Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 19
Jón Rúnar Gunnarsson
17
málmyndunarfræði. Jón fór vandlega í gegnum hverja greinina á fætur
annarri og bætti inn í umfjöllun dæmum úr íslensku og raunar héðan og
þaðan. Eg hef sterkan grun um að margt af því sem leynast kann í glós-
um nemenda hans frá þessum tíma og síðar kunni að hafa nokkurt gildi,
jafnvel mikið. Sumt af því virðist hafa skilað sér inn í ýmsar athuganir og
greinar sem síðar hafa verið skrifaðar.
Leiðbeinandinn
Þegar nemendur voru komnir á það stig að huga þurfti að lokaritgerð var
fyrsti áfanginn að líta inn í kjallarann á Aragötu en þar hafði Jón skrif-
stofu. Bækur voru uppi um alla veggi og í stöflum á gólfinu, ritvél á litlu
skrifborði, þykk gluggatjöld, glugginn sjaldan opinn. Hann gaf sér góðan
tíma, gramsaði og leitaði að bókum eða ljósritum, sem hann fann alltaf,
bauð upp á te eða kaffi eftir atvikum, stöku sinnum í Norræna húsinu,
hann útvegaði flestar heimildir og benti á hinar. Röddin var lágstemmd
og hann reykti salem. Drægist leiðsögn fram á nótt var eins víst að
Margrét kæmi með samloku handa Jóni og þegar hún var farin gaukaði
hann samlokunni að nemandanum.
Það kom í minn hlut að semja BA-ritgerð um samhljóðaklasa í ein-
kvæðum orðum, greina þá og bera saman við nokkur erlend mál, en eitt
af þeim var nuckö, eitthvert mál sem ég hafði aldrei heyrt talað um. Hann
dró upp þrjár snjáðar bækur eftir Danell frá 1905 um þessa eistlands-
sænsku mállýsku. „Hafðu þetta,“ sagði Jón „en svo er auðvitað gott að
renna í gegnum Blöndal." Nauðsynlegt var að skoða hverja flettu í
Blöndal, því ég átti að finna sem flesta bakstöðuklasa, og beygja orðin í
huganum til þess að finna alla kosti. Þetta var fróðlegur lestur og nokkr-
ir klasar fundust. Síðan bættist auðvitað mikið við í kjallaranum á
Aragötunni, til dæmis bakstöðuklasinn /fsdnsks/ sem kemur fyrir í
lýsingarorði af nafnorðinu Vefsn, eignarfallið er vefsnsks. Þetta var sumar-
vinnan árið 1980 og einhvern veginn tókst að tjasla saman stuttri ritgerð
fyrir brautskráningu þá um haustið. Margir áttu síðar eftir að semja rit-
gerðir hjá Jóni og efnið var ýmislegt, allt frá Sæunnarmáli húnvetnsku
stúlkunnar hennar Sigríðar Þorvaldsdóttur (ritgerðin heitir Hœja offo-
umh igg avv avv sem þýðir ‘Sæunni þykir bágt að geta ekki talað’) til
rýrnunar í fallkerfi 40 indóevrópskra mála með samanburði við 18 mál
annarrar ættar sem Kolbrún Eggertsdóttir tók að sér að skoða. Einhvers
staðar þarna á milli er Áslaug Jóna Marinósdóttir sem skrifaði gagnmerka
ritgerð um fleirtölumyndun í-máli barna.