Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 25
ÁSGRÍMUR ANGANTÝSSON
Um orðaröð í færeyskum aukasetningum
i. Inngangur
Markmið þessarar greinar er að staðsetja færeysku á meðal norrænna
mála með tilliti til setningagerðar, einkum hvað varðar stöðu persónu-
beygðrar sagnar í aukasetningum.1 Islenska er þekkt fyrir ríkulega sagn-
beygingu og færslu sagnar fram fyrir setningaratviksorð í öllum gerðum
aukasetninga, ólíkt skandinavísku meginlandsmálunum. Færeyska er stund-
um talin miklu líkari málum eins og dönsku en íslensku að þessu leyti, á
þeirri forsendu að sagnfærsla sé nánast útdauð í aukasetningum nema í
sérstökum undantekningartilvikum (sbr. Vikner 1995 og Wiklund o.fl.
2009), en því hefur einnig verið haldið fram að færeyska sé mitt á milli
íslensku og meginlandsmála á borð við dönsku hvað þetta varðar (sbr.
Höskuld Þráinsson 2001, 2010 og Heycock o.fl. 2012). Gögnin sem hér
eru kynnt sýna að sagnfærsla fær mun betri dóma í aukasetningum í fær-
eysku en dönsku en talsvert síðri en í íslensku og renna því stoðum undir
síðarnefndu hugmyndina.
í (1) má sjá dæmi um mismunandi röð persónubeygðrar sagnar og
setningaratviksorðs í skýringarsetningu í færeysku:
(1) Sögn í öðru sæti (S2) og sögn í þriðja sæti (S3)
a. Eg haldi, at Jógvan hevur ongantíð lisið bókina.
b. Eg haldi, at Jógvan ongantíð hevur lisið bókina.
(Eg held að Jógvan hafi aldrei/aldrei hafi lesið bókina.)
S2-röð eins og í (ía) er alltaf sjálfgefin eða hlutlaus í aukasetningum í
íslensku en hún er bundin við ákveðnar tegundir aukasetninga í skand-
1 Ég þakka ritstjóra, Höskuldi Þráinssyni, og tveimur ónafngreindum ritrýnum fyrir
gagnlegar athugasemdir við fyrri gerð þessarar greinar. Victoriu Absalonsen og Per Jacob-
sen er þökkuð aðstoð við gerð spurningalista. Greinin byggist á doktorsrannsókn höfund-
ar sem styrkt var af Eimskipafélagssjóði Háskóla Islands. Færeysku gögnunum var safnað
með stuðningi Háskóla Islands, ScanDiaSyn (Scandinavian Dialect Syntax) og NORMS
(Nordic Center of Excellence in Microcomparative Syntax). Þessum aðilum og öðrum
sem nefndir eru í þakkarorðum doktorsritgerðarinnar er mér ljúft og skylt að færa ítrek-
aðar þakkir.
íslenskt máltf (2013), 23-55. © 2013 íslenska málfrtzdifélagið, Reykjavík.