Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 39
Um orðaröð í fareyskum aukasetningum 37
JÁ p NEI
(15) Ég held að Anna hafi ekki lesið bókina. (S2) 97.3 1,9 0,8
(26) Ég held að Stebbi ekki hafi þvegið gólfið. (S3) 20,8 3,6 75,6
(17) Kennarinn segir að Haraldur ekki hafi lesið bókina. (S3) 21,3 11,0 67,7
(28) Honum sárnaði að Kastljósið fjallaði aldrei um þær. (S2) 73,9 12,3 13,8
(29) Honum leiddist að stjórnin aldrei hlustaði á þær. (S3) 11,2 7,2 81,6
Tafla 5: Orðaröð í skýringarsetningum í íslensku.
Hér blasir við allt önnur mynd en í færeysku: Langflestir samþykkja S2
og hafna S3 og tiltölulega fáir velkjast í vafa. Til samanburðar er fróðlegt
að skoða niðurstöður úr könnun sem höfundur gerði á Vestur-Jótlandi
(24 þátttakendur, sjá Asgrím Angantýsson 2011:95—100):
JA P NEJ
(30) Karen siger at Peter ikke har læst den bog (Karen segir að Peter ekki hafið lesið þessa bók) S3 96% 4% O
(31) Karen siger at Peter har ikke læst den bog S2 25% 37-5% 37-5%
(32) Hvordan sagde hun at b0rnene altid havde lært historie? (Hvernig sagði hún að börnin hefðu alltaf lært sögu?) S3 79% 17% 4%
(33) Hvordan sagde hun at börnene havde altid Iært historie? S2 25% 37-5% 37-5%
(34) Vi ved at Bo ikke har læst denne bog (Við vitum að Bo ekki hefur lesið þessa bók) S3 92% 8% O
(35) Vi ved at Bo hár ikke læst denne bog S2 33% 29% 38%
(36) Det var en overraskelse at Helge geme ville læse den her bog S3 (Það kom á óvart að Helge gjarnan vildi lesa þessa bók) 96% 4% O
(36) Det var en overraskelse at Helge ville gerne læse den her bog S2 17% 29% 54%
Tafla 6: Orðaröð í skýringarsetningum í dönsku.
Hér fær hin ómarkaða S3-röð yfirleitt mjög góða dóma eins og vænta
mátti en S2-dæmin fá mun lakarari undirtektir en í færeysku. Fjórðungur
þátttakenda samþykkir S2 í fylliliðum sige ‘segja’ (flokkur A) og þriðjung-