Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Síða 75
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð?
73
dæmi sem sambærilegust svo að óviðkomandi atriði hefðu ekki áhrif á
mat þátttakenda. Stundum voru þátttakendur líka beðnir um að velja á
milli tveggja eða fleiri kosta (sjá Höskuld Þráinsson, Asgrím Angantýsson
og Einar Frey Sigurðsson 2013:34—37) eða fylla í eyður (sama rit, bls.
43—46). Þá voru einnig tekin viðtöl við nokkra þátttakendur til að kanna
nánar valin atriði (sama rit, bls. 47—60). Loks má bera niðurstöður úr
þessum könnunum og viðtölum saman við texta af ýmsu tagi, bæði tal-
málstexta og aðra texta, og það hefur þegar verið gert að nokkru leyti (sjá
nánar um þetta hjá Eiríki Rögnvaldssyni 2013, Astu Svavarsdóttur 2013
og Þórunni Blöndal 2013).
Gerðar voru þrjár skriflegar kannanir á um það bil 30 mismunandi
stöðum á landinu.16 Mismunandi atriði voru til skoðunar í þessum könn-
unum og yfir 700 einstaklingar tóku þátt í hverri þeirra, þannig að heild-
arfjöldi þátttakenda varð 2.241, þar af 1.113 karlar (49,7%) og 1.127 konur
(50,3%, sbr. Höskuld Þráinsson, Asgrím Angantýsson og Einar Frey
Sigurðsson 2013:19—28).17 Reynt var að hafa sem næst jafnmarga þátt-
takendur úr hverjum aldursflokki. Það tókst í aðalatriðum, eins og sjá má
á töflu 2:
ALDURSFLOKKUR FJÖLDI %
9. bekkur 603 26,9%
20—25 ára 580 25,9%
40—45 ára 555 24,8%
65-70 ára 503 22,4%
Alls 2.241 100%
Tafla 2: Þátttakendafjöldi íeinstökum aldurshópum í Tilbrