Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 29
Unt orðaröð í f&reyskum aukasetningum
27
pláss sé í BL gæti hugmyndin um samsettan BL m.a. falið í sér að hugs-
anleg frumlagspláss væru fleiri en eitt, þ.e. eitt í AsamrL og annað í TíðL,
eins og nánar verður vikið að síðar.
Formgerð í stíl við (6) var fyrst sett fram af Rizzi (1997) og hug-
myndir af þessu tagi eru áberandi í nýlegum skrifum um orðaröð og
færslur á vinstrivæng setninga í ýmsum málum (sjá Cardinaletti 2009 og
rit sem þar er vísað til). Helstu eiginleikar þessara varpana eru eftirfar-
andi:
(7) Merkiliður (ForceP): Tengist ytri orðræðu og varðar tegund
setningarinnar.
Inntaksliður (FiniteP): Tengist inntaki BL.
Kjarnaliður (TopicP): Sérstök vörpun fýrir framfærðan kjarna
umræðunnar.
Fókusliður (FocusP); Sérstök vörpun fyrir framfærðan fókus.
Haegeman (2003, 2008) byggir á Rizzi en gerir greinarmun á tegunda-
mörkurum (MerkiL) og einföldum undirskipurum (e. subordinators).
Hún gerir ráð fyrir að sérstakur undirskipunarliður (e. subordinator
phrase) hýsi aukatenginguna og geri setninguna sambræðanlega við það
sem á undan kemur — óháð tegund aukasetningarinnar.
Hér verður litið svo á að varpanirnar í (5—6) séu mögulegar samsetn-
ingar BL og TL en ekki endilega sjálfgefnar eða algildar.
2.2 Sagnbeyging og sagnfáirsla
í skrifum um norræna setningafræði hafa ýmsir þættir í þróun og breyti-
leika málanna (orðaröð, samræmi frumlags og sagnar, fallmörkun o.fl.)
verið tengdir við eiginleika beygingarliðarins (sbr. Höskuld Þráinsson
1986, Platzack 1987, Halldór Armann Sigurðsson 1989, Eirík Rögnvalds-
son og Höskuld Þráinsson 1990, Holmberg og Platzack 1995, Höskuld
Þráinsson 2010; sjá einnig nýlegar umræður hjá Heycock o.fl. 2012, 2013,
og Koeneman og Zeijlstra 2012). Vikner (1995:160—163), sem annars
gerir ráð fyrir að almenn S2-regla (e. generalized V2) í málum eins og
íslensku feli í sér færslu sagnar úr SL í tenglið (TL), gengur líka út frá að
komið í staðinn, enda er allt breytingum undirorpið í þessum fræðum. Hér er þó gert ráð
fyrir samræmisliðum (einkum frumlagssamræmisliðnum, FsamrL — andlagssamræm-
isliður kemur ekki við sögu) til að auðvelda samanburð við ýmis skrif um íslenska og nor-
ræna setningagerð sem vikið verður að hér á eftir.