Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 74
72
Höskuldur Þráinsson o.fl.
SETNING MAT 9. b. 20-25 40-45 65-70
(6a) Hann notar aldrei hana.
Eðlileg Ti 3,4% 2,0% 2,1% 3,2%
T 2 2,6% 1,5% 2,6% 5,4%
t3 6,5% 5,6% 1,2% 3,1%
Vafasöm Ti 9,8% 3,6% 3,7% 1,9%
T 2 4,6% 3,5% 4,2% 4,0%
t3 H,5% 5,1% 4,2% 4,3%
Ótæk T1 86,8% 94,4% 94,2% 94,9%
T2 92,8% 95% 93,2% 90,6%
t3 82,0% 89,3% 94,6% 92,6%
Tafla i: Mat einstakra aldurshópa á ótækri prufusetningu í tilbrigðakönn-
unum 1—3.
Af töflu 1 má sjá að hlutfall þeirra sem telur þessa ótæku setningu „eðli-
legt mál“ er mjög svipað í einstökum aldurshópum. Það liggur á bilinu
1,2% til 6,5%. Þetta merkir þá að gera má ráð fyrir einhverri ónákvæmni
(e. noise) í meðaltalssvörum af þessu tagi.15 Helsti munurinn á aldurs-
hópunum er sá að þeir yngstu eru heldur líklegri en þeir eldri að kalla
dæmið „vafasamt“. Þar af leiðir líka að hlutfall þeirra sem telja dæmið
alveg „ótækt“ verður yfirleitt heldur lægra hjá þeim yngstu en þeim
eldri.
Dæmi (70) er um nýju þolmyndina eða nýju, ópersónulegu setninga-
gerðina (sjá t.d. Sigríði Sigurjónsdóttur og Joan Maling 2001, Sigríði
Sigurjónsdóttur væntanl., Einar Frey Sigurðsson 2012 og rit sem þar er
vísað til) en (yd) er hefðbundin þolmynd. Dæmi (ye, f) sýna mismunandi
háttanotkun, dæmi (7g) felur í sér notkun hjálparsagnarinnar vera með
svokallaðri ástandssögn (skilja), en slík notkun er yfirleitt verulegum tak-
mörkunum háð (sjá t.d. Gunnar Gunnarsson 2010).
Eins og dæmapörin (jc,d) og sýna fólst könnunin gjarna í því að
prófa ólík afbrigði af hliðstæðum setningagerðum. Reynt var að hafa slík
15 Eins og sjá má af þessum tölum var þátttakendum ekki umsvifalaust „hent út“ þótt
þeir teldu þessa einu ótæku setningu tæka. Litið var á dóma um aðrar ótækar setningar
líka, svo og hvort einhver önnur atriði kynnu að gera úrlausnina tortryggilega (sjá nmgr.
13). Auk þess væri dæmi (7a) reyndar tæk setning ef sérstök áhersla væri á hana, eins og
áður var nefnt, en það gengi þó tæpast nema í ákveðnu samhengi sem ekki var fyrir hendi
í könnuninni.