Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 15
Jón Rúnar Gunnarsson
13
Jón sem kennari og samanburðarmálfræðingur
Við sem hófum nám í almennum málvísindum við Háskóla Islands í
kringum 1980 köllum þá daga uppgangstíma og blómaskeið. Við komum
þar að nýstofnaðri kennslugrein í Heimspekideild þar sem okkur var
tekið opnum örmum af nemendum, sem töldu sig eldri og reyndari, og
kennurum sem báru það með sér að vera ungir og ferskir. Upp úr þess-
um hópi ungra háskólakennara stóð Jón Gunnarsson og skar sig úr.
Almenn málvísindi voru orðin aðalgrein til BA-prófs; þar var Jón
Gunnarsson eini fasti kennarinn í fullu starfi og hann var kjölfestan. Það
gekk misvel að manna kennsluna og Jón tók þá að sér það sem til féll.
Hann virtist taka það bókstaflega að sjá þyrfti um kennslu í þeim val-
greinum sem nemendur óskuðu helst eftir. Fundur um valnámskeið
næsta vetrar byrjaði þannig að Jón ávarpaði hópinn með orðunum: „Elsk-
urnar mínar, hvað viljið þið læra?“ Síðan var reynt að manna þau námskeið
og Jón kenndi allt sem gekk af. Hann fór þess vegna stundum langt fram
úr eðlilegri kennsluskyldu. „Mikil er þolinmæði ykkar, stúlkur," sagði
hann einu sinni við þríeyki sem beið hans á stigaskör í Aðalbyggingunni,
„að þurfa að þola mig tíu tíma á viku.“ Við höfum kannski aldrei sagt
honum nógu skýrt að við töldum það ekki eftir okkur og eltum hann
reyndar í fleiri námskeið en við þurftum til að fylla stundaskrána.
Þessir kennslusiðir Jóns báru vitanlega óvenjulegri fjölhæfni vitni og
víðfeðmri þekkingu. Þetta vakti að því leyti sérstaka aðdáun að Jón sá
ekki eingöngu um byrjendakennslu, heldur tók að sér framhaldsnámskeið
líka um margvísleg efni og sýndi þar mikla hugkvæmni. Námskeið í
beygingarfræði snerist til dæmis um að greina sundur og saman beyging-
arkerfi tungumálsins kamchadal á Kamtsjatka-skaga. Viðfangsefni BA-
ritgerða, sem Jón hafði umsjón með, voru líka afar fjölbreytt.
Þegar skipulag kennslu í almennum málvísindum var mótað undir
stjórn Jóns voru tvær ákvarðanir teknar sem má kalla sérstök heillaspor.
Onnur var að stofna skyldunámskeiðið „Þróun málvísinda", sem kynnir
nemendum sögu málvísindanna snemma á ferlinum. Þetta hafa margir
háskólar vanrækt. Hin fólst í því að láta nemendur á fyrsta misseri velja á
milli námskeiðanna „Mál annarrar ættar“ annars vegar og „Sanskrít og
samanburðarmálfræði" hins vegar. Við sem völdum samanburðarmál-
fræðina fundum fljótt að þar sló hjarta Jóns. Hann hafði tólf nemendur í
mínum árgangi, taldi það met í þessum heimshluta og færðist allur í aukana.
Nám í indóevrópskri samanburðarmálfræði snýst annars vegar um að
læra fornar tungur og glíma við forna texta og hins vegar um málfræðina,