Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Síða 48
48 Menning Sjónvarp Helgarblað 15.–18. ágúst 2014
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
L
eikararnir Joshua Jackson og
Diane Kruger hafa verið saman
um nokkurt skeið. Slúðurblöðin
hafa mikið velt fyrir sér af hverju
þau hafa ekki gengið í hjónaband en
Joshua talaði um ástæðuna í nýju við-
tali í Glamour-tímaritinu.
„Ég get vel sagt þér af hverju við
erum ekki gift, það er vegna þess að
við erum ekki trúuð. Ég er ekkert óör-
uggari í sambandi mínu við Diane
þó að ég hafi ekki staðið fyrir framan
prest og haldið risaveislu,“ sagði leik-
arinn í viðtalinu. „Foreldrar okkar
beggja skildu, þannig að það er erfitt
fyrir mig að sjá að hjónaband sé eina
leiðin til að sýna traust og hollustu. En
þetta gæti breyst einn daginn, kannski
giftum við okkur.“
Joshua segir að Diane hafi kennt
honum mikið og meðal annars hvern-
ig á að láta taka sig alvarlega sem full-
orðna manneskju. „Ef maður vill að
fólk beri virðingu fyrir manni og taki
mann alvarlega sem fullorðna mann-
eskju þá verður maður að klæða sig
þannig. Ég átti einu sinni mikið safn af
Adidas-skóm í mörgum litum, en einn
daginn voru allir sem voru í furðuleg-
um litum horfnir. Hún heldur því enn
fram að ég hljóti að hafa týnt þeim
einhvers staðar.“
Hann talaði líka um að börn vina
hans væru farin að horfa á þættina
Dawson's Creek, þar sem hann lék
Pacey Witter. „Börn vina minna eru
farin að horfa á þættina en bara upp
á grínið. Annars er ég þekktastur fyrir
Mighty Ducks ef ég er á köldum slóð-
um, annars Dawson's Creek.“ n
Joshua Jackson og Diane Kruger eru hamingjusöm ógift
Gifta sig ekki vegna trúleysis
Föstudagur 24. október
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
15.40 Ástareldur e
16.30 Ástareldur e
17.20 Kúlugúbbarnir (14:18)
17.43 Nína Pataló (3:39)
17.51 Sanjay og Craig (9:20)
18.15 Táknmálsfréttir (54)
18.25 Nautnir norðursins (6:8)
(Noregur - fyrri hluti) 888 e
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir
19.30 Veðurfréttir
19.35 Hraðfréttir (5)
Fréttastofa Hraðfrétta
hefur öðlast sjálfstæði og
fá þeir Benedikt og Fannar
góða gesti í lið með sér við
að kryfja málefni liðinnar
fréttaviku inn að beini.
Dagskrárgerð: Benedikt
Valsson og Fannar Sveins-
son. 888
20.00 Óskalagið 1944 - 1953
(1:7) Óskalag áratugarins
kynnt. Umsjón. Ragnhildur
Steinunn Jónsdóttir og Jón
Ólafsson.
20.10 Útsvar (Árborg - Skaga-
fjörður) Bein útsending frá
spurningakeppni sveitar-
félaga. Umsjónarmaður
er Sigmar Guðmundsson.
Spurningahöfundur og
dómari er Stefán Pálsson.
Stjórn útsendingar: Helgi
Jóhannesson. B
21.15 Commitments 7,5 (The
Commitments) Írsk gam-
anmynd frá 1991 hlaðin tón-
list. Rabbitte er forsprakki
hljómsveitar sem hefur
ekkert á milli handanna
annað en tónlistarhæfileik-
ana og vináttu. Markmiðið
er að stofna heimsins bestu
hljómsveit. Aðalhlutverk:
Robert Arkins, Michael
Aherne og Angeline Ball.
Leikstjóri: Alan Parker.
23.15 Svart fiðrildi 6,9 (Papillon
Noir) Frönsk sakamála-
mynd með fótbolta-
hetjunni Eric Cantona í
aðalhlutverki. Ung kona
í fjölskylduferð hverfur
sporlaust og í ljós kemur
að hún er fjórða óútskýrða
hvarfið á svæðinu. Önnur
hlutverk: Stéphane Freiss
og Hélène de Fougerolles.
Leikstjóri: Christian Faure.
Atriði í myndinni eru ekki við
hæfi barna.
