Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 20
i8
Sigurður Konrdðsson
Mál barna ogprjónatölvan
Undirbúningur að dálítilli barnamálsrannsókn hófst 1977 og niðurstöður
rannsóknarinnar birtust 1986. ]ón Gunnarsson átti allan veg og vanda af
framburðarhluta rannsóknarinnar, ekki síst vegna þess að hann hafði góð
sambönd við fræðimenn og rannsóknarfólk í Noregi, Svíþjóð og Dan-
mörku. Hann útvegaði ýmis gögn, fræðirit og skýrslur, og svo var eins og
hann vissi alltaf hvert ætti að leita þegar spurningar vöknuðu. Hann var
dálítið eins og „selektív leitarvél", en það gæti hann hafa sagt um einhvern
annan en sjálfan sig. Arið 1979 birtist í Skímu í tveimur hlutum greinin
„Máltaka“. Hún hefur æ síðan verið kölluð Skímugreinin og mér er til efs
að sambærilega grein megi finna í samanlögðum heimsbókmenntunum.
„Frumkvöðull framburðarkönnunarinnar“ er hann kallaður í formála
greinargerðarinnar um barnamálsrannsóknarinnar og eru það orð að
sönnu. En Jón var þó ekki mikið fyrir að sitja á fjölmennum skipulags-
fundum í Stakkahlíð. Hann vann sín verk í hljóði og það kom ekki síst í
minn hlut að vitja gagna sem hann hafði í huga þegar ég sótti hann heim
í kjallaraherbergið á Aragötu. Þá var nauðsynlegt að hafa blað og blýant til
að ná því niður sem valt upp úr honum. Hann virtist hafa fullkomið yfir-
lit yfir alla þræði rannsóknarinnar. Höskuldur Þráinsson og Sigríður
Magnúsdóttir áttu líka stóran þátt í framburðarprófinu — og raunar ekki
síður í fleirtöluprófinu sem lagt var fyrir sömu börn — því þau höfðu
útbúið próf sem voru notuð í þessari rannsókn. En rannsóknin varð
stærri en framburðar- og fleirtölurannsókn þar sem 200 börn komu við
sögu og kölluð var þverskurðarrannsókn. Til þess að vega upp á móti
þverskurði varð að hafa langskurð og í þeim tilgangi var kallað á banda-
ríska málvísindakonu, Röndu Mulford, sem var styrkþegi hér á landi um
þessar mundir og skipulagði rannsókn á máltöku þriggja ungra barna í
samráði við Jón. Randa þessi hafði reyndar komið mikið við sögu í
hljóðkerfisfræði hjá Höskuldi því hann notaði hana óspart til að sýna
stúdentum fram á að M-hljóðvarp væri lifandi regla, Randa um Röndu.
Árið 1982 var kominn nokkur skriður á að vinna úr hluta gagna sem
safnað hafði verið í framburðarrannsóknum. Framburður var skráður á
sérstök eyðublöð í stærðinni A4, 20 síður fyrir hvert barn. Það gat verið
dálítið erfitt að fá yfirsýn þegar börnin voru orðin 200 og hvert þeirra
prófað tvisvar sinnum, samtals 8000 blöð. En þá var það sem Jón stakk
upp á því að skrá niðurstöður í svokallaða prjónatölvu. Þetta var fremur
einfalt fyrirbæri sem svo hefur verið lýst (Sigurður Konráðsson 1983):