Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 49
47
Um orðaröð í fczreyskum aukasetningum
falleinkunn í spurnaukasetningum, atvikssetningum og tilvísunarsetn-
ingum.
Niðurstaðan er því sú að færeyska sé mitt á milli íslensku og skand-
inavísku meginlandsmálanna hvað varðar S2-röð í aukasetningum. Það
endurspeglast í því að S2 í aukasetningum er annars vegar rótarfyrirbæri
eins og hún er í norrænu meginlandsmálunum (en ekki íslensku), þ.e.a.s.
háð eiginleikum TL á svipaðan hátt og kjarnafærsla (sjá nánar um skil-
yrði hennar í næsta kafla), en líka að hluta til BL-fyrirbæri eins og hún
er í íslensku (en ekki skandinavísku meginlandsmálunum), því hún er
ekki algjörlega útilokuð í aukasetningum þar sem kjarnafærsla gengur
ekki, auk þess sem hún sýnir nokkra fylgni við leppsetningar með áhrifs-
sögn.
5. Kjarnafærsla og formgerð skýringarsetninga
Helstu niðurstöður um kjarnafærslu í aukasetningum í færeysku og
íslensku voru þær að langflestir samþykktu hana í skýringarsetningum
sem eru fýlliliðir umsagna af gerð A ('segja’), B (‘halda’), og E (‘upp-
götva’). Þónokkrir íslenskir málhafar samþykktu einnig kjarnafærslu í
fylliliðum umsagna af gerð C (‘efast um’) og D ('harma’) en flestir fær-
eysku málhafarnir höfnuðu slíkum dæmum. I öðrum tegundum auka-
setninga gekk kjarnafærsla yfirleitt mjög illa. I þessum kafla verður sýnt
hvernig hægt er að gera grein fýrir hömlum á kjarnafærslu í skýringar-
setningum.
I nýlegum skrifum um norræna setningafræði hefur því verið haldið
fram að TL sé stundum í fullri stærð (sbr. umræðuna hér að framan) en
stundum stýfður (sjá t.d. Bentzen o.fl. 2007a, 2007!?, Julien 2007, Wik-
lund o.fl. 2009 og rit sem þar er vitnað í). Hömlur á kjarnafærslu eru þá
skýrðar á þá leið að kjarnafærsla geti ekki átt sér stað nema viðkomandi
vörpun (KjarnaL) sé til staðar í formgerðinni. Tilvist KjarnaL tengist
samkvæmt þessum hugmyndum því hverrar gerðar umsögnin í móður-
setningunni er og gert er ráð fyrir að fylliliðir umsagna af gerð C og D séu
stýfðir í þessum skilningi.
Nú höfum við séð að a.m.k. sumir málhafar samþykkja kjarnafærslu
í fylliliðum umsagna sem ekki fela í sér staðhæfingu (flokkar C og D). I
ljósi þess er hér gert ráð fyrir að skýringarsetningar hafi allar sömu form-
gerð (óstýfða) en að tilteknir merkingarþættir skipti máli, þ.e. þættirnir
[±staðhæfing] (e. assertive) og [± gefin forsenda] (e. factive):