi leikritsins, einkum sakir
þess að þá er flakkað á milli þriggja
ólíkra tímaskeiða og lítið gert til að
gefa til kynna hvenær sögusviðið
er fært, sem hefði þó verið hæg
ur leikur, til dæmis með lýsingu. Ef
það var reynt þá varð rýnir altént
ekki var við það. Eina vísbendingin
sem áhorfandinn hefur er breyting
á fasi og raddbeitingu Brynhild
ar Guðjónsdóttur, sem hún raun
ar gerir listavel. Sum atriði eru al
veg óskiljanleg geti áhorfandinn
ekki stuðst við bókina og vil ég sér
staklega nefna – og tek fram að það
spillir ekki verkinu sérstaklega þótt
ég nefni það hér – atriðið þegar
Kára gamla á næsta bæ deyr. Hún
sést hníga niður með mjólkurfötur,
en fyrr en varir stendur hún aftur
upp og talar, leggst síðan í hjólbör
ur og er snúið á hvolf í þeim meðan
Karitas rabbar við hana og Sigmar,
maðurinn hennar, tekur að útlista
einhver kattardráp sem hann hef
ur staðið í. Áhorfandinn hefur ekki
hugmynd um hvort Kára er lífs eða
liðin eða að hún átti fleiri stykki
ketti sem hún vildi að Karitas tæki
að sér eftir sinn dag, eða af hverju
Sigmar skýtur þá alla. Einnig eru
í verkinu óljósar senur með álf
konum sem litlum tilgangi þjóna
í verkinu þegar upp er staðið; það
er einfaldlega ekki pláss fyrir þær í
leikgerðinni. Áhorfandinn fær helst
á tilfinninguna að Karitas sé gengin
af göflunum á köflum en svo reynist
þó aldrei vera. Þessum senum tekst
að vísu vel til við að undirstrika
einangrunina sem Karitas býr við
í dimmum torfbænum á meðan
maðurinn hennar er langdvölum
úti á sjó, en þær eru ekki nægilega
vel settar fram til að áhorfandinn
átti sig á merkingu þeirra.
Metnaðarfull leikgerð
Að baki leikgerðinni og allri upp
setningunni býr greinilega mikill
metnaður. Sagan, óheyrilega löng
sem hún er, kemst til skila að mestu
leyti og helstu þemun sem unnið
er með. Ég saknaði þess þó að ekki
væri meira gert úr meginþema
verksins sem er staða kvenna á
fyrri helmingi 20. aldar. Þess í stað
er mikið lagt upp úr ofhlöðnum
symbólisma í fjallgöngu sem Auð
ur, frænka Karitasar, dregur hana í
þaðan sem hún bókstaflega öðlast
yfirsýn í lífinu. Allt sem Auður seg
ir er löðrandi í rassvasaspeki sæm
andi hvaða bensínstöðvarsjálfs
hjálparbók sem væri. Þetta var of
mikið fyrir rýni og allt of mikill
tími lagður undir til að koma þessu
á framfæri. Búningar Þórunnar
Elísabetar Sveinsdóttur virka vel og
tónlist Matti Kallio hefur setið í mér
síðan ég sá sýninguna, hún er eink
anlega falleg. Þá vil ég sérstaklega
nefna að eftirlætispersónur mínar
í verkinu voru hinar kristilegu Ásta
og Helga sem eru „ekki systur, held
ur af Snæfellsnesi“ og Hallgerður.
Þótt lítil væru hlutverkin þótti mér
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Ellen
Margrét Bæhrenz auka vigt þeirra
með frammistöðu sinni, að öðrum
leikurum ólöstuðum, en afar vel var
valið í hvert hlutverk.
Óljós heildarmynd en
kraftmikil sýning
Sá ljóður er á sýningunni að heildar
myndin er á köflum óljós og erfitt að
fylgja því eftir sem fram fer, sér í lagi
fyrir hlé. Ég held þó að flestir leik
hússunnendur eigi eftir að geta not
ið sýningarinnar, einkum hafi þeir
lesið bókina. Það finnst mér einmitt
stærsti ljóðurinn á annars ágætri sýn
ingu, að hún virkar heldur sem að
lögun að bók en sjálfstætt verk; þótt
það sé sannarlega tilfellið þá verður
leikhússuppfærsla að geta staðið sem
sjálfstætt verk. Rýnir fann þannig
óvænta samkennd með óreiðu
Karitasar. Ég held samt ekki að hægt
væri að gera Karitas betur úr garði en
Harpa Arnardóttir, Ólafur Egill Egils
son og Símon Birgisson hafa hér gert.
Vandinn er ekki uppfærslan, heldur
að umfang verksins er of mikið. En
þó að sýningin sé á köflum eins og
hún sé gerð úr mörgum endum sem
passa ekki saman þá er hún vel gerð
og kraftmikil. Sagan er bæði göm
ul og ný og ættu flestir að geta fund
ið sína tengingu við hana. Rýnir get
ur hvorki mælt með sýningunni né á
móti, en hún er þess virði að sjá. Þótt
þau orð eigi alltaf við í reynd eiga þau
sérstaklega við hér að þessa sýningu
þarf hver að sjá fyrir sig. n
Óreiða á sviði
„Allt sem
Auður segir er
löðrandi í rassvasa-
speki sæmandi hvaða
bensínstöðvarsjálfs-
hjálparbók sem væri
Staða konunnar
Verkið fjallar um
Karitas og baráttu
hennar fyrir listrænni
köllun sinni í lífinu,
sem ekki er síður innri
barátta en baráttan
við feðraveldið.
Mynd eddi@internet.iS
Of stórt
fyrir
sviðið?
Vandinn við
Karítas er
ekki uppfær-
slan, heldur
umfang sýn-
ingarinnar.
Karitas
Höfundur: Kristín Marja Baldursdóttir
Leikstjóri: Harpa Arnardóttir
Aðalhlutverk: Brynhildur Guðjónsdóttir,
Björn Hlynur Haraldsson og Vigdís Hrefna
Pálsdóttir
Sýnt í Þjóðleikhúsinu
Arngrímur Vídalín
ritstjorn@dv.is
Dómur