Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Síða 44
42
Asgrímur Angantýsson
JA p NEI
(59) Anna sigur, at hesa bókina hevur Jógvan ikki lisið. (Anna segir að þessa bók hafi Jón ekki lesið.) A 77% 19% 4%
(60) Hann helt, at hasa gentuna h0vdu vit ikki sæð fyrr. (Hann hélt að þessa stelpu hefðum við ekki séð áður.) B 67% 19% 14%
(61) Hann fann útav, at hasa bókina hevði hann ikki lisið. (Hann uppgötvaði að þessa bók hefði hann ekki lesið.) E 94% 4% 2%
(62) Ráðharrin harmast um, at lógina hava teir ikki broytt. (Ráðherrann harmar að lögunum hafi þeir ekki breytt.) D 6% 21% 73%
(63) Eg ivist í, at/um handa mannin hevur hon sæð.10 (Eg efast um að þennan mann hafi hún séð.) C 2% 8% 90%
Tafla 12: Kjarnafœrsla ískýringarsetningum ífzreysku.
Kjarnafærsla fær fína dóma í fylliliðum siga (flokkur A), halda (flokkur B)
og sérstaklega finna útav (flokkur E) en aftur á móti samþykkja mjög fáir
kjarnafærslu í fylliliðum harmast um (flokkur D) og ivast í (flokkur C). í
flokkum A, B og D eru nokkuð margir í vafa um ágæti setninganna.
í íslensku tilbrigðarannsókninni (sbr. Höskuld Þráinsson, Ásgrím
Angantýsson og Heimi Frey Viðarsson, væntanl., Ásgrím Angantýsson,
væntanl.) er munurinn á flokkum A, B og E annars vegar og C og D ekki
nálægt því eins skýr og í færeysku:
JÁ P NEI
(64) Hann sagði að þjóðsönginn gæti hann ekki sungið. A 42,8 23.3 33.9
(65) Hann hélt að þá mynd hefðum við ekki séð. B 46,6 23.5 29,9
(66) Hann uppgötvaði að þá bók hafði hann ekki lesið. E 67,4 16,2 16,4
(67) Ráðherrann harmar að það mál skuli þeir ekki hafa rætt. D 32,8 23,1 44,1
(68) Ég efast samt um að þennan mann hafi hún hitt. C 44,2 23,0 32,8
Tafla 13: Kjarnafarsla í skýríngarsetningum í islensku.
10 Ef tengingin um er notuð breytir aukasetningin væntanlega um eðli, þ.e. þá verður
hún eins og spurnarsetning með hvort og þá má búast við neikvæðari dómum um kjarna-
færsluna.