Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 13
Jón Rúnar Gunnarsson
11
lúxus. Eitthvert mál annarrar ættar er kennt næstum árlega, eitt árið er
m.a. boðið upp á framhaldsnámskeið í tyrknesku, en ungverska, japanska
og finnska koma líka við sögu undir þessum hatti. Málgerðarfræði (týpó-
lógía), máltaka barna, sálfræðileg málvísindi, félagsleg málvísindi og
stærðfræðileg málvísindi eru líka í boði. Þetta var allt saman mikil nýjung
í kennsluframboði við Háskóla Islands.
Eins og sjá má af yfirlitinu eru söguleg málvísindi fýrirferðarmikil á
þessum árum, enda leit Jón fýrst og fremst á sig sem samanburðar-
málfræðing og sú undirgrein málvísindanna var honum tvímælalaust kær-
ust. I fyrstu voru námskeiðin í samanburðarmálfræði nefnd Sanskrít og
samanburðarmáifræði en síðar voru þau kölluð Indóevrópsk saman-
burðarmálfræði, eins og sjá má af töflunum. Þótt indóevrópsku nám-
skeiðin séu þarna númeruð I—VI höfðu þau reyndar ekki alveg svo mörg
númer í kennsluskránni. En standi í kennsluskránni að í námskeiðinu
„Almenn málvísindaleg greining" verði haldið áfram með umfjöllun
námskeiðsins „Indóevrópsk samanburðarmálfræði IV“ er sú kennsla
færð undir námskeiðsheitið „Indóevrópsk samanburðarmálfræði V“ í
töflunni o.s.frv. Eins og oft vill verða var þarna ákveðið samband milli
framboðs og eftirspurnar og margir úrvalsnemendur sóttu þessi nám-
skeið, enda átti Jón kost á lærðum samkennurum á þessu sviði þegar leið
á tímabilið.
Kennarar i málvísindum við Háskóla íslands 1975—1985
Eins og töflurnar sýna náði Jón að safna að sér talsverðum hópi stunda-
kennara, auk þess sem nokkrir kennarar tóku þátt í málvísindakennslunni
þótt þeir væru í föstu starfi í öðrum greinum. Lista yfir þessa kennara má
sjá í töflu 4 á næstu síðu, en hann er byggður á töflum 1—5 og því áreiðan-
lega ekki alveg nákvæmur frekar en þær, af ástæðum sem áður var lýst.
Hér er ekki heldur tekið tillit til þess hvort menn kenndu námskeiðin
einir eða með öðrum.
Jón Gunnarsson og Arni Böðvarsson voru einu kennararnir sem höfðu
fast starf í málvísindum á þessum tíma og Árni var aðeins í hlutastarfi.
Halldór Guðjónsson hafði fast starf í stærðfræði við Háskóla Islands,
Helgi Guðmundsson í íslenskri málfræði, Peter Spby Kristensen var
danskur lektor, Ros-Mari Rosenberg finnskur lektor, Derry Malsch var
gestakennari kostaður af Fulbright-stofnuninni og Randa Mulford hafði
rannsóknarstyrki, fyrst frá Nato og síðan frá Vísindasjóði (fyrirrennara
Rannsóknasjóðs Islands). Aðrir voru „óbreyttir stundakennarar“ og flestir