Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 38
36
Asgrímur Angantýsson
JA NEI
(21) Anna er kedd av, at Jógvan hevur ongantíð lisið bókina.(D) S2 (Onnu þykir leitt að Jógvan hafi ekki lesið bókina.) 33% 38% 29%
(22) Anna er kedd av, at Jógvan ongantíð hevur lisið bókina. (D) S3 (Önnu þykir leitt að Jógvan hafi ekki lesið bókina.) 98% 2% 0%
(23) Ráðharrin harmast um, at teir hava ikki broytt lógina. (DJS2 (Ráðherrann harmar að þeir hafi ekki breytt lögunum.) 10% 63% 27%
(24) Ráðharrin harmast um, at teir ikki hava broytt lógina. (D)S3 (Ráðherrann harmar að þeir hafi ekki breytt lögunum.) 98% 2% 0%
Tafla 4: Orðaröð í fylliliðum umsagna afgerð D.
I fylliðum umsagnanna harmast um og vera keddur af, sem fela ekki í sér
staðhæfingu, fær S2-röðin miklu neikvæðari viðbrögð.5 Þessar niður-
stöður benda til þess að möguleikinn á S2 í aukasetningum með frumlagi
í fyrsta sæti í færeysku sé a.m.k. að hluta háður merkingarlegum þáttum
(sjá einnig Bentzen o.fl. 20073, 200yb). Engu að síður er athyglisvert að
þótt S3 fái alltaf betri dóma en S2 í skýringarsetningum þá er greinilegt
að S2 gengur mjög auðveldlega í færeysku og mun betur en í dönsku (sjá
Asgrím Angantýsson 2011:95—101).6 Þessi munur er óvæntur ef gert er
ráð fyrir að sagnfærsla í málum eins og færeysku og dönsku sé ein-
göngu háð því skilyrði að umsögnin í móðursetningunni feli í sér stað-
hæfingu.
I íslensku tilbrigðarannsókninni, þ.e.a.s. í könnun 2 (755 þátttakendur)
og könnun 3 (714 þátttakendur), fengu dæmi um S2 og S3 í skýringar-
setningum eftirfarandi dóma (sjá Höskuld Þráinsson og Asgrím Angan-
týsson, væntanl.):
5 í færeysku tilbrigðakönnuninni fékk setning sem var sambærileg við (21) heldur
neikvæðari dóma (sbr. Höskuld Þráinsson, væntanlegt).
6 Heycock o.fl. (2012:566) bera saman tíðnitölur úr 353 aukasetningum í færeysku og
316 aukasetningum í dönsku, hvort tveggja úr textum dagblaða. Þar kemur m.a. fram að
persónubeygð sögn fer á undan neitun í 41% tilvika í færeyskum skýringarsetningum en
einungis í 1% tilvika í dönskum skýringarsetningum.