Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Side 73
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð?
71
e. Þeir eru að Ijúka við að negla járnið á þakið.
Á ég að hjálpa þeim ef þeir eru ekki búnir?
f. Eg bað Dag um að fara út í sjoppu og kaupa malt.
A hann að kaupa eitthvað annað ef það sé ekki til?
g. Jón hefur átt í erfiðleikum með námið.
Hann er bara ekki að skilja stærðfræðina.
Fyrstu tvö dæmin (þ.e. (7a) og (yb)) voru fremst í öllum spurningalist-
unum. Það fyrra er augljóslega ótækt (nema þá með sérstakri andstæðu-
áherslu á hana) en það síðara eðlilegt mál. Markmið dæma af þessu
tagi var einkum að skoða hvort þátttakendur væru með hugann við
verkefnið. Ef þeir teldu slík dæmi eðlilegt mál væri varasamt að taka
mark á dómum þeirra og jafnvel rétt að nota úrlausn þeirra ekki í úr-
vinnslunni. Almennt stóðust þátttakendur þetta próf þannig að fáum
úrlausnum var hent vegna þess að menn tækju ekki eftir muninum á
(7a, b).13 Hér skiptir líka máli að hægt var að nota dómana um (7a) til að
skoða hvort einhver aldurshópur, t.d. þeir yngstu, skæri sig úr í mati á
þessu ótæka dæmi. Ef yngstu þátttakendurnir hefðu t.d. ekki ráðið við
þessa rannsóknaraðferð, þ.e. að meta setningar á blaði, og t.d. haft til-
hneigingu til að segja að öll dæmin væru eðlilegt mál, hefði það átt að
koma fram í dómum um (7a). Eins og tafla 1 sýnir var það ekki svo (sjá
líka Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angantýsson og Einar Frey Sigurðs-
son 2013:39):14
13 Reyndar var yngsti þitttakendahópurinn grisjaður talsvert vegna þess að þar voru
kannanirnar yfirleitt lagðar fyrir heila grunnskólabekki (yfirleitt 9. bekk) þannig að mun
fleiri úrlausnir fengust úr þeim aldurshópi en öðrum. Markmiðið var að hafa 8 þátttak-
endur úr hverjum aldurshópi á hverjum könnunarstað, eins og síðar er lýst. Við þessa grisj-
un var m.a. tekið mið af mati á setningum (7a, b), en einnig voru lagðar til hliðar úrlausn-
ir frá þátttakendum sem voru af erlendu bergi brotnir, höfðu dvalist lengi erlendis, voru
tiltölulega nýfluttir á viðkomandi könnunarstað eða skrifuðu eitthvað óviðurkvæmilegt í
athugasemdadálkinn, t.d. „Þú ert fífl“ eða eitthvað í þeim dúr. Það var auðvitað sjaldgæft
en kom þó aðeins fyrir í 9. bekk. Ekki var talið líklegt að slíkir þátttakendur væru að svara
könnuninni eftir bestu samvisku.
14 I þessari töflu og flestum þeim sem hér fara á eftir er feitletrun oft notuð til að vekja
sérstaka athygli á ákveðnum tölum, t.d. þeirri hlutfallstölu (prósentutölu) sem er hæst.
Skammstafanirnar Ti, T2 og T3 vísa í þær þrjár yfirlitskannanir sem gerðar voru í
Tilbrigðaverkefninu og dálkarnir í þá fjóra aldurshópa sem um var að ræða, sbr. nánari
lýsingu hér á eftir. Kannanirnar voru gerðar á árunum 2005-2007 og voru í aðalatriðum
sama eðlis. Til þess að geta kannað sem flest atriði var ákveðið að hafa þær alls þrjár, en
sumir tóku þátt í fleiri en einni könnun. I sumum tilvikum voru tiltekin atriði skoðuð í
fleiri en einni könnun, t.d. þegar fyrstu niðurstöður vöktu nýjar spurningar.