Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2014, Side 52
Helgarblað 24.–27. október 201452 Fólk
Stökk út úr
limmósínu
á ferð
Breska söngkonan og forsprakki
sveitarinnar Pussycat Dolls,
Nicole Scherzinger, olli
umferðar slysi á dögunum er hún
stökk úr limmósínu á ferð.
Söngkonan, sem stödd er í
London við tökur á nýju mynd
bandi, var farþegi í limmósínu á
þriðjudagskvöld. Sagt er að henni
hafi skyndilega orðið afar óglatt
og því beðið bílstjór
ann að stöðva bíl
inn. Hann brást
ekki nógu hratt
við að mati
Scherzinger,
sem ku
hafa verið
á mörk
um þess
að kasta
upp,
svo
hún
tók til
sinna
ráða, opn
aði dyrn
ar og
hugðist
stökkva
úr bílnum
á ferð.
Bílstjór
inn náði til
allrar ham
ingju að stöðva
bílinn í tæka tíð
en gleymdi
að taka hann
úr gír svo
hann rann
viðstöðu laust,
með söngkon
una. Hann lenti
að endingu aftan á
annarri bifreið.
Samkvæmt heim
ildum bresku slúður
pressunar slasaðist
söngkonan þó ekki
alvarlega.
Ákærð fyrir
að stunda
kynlíf í bíl
Leikkonan Danielle Watts, sem
lék Coco í kvikmyndinni Django
Unchained, á yfir höfði sér háa
fjársekt og jafnvel fangelsisvist
verði hún fundin sek fyrir blygð
unarbrot.
Leikkonan var handtekin í
september ásamt eiginmanni
sínum fyrir meint brot. Vitni
sagðist hafa séð til hjónanna
stunda kynlíf á almannafæri inni
í bíl. Watts hefur alla tíð neitað
þeim sökum og segir þau ein
faldlega hafa verið að kyssast og
láta vel að hvort öðru, eins og
elskendur jafnan geri.
Watts hefur jafnframt sakað
lögregluna um kynþáttahatur en
hún segir lögreglumanninn hafa
talið parið, sem hefur ekki sama
litarhaft, hafa átt í vændisvið
skiptum.
Verði þau fundin sek fyrir
blyðunarbrot eiga þau yfir höfði
sér um sex mánaða fangelsi og
sekt sem samsvarar um einni
milljón króna.
Frumkvöðull
sem kom víða við
Mark Bell lést fyrir nokkru en hann er á meðal áhrifamestu raftónlistarmanna Evrópu
F
rumkvöðullinn og raftónlistar
mógúllinn Mark Bell lést fyrr
í mánuðinum. Dánarorsök
hans hefur ekki verið gerð
opinber en í tilkynningu frá
Warpútgáfunni, sem send var út
í byrjun síðustu viku, bar lát hans
að vegna einhvers konar fylgikvilla
skurðaðgerðar. Ekki hefur verið gefið
út hvers kyns aðgerð Bell var í þegar
hann lést.
Mark Bell var fæddur í Leeds
árið 1971 og skaut honum upp
á stjörnuhimininn í Bretlandi
við upphaf tíunda áratugarins
um það bil sem hann, ásamt fé
laga sínum Gez Varley, stofnaði
hljómsveitina LFO árið 1988.
Áhrifa Bells á raftónlistarsenuna
gætir víða. Hann starfaði sem
upptökustjóri fyrir marga af
þekktustu listamönnum sam
tímans en auk þess að vera álit
inn frumkvöðull innan bresku
raftónlistarsenunnar á tíunda
áratugnum.
Komu Warp á kortið
LFO er sögð hafa sett viðmiðið
fyrir það sem koma skyldi innan
reif og rafsenunnar. Sveitin
varð fljótlega mjög eftirsótt og keppt
ust önnur bönd við að vinna með
henni efni. Þá óx hróður Bells sem
upptökustjóra jafnframt víða en hann
sinnti uppptökustjórn fyrir mörg
jaðarbönd. LFO var einnig á meðal
frumbyggja breska Warptónlistar
veldisins og er af mörgum talin hafa
hjálpað til við að koma útgáfunni á
kortið. Á meðal þeirra sem fylgdu
LFO til Warp má nefna Apex Twin,
Autechre og Boards of Canada, auk
fjölda annarra.
Þekktasta lag LFO er samnefnt
sveitinni og heitir því einfaldlega
LFO. Það naut mikilla vinsælda og
varð jafnframt fyrsta lag Warp til þess
að ná inn á breska topp 20 listann.