00.55 Ást og frelsi (The Lady)
Óskarsverðlaunaleikstjór-
inn Luc Besson leikstýrir
sannsögulegri mynd um
Aung San Suu Kyi og eigin-
mann hennar rithöfundinn
Mickael Aris, en Aung sat í
stofufangelsi í hartnær 15
ár vegna aðkomu sinnar að
lýðræðisbaráttu Burma.
Aðalhlutverk: Michelle
Yeoh, David Thewlis og
Jonathan Raggett. Atriði í
myndinni eru ekki við hæfi
ungra barna. e
03.00 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
10:20 Barcelona - Eibar
12:00 Þýsku mörkin
12:30 Levante - Real Madrid
14:10 Real Sociedad - Getafe
15:50 Spænsku mörkin 14/15
16:20 Lille - Everton
18:00 Keflavík - Stjarnan
19:30 Meistarad. Evr. - fréttaþ.
20:00 La Liga Report
20:30 Evrópudeildarmörkin
21:20 Tottenham - Asteras
Tripolis
23:00 Box - Golovkin vs Rubio
01:20 UFC 2014 Sérstakir þættir
11:20 Stoke - Swansea
13:05 Southampton - Sunderland
14:45 Newcastle - Leicester
16:25 Premier League World
16:55 QPR - Liverpool
18:40 Enska 1. deildin Fulham -
Charlton B
20:40 Match Pack
21:10 Messan
21:55 Enska úrvalsd. - upphitun
22:25 Fulham - Charlton
00:05 Messan
11:25 Working Girl
13:15 Austenland
14:50 What to Expect When
You are Expecting
16:40 Working Girl
18:30 Austenland
20:10 What to Expect When You
are Expecting
22:00 Incredible Burt Wond-
erstone
23:40 Faces In The Crowd
01:25 The Iceman
03:10 Incredible Burt Wonder-
stone
19:00 Raising Hope (12:22)
19:20 The Carrie Diaries
20:30 X-factor UK (18:30)
21:15 Grimm (15:22)
22:00 In The Flesh (3:3)
22:55 Ground Floor (3:10)
00:05 The Carrie Diaries
01:15 X-factor UK (18:30)
02:00 Grimm (15:22)
02:45 In The Flesh (3:3)
03:51 Tónlistarmyndbönd frá
Bravó
18:10 Strákarnir
18:35 Friends (9:25)
18:55 Little Britain (4:6)
19:25 Modern Family (13:24)
19:50 Two and a Half Men
(9:22) Sjöunda sería þessa
bráðskemmtilega þáttar
um bræðurna Charlie og
Alan. Charlie er eldhress
piparsveinn sem kærir sig
ekki um neinar flækjur en
Alan er sjúklegur snyrtipinni
sem á í stökustu vandræð-
um með sjálfstraustið.
20:15 Réttur (4:6)
21:00 The Mentalist (23:24)
21:40 A Touch of Frost
23:25 It's Always Sunny in
Philadelphia (10:13)
23:50 Life's Too Short (4:7)
Breskir gamanþættir úr
smiðju húmoristanna
Ricky Gervais og Stephen
Merchant. Aðalsöguhetjan
er dvergurinn Warwick
Davis sem leikur í raun
sjálfan sig og bæði Gervais
og Merchant leika sjálfa sig
í þáttunum.
00:20 Fringe (4:22)
01:05 Réttur (4:6)
01:50 The Mentalist (23:24)
02:30 A Touch of Frost
04:10 It's Always Sunny in
Philadelphia (10:13)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
08:05 Wonder Years (1:23)
08:30 Drop Dead Diva (8:13)
09:15 Bold and the Beautiful
09:35 Doctors (72:175)
10:15 Last Man Standing (1:18)
10:40 White Collar (3:16)
11:25 Heimsókn
11:45 Junior Masterchef
Australia (2:22)
12:35 Nágrannar
13:00 The Jewel of the Nile
14:55 Cinderella Story: Once
Upon a Song
16:25 New Girl (4:25)
16:50 Bold and the Beautiful
17:12 Nágrannar
17:37 Simpson-fjölskyldan
18:03 Töfrahetjurnar (5:10
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:47 Íþróttir
18:54 Ísland í dag
19:11 Veður
19:20 Simpson-fjölskyldan
19:45 Logi (5:30)
20:30 Mike and Molly (7:22)
20:55 NCIS: Los Angeles (21:24)
21:40 Louie (3:14)
22:05 Getaway 4,3 Spennumynd
frá 2013 með Ethan Hawke,
Selena Gomez og Jon
Voight. Myndin fjallar um
ökuþórinn Brent Magna
sem er í kapphlaupi við tím-
ann á sérsmíðuðum Shelby
Cobra Mustang bíl, en hann
fer með bílinn og eiganda
hans í æsilegt ferðalag fyrir
dulafullan óþokka til að ná
að bjarga lífi eiginkonu hans
sem var rænt.
