Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 32
3°
Ásgrímur Angantýsson
FLOKKUR UMSAGNIR
A segja, tilkynna, hrópa upp yfir sig, staðhæfa, fullyrða, sverja, vera satt, vera öruggt, vera augljóst
B búast við, halda, hugsa, ímynda sér, það virðist, það gerist, það lítur út fyrir
C vera (ó)líklegt, vera (ó)mögulegt, vera (ó)sennilegt, efast um, neita, þræta fyrir
D gremjast, sárna, harma, vera hissa, þykja leitt, vera skrýtið, vera áhugavert
E átta sig á, gera sér ljóst, finna út, uppgötva, vita, sjá
Tafla i: Flokkun umsagnasem taka með sér skýringarsetningar.
Flokkar A, B og C sýna umsagnir sem eru ekki staðreyndaumsagnir en
flokkar D og E sýna staðreyndaumsagnir. í flokkum D og E er gengið að
innihaldi skýringarsetningarinnar sem gefnu.
Lítum á nokkrar setningar til þess að átta okkur betur á þessu (þessi
umfjöllun er einnig byggð á Hooper og Thompson 1973):
(10) a. Haraldur segir að María hafi lesið bókina.
b. Haraldur heldur að María hafi lesið bókina.
c. Haraldur efast um að María hafi lesið bókina.
d. Haraldi sárnar að María hafi lesið bókina.
e. Haraldur uppgötvaði að María hafði lesið bókina.
(Flokkur A)
(Flokkur B)
(Flokkur C)
(Flokkur D)
(Flokkur E)
í setningum eins og (íoa) er annaðhvort staðhæfingin í aðalsetningunni
eða staðhæfingin í skýringarsetningunni meginstaðhæfing segðarinnar í
heild. í seinna tilvikinu hefur umsögnin í móðursetningunni svigamerk-
ingu. Ef umsögnin í aðalsetningunni er sögn á borð við ‘halda’, eins og í
(íob), er staðhæfingin í skýringarsetningunni venjulega meginstaðhæf-
ingin. Þetta þýðir að fylliliðir umsagna af gerð A og B geta falið í sér stað-
hæfingu. Fylliliðir umsagna á borð við ‘efast um’ (íoc) fela hins vegar ekki
í sér staðhæfingu. Staðreyndaumsagnir eins og ‘sárna’ (íod) láta í ljós ein-
hvers konar tilfinningu eða huglægt mat á fyrirfram gefnu innihaldi skýr-
ingarsetningarinnar. Loks segja hálfstaðreyndaumsagnir eins og ‘átta sig
á’ til um á hvern hátt frumlagið komst að því að staðhæfingin í skýringar-
setningunni er sönn. Hooper og Thompson (1973:480) gera ráð fýrir að
fýlliliðir af þessari gerð (loe) geti falið í sér staðhæfingu og það er auðvelt
að tilfæra dæmi um það: Égvaraðuppgötvaaðreiðhjóliðerhorfið. Hér ligg-