Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 65
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð?
63
Það liggur beinast við að túlka gögn af þessu tagi sem vísbendingu um
það að fo-framburðurinn hafi verið ung nýjung á þessum tíma og þess
vegna fyrst og fremst bundinn við mál yngstu kynslóðarinnar þá. Sú túlk-
un fær líka stuðning af því að þessa framburðar er ekki getið í eldri rann-
sóknum á tilbrigðum í íslenskum framburði (sjá t.d. Jón Ofeigsson 1920—
1924, Björn Guðfinnsson 1946, 1947, 1964). Þeir Kristján og Höskuldur
túlkuðu þessar niðurstöður einmitt á þennan hátt í þeim skrifum sem
áður er vísað til. I tilvikum af þessu tagi er oft talað um málbreytingu í
sýndartíma (e. linguistic change in apparent time) því að myndir á borð við
mynd 1 sýna auðvitað ekki ástand málsins á ólíkum tímum og þar með
raunverulega framvindu málbreytingar yfir tiltekið tímabil heldur aðeins
kynslóðamun á ákveðnum tíma. Bandaríski félagsmálfræðingurinn William
Labov mun hafa verið brautryðjandi í því að nota hugtakið sýndartími (e.
apparent time) í þessu samhengi (t.d. 1966), en fram að því höfðu mál-
fræðingar fýrst og fremst stuðst við aðferð (2a) við athuganir á málbreyt-
ingum (sjá t.d. umræðu hjá Bailey o.fl. 1991, Eckert 1997, Bailey 2002,
Chambers 2002 og í ritum sem þar er vísað til, sbr. líka Labov 1972 og
2001:45 o.áfr.).
Það er hins vegar ekki fýrirfram gefið að súlurit á borð við mynd 1 (eða
samsvarandi línurit) gefi vísbendingar um málbreytingu í sókn. Annar
túlkunarmöguleiki er sá að það málfarseinkenni sem í hlut á (hér /y-fram-
burðurinn) sé bundið við tiltekið aldursskeið. Þess háttar túlkun á mynd 1
fæli þá í sér að G-framburður væri einkenni á málfari unglinga á hverjum
tíma en eltist síðan af þeim. Slík fyrirbæri eru auðvitað til og þá er talað
um aldursbindingu (e. age-grading, sbr. þau rit sem vísað er til í lok
undanfarandi efnisgreinar, einnig Sankoff 2005, Sankoff og Blondeau
2007, Wagner 2012). Svo er að sjá sem bandaríski formgerðarstefnu-
hafði viðkomandi framburð heldur hversu oft framburðurinn kom fyrir í gögnunum.
Hugsum okkur t.d. að þátttakendur í einum aldurshóp hefðu verið fimm og hefðu lesið
texta þar sem orðin buxur og fax komu fyrir. Ef einn þátttakandi ber bæði orðin fram með
fo-framburði, þrír annað þeirra en ekki hitt og einn þátttakandi hvorugt verður meðalein-
kunnin fyrir hópinn (2+2+2+l+2+l+2+l+i+l)/io = 1,5 (þ.e. 150 á skalanum á mynd í).
Meðaleinkunnin sýnir hins vegar ekki hversu margir höfðu hvaða framburð. Hún hefði
t.d. verið sú sama ef tveir hefðu borið bæði orðin fram með fa-framburði, einn annað orðið
og tveir hvorugt. — Loks má benda á að meðaleinkunnin 1,50 sýnir í þessu tilviki að ks-
framburður kom fyrir hjá þessum hópi í 50% þeirra tilvika þar sem hans mátti vænta (í 5
tilvikum af 10 mögulegum). Samband meðaleinkunna við slíkar prósentutölur verður hins
vegar flóknara þegar gert er ráð fyrir millistigi í framburðinum og einkunnin 1,5 slegin inn
fyrir þess háttar framburð eins og gert var fyrir sumar framburðarbreytur í RIN.