23:35 Baggage Claim 4,9 Gam-
anmynd frá 2013 og fjallar
um flugfreyjuna Montana
Moore sem er ákveðin í að
trúlofa sig áður en yngsta
systir hennar giftir sig. Nú
hefur hún aðeins 30 daga
til að finna þann eina rétta.
Hún notar tengsl sín í
flugbransanum til að hitta
óvart vænlega piparsveina
og fyrrverandi kærasta. Í
viðleitni sinni flýgur hún
extra mikið og hittir fjölda
manna sem til greina koma.
01:10 Friends With Benefits
6,6 Mila Kunis og Justin
Timberlake í hlutverkum
góðvina sem ætla sér að af-
sanna það að vinir geti sofið
saman án vandræða. Það fer
þó öðruvísi en ætlað var.
02:55 Blood Out 4,6 Spennu-
mynd með Luke Goss, Val
Kilmer og Vinnie Jones sem
gerist í undirheimum Baton
Rouge í Louisiana. Michael
Savion er lögreglumaður
sem þar hvern krók og kima
og hefur alltaf lagt sig fram
við að starfa á heiðvirðan
og ráttlátan hátt. Þegar
bróðir hans er myrtur
breytast þó öll hans gildi og
hann losar sig við skjöldinn
til að ná fram hefndum.
04:20 The Jewel of the Nile 6,0
06:05 Simpson-fjölskyldan
06:00 Pepsi MAX tónlist
08:00 Everybody Loves
Raymond (7:25)
08:20 Dr.Phil
09:00 The Talk
09:40 Pepsi MAX tónlist
14:50 Friday Night Lights (11:13)
15:35 Survivor (3:15)
16:20 Growing Up Fisher (6:13)
16:45 Minute To Win It Ísland
17:45 Dr.Phil
18:25 The Talk
19:05 The Tonight Show
19:45 The Biggest Loser (13:27)
Skemmtilegir þættir þar
sem fólk sem er orðið
hættulega þungt snýr við
blaðinu og kemur sér í form
á ný. Í þessari þáttaröð
einbeita þjálfarar sér hins
vegar ekki einungis að
keppendum, heldur heilu
og hálfu bæjarfélögum sem
keppendur koma frá. Nú
skuli fleiri fá að vera með!
20:30 The Voice (8:26)
Bandarískur raunveruleika-
þáttur þar sem leitað er
hæfileikaríku tónlistarfólki.
Í þessari þáttaröð verða
Gwen Stefani og Pharrell
Williams með þeim Adam
Levine og Blake Shelton í
dómarasætunum.
22:00 The Voice (9:26)
22:45 The Tonight Show Spjall-
þáttasnillingurinn Jimmy
Fallon hefur tekið við
keflinu af Jay Leno og stýrir
nú hinum geysivinsælu
Tonight show þar sem hann
hefur slegið öll áhorfsmet.
James Marsden, sem leikur
unnusta Liz Lemon í 30
Rock sjónvarpsþáttunum,
er gestur Jimmy í kvöld.
Ástralska poppbandið 5
Seconds of Summer tekur
lagið.
23:25 Law & Order: SVU (10:24)
00:10 Fargo 9,1 (4:10) Fargo eru
bandarískir sjónvarps-
þættir sem eru skrifaðir
af Noah Hawlay og eru
undir áhrifum samnefndrar
kvikmyndar Coen bræðra
frá árinu 1996 en þeir eru
jafnframt framleiðendur
þáttanna.
01:00 Hannibal (4:13) Önnur
þáttaröðin um lífsnautna-
segginn Hannibal
Lecter. Rithöfundurinn
Thomas Harris gerði hann
ódauðlegan í bókum
sínum og kvikmyndir sem
gerðar hafa verið, hafa
almennt fengið frábærar
viðtökur. Þótt erfitt sé að
feta í fótspor Anthony
Hopkins eru áhorfendur
og gagnrýnendu á einu
máli um að stórleikarinn
Mads Mikkelsen farist það
einstaklega vel úr hendi.
Heimili fjöldamorðingins,
mannætunnar og
geðlæknirisins Hannibals
Lecter er á SkjáEinum. Lög-
reglan er kölluð út þegar lík
finnst á engi. Beverly heldur
áfram að ráðfæra sig við
Will á laun um morðmál.