Myndbandið við lagið vakti þá einnig
mikla athygli en þess ber að geta að
leikstjóri þess var enginn annar en
Jarvis Cocker, söngvari Pulp. Árið
1996 varð dúóið svo að sóló þegar
Varley sagði skilið við sveitina. Bell
gaf út eina plötu í viðbót undir for
merkjum LFO svo alls urðu þær þrjár.
Hliðarútgáfur og analógteknó
Um miðjan áratuginn gaf Bell út
nokkur lög ásamt EPplötum undir
hatti mismunandi, lítt þekktra útgáfa.
Í mörgum þessara hliðarsjálfa ein
blíndi hann á ívið harðari hljóðheim
sem oft mætti kalla einhvers konar
samsuðu af tilraunakenndu Detroit
analóg teknói.
Þegar hér var komið sögu dró
aftur til tíðinda hjá Bell, en árið 1997
hófst farsælt samstarf hans með Björk
Guðmundsdóttur. Bell endurhljóð
blandaði Homogenic og fylgdi Björk
í kjölfarið eftir á tónleikaferðalagi
hennar um heiminn. Bell og Björk
unnu saman að útgáfu fjölda platna
Bjarkar og voru þau afar nánir vinir.
Um aldamótin reri Bell á önn
ur mið og „remixaði“ hip hoplagið
Turbulence með Deltron 3030. Lag
ið kom út á samnefndri „concept“
plötu sveitarinnar. Platan er fram
úrstefnuleg „hiphopera“ og segir
framtíðarsögu Dels nokkurs, eins og
titillinn gefur til kynna, sem er uppi
árið 3030. Sveitina skipuðu Dan the
Automator, rapparinn Del the Funky
Homo sapien og Kid Koala. Á meðal
annara gesta á plötunni voru þau
Hafdís Huld, Sean Lennon og Damon
Albarn. Þess má einnig geta að platan
er af mörgum sögð kveikjan að hljóm
sveit Damons Albarn, Gorillaz.
Árið 2001kom út plaran Exciter
með Depeche Mode. Þar fór Bell með
hljóðblöndun og upptökustjórn. Á
plötunni örlar því fyrir nokkuð „Bell
legum“ hljómi en hún er undir djúp
um áhrifum „glits“ og IDMrafs, tí
unda áratugarins. n
Bestu lög Bells
Líkt og rakið hefur verið að framan var ferill Bells litríkur og ljóst þykir
að með fráfalli hans er stórt skarð hoggið í raftónlistarsenuna. Fyrir
þau sem þekkja ekki til verka Bells tókum við saman lagalista með tíu
mikilvægum lögum af ferli hans, í engri sérstakri röð.
n LFO - LFO
n Depeche Mode - I Feel Loved
n Deltron 3030 – Turbulence
n Radiohead – Planet Telex (LFO
Remix)
n LFO – Freak (Úr kvikmyndinni
Enter the Void)
n Björk - Pluto
n Counterpoint - Jigsaw
n Mark Bell - A Salute to Those
People Who Say Fuck You
n Björk - Declare Independence
n Björk/Thom Yorke - I've Seen It
All (Úr myndinni Dancer in the Dark)
María Lilja Þrastardóttir
maria@dv.is
Samstarf Bells og
Bjarkar var gjöfult
Plötur Bjarkar sem Bell kom
að með einhverjum hætti
n 1997 - Homogenic
n 2000 - Selmasongs
n 2001 - Vespertine
n 2004 - Medúlla
n 2005 - Drawing Restraint 9
n 2007 - Volta
n 2011 - Biophilia
Minningarorð
Bjarkar til Bell
Tók andlát vinar síns nærri sér
Ég elska þig og þykir það blessun að hafa
unnið svo mikið af tónlist með þér. Megi
ofurnæmni þín blómstra gjöfult og hvar
sem þú ert vona ég þú hafir góða hátalara.
Guðfaðir
Blíbbsins
Einkennishljóð LFO var „Blíbbið“ (bleep)
sem síðar varð samheiti margra þekkt-
ustu teknólistamanna þessa tíma. Þess
ber einnig að geta að vefsíðan bleep.
com, sem sprottin er upp úr rafsenunni
og er í eigu Warp, er ein af fyrstu vefsíð-
um heims til þess að bjóða upp á löglegt
niðurhal á tónlist.
Hin mörgu
hliðarsjálf Bell
Á tveggja ára tímabili gaf Bell út nokkur
lög undir mismunandi nöfnum og hatti
ólíkra útgáfa.
Speed Jack
1994 Storm
1994 C.T.C.
1996 Blue Bossa
Clark
1995 Lofthouse
Fawn
1995 Klip EP
Counterpoint
1996 Jigsaw
Sviplegt fráfall
Mark Bell lést vegna
óhapps við aðgerð