Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 37
Um orðaröð í fareyskum aukasetningum
35
spurningalistans varðaði S2/S3 í mismunandi gerðum aukasetninga með
setningaratviksorðum á borð við ikki, ongantíð og altíð sem koma aðeins
fyrir á undan SL. I þessum undirkafla og líka í umræðunni um kjarna-
færslu í aukasetningum er dæmunum raðað í samræmi við flokkun
Hooper og Thompson (1973) á umsögnum sem taka með sér setningar
sem fylliliði.
I töfluy eru sýndar niðurstöður um S2 og S3 í fylliliðum sagna af gerð
A, B og E (sum dæmin eru byggð á setningum frá Höskuldi Þráinssyni
o.fl. 2004):
JA P NEI
(14) Jón sigur, at hann koyrdi ikki bilin. (A) S2 (Jón segir að hann hafi ekki keyrt bílinn.) 73% 12,5% 14.5%
(15) Jón sigur, at hann ikki koyrdi bilin. (A) S3 (Jón segir að hann hafi ekki keyrt bílinn.) 94% 4% 2%
(16) Anna sigur, at Jógvan hevur ikki lisið hesa bókina. (A) S2 (Anna segir að Jógvan hafi ekki lesið þessa bók.) 73% 12.5% 14-5%
(17) Eg haldi, at Jógvan hevur ongantíð lisið bókina. (B) S2 (Eg held að Jógvan hafi aldrei lesið bókina.) 40% 40% 20%
(18) Eg haldi, at Jógvan ongantíð hevur lisið bókina. (B) S3 (Ég held að Jógvan hafi aldrei lesið bókina) 85% 13% 2%
(19) Hann helt, at vit hpvdu ikki sæð hasa gentuna fyrr. (B) S2 (Hann hélt að við hefðum ekki séð þessa stelpu áður.) 56% 31% 13%
(20) Hann fann útav, at hann hevði ikki lisið hasa bókina.(E) S2 (Hann uppgötvaði að hann hefði ekki lesið þessa bók.) 67% 25% 8%
Taflay. Orðaröð í fylliliðum umsagna afgerðA, B og E.
S3-röðin (dæmi (15) og (18)) kemur mun betur út en en S2-röðin. S2 í
fylliliðum siga (flokkur A, dæmi (14) og (16)) og finna útav (flokkur E,
dæmi (20)) fær býsna jákvæð viðbrögð en með halda (flokkur B, dæmi
(17) og (19)) eru undirtektirnar talsvert síðri, a.m.k. ef einungis er litið til
þeirra sem telja setningarnar góðar.
I töflu 4. eru dæmi um S2/S3 í fylliliðum staðreyndaumsagna af flokki
D.