01:45 The Tonight Show
02:35 The Tonight Show
03:20 Pepsi MAX tónlist
dv.is/blogg/skaklandid
Stefán Bergsson skrifar
Skáklandið
Þ
að má segja að skákvertíð-
in sé á blússandi siglingu
um þessar mundir. Haust-
móti TR er nýlokið og fór
hótelgúrúinn og FIDE-
meistarinn Davíð Kjartansson með
öruggan sigur. Annað mótið sem
Davíð tekur í vetur en hann vann
einnig örugglega á meistaramóti
Hugins á suðursvæði sem fram fór
fyrr nýega. Þorsteinn Þorstei nsson
og Þorvarður F. Ólafsson urðu í 2-3.
sæti og telst Þorvarður skákmeist-
ari Taflfélags Reykjavíkur árið 2014.
Spænskur skiptinemi að nafni
Damia Morant Benet vann sigur í
b-flokki en fast á hæla hans koma
hinn ungi skákmaður úr Kópavogi
Björn Hólm Birkisson. Björn hefur
verið í mikilli framför undanfarið
ásamt tvíburabróður sínum Bárði.
Bárður sá hafði einmitt öruggan
sigur í c-flokki með átta vinninga
úr níu skákum. Sannarlega glæsi-
legur árangur hjá bræðrunum sem
eru til alls líklegir á næstu misser-
um. Sagan sýnir að systkini hafa
oft náð góðum árangri. Má nefna
Polgar-systurnar frá Ungverjalandi
og Áss-systkinin og Þorfinnsbræð-
ur hér heima. Ætli hvatning og
það að geta haft einhvern heima
við til að tala um skák og tefla við
skipti ekki mestu máli í þessu sam-
bandi. Í d-flokki sigraði Ólafur Ev-
ert. Hann var um tíma býsn efni-
legur en hætti að tefla. Frábært að
sjá unga menn koma aftur að skák-
borðinu því að í skák er jú hætt að
byrja aftur hvenær sem er og stefna
þess vegna á miklar framfarir.
EM ungmenna er nú í fullu
gangi í Goergíu. "Velkomnir til Sov-
étríkjanna" mælti þjálfari drengj-
anna Helgi Ólafsson með glott á
vör er aðstæður voru ljósar. Þessi
EM mót eru nefnilega grjóthörð og
aðstæður oft erfiðar sem og and-
stæðingarnir. Símon Þórhallsson
hefur byrjað vel en Oliver Aron,
Gauti Páll og Dagur Ragnarsson
fara rólega af stað. n
Bræður á siglingu!
Reeves langar
að leika ofurhetju
Segist hafa misst af ofurhetjulestinni
K
eanu Reeves hefur leikið
hetjur í fjölda kvikmynda.
Allt frá Jack Traven í Speed
til Neos í Matrix-myndun-
um og mætti jafnvel telja með Ted
Logan úr myndinni Bill and Ted‘s
Excellent Adventure. Nú síðast lék
hann Jack Wick í samnefndri kvik-
mynd sem er að koma út.
En það er ein tegund hetja sem
hann hefur ekki fengið að leika og
það er ofurhetjur. „Ég held ég hafi
misst af þeirri lest. Mig langaði að
leika Wolverine en ég fékk það hlut-
verk ekki. Hugh Jackman er frábært
sem Wolverine. Mig langaði líka að
leika The Dark Knight en ég fékk
það hlutverk ekki heldur. Það hafa
líka verið margar frábærar útgáfur af
Batman. Núna ætla ég bara að njóta
þess að horfa á myndirnar.“
Þó að Keanu hafi ekki feng-
ið tækifæri til að leika ofurhetju,
hefur hann samt leikið persónu
byggða á teiknimyndasögum.
Árið 2005 lék hann John Con-
stantine í myndinni Constantine
en hann er hefur einnig verið orð-
aður við aðalhlutverkið í Marvel-
myndinni Doctor Strange sem á
að koma út árið 2016. Þegar hann
var spurður hvort hann hefði
áhuga á hlutverkinu sagðist hann
ekki vera viss um að vilja binda
sig eins lengi og Marvel vill. Fyr-
irtækið er þekkt fyrir að festa
leikara við kvikmyndaraðir og
ef Keanu bindur sig við þá mun
hann eiga erfiðara um vika að
leika í þeim myndum sem hann
langar til. n
helgadis@dv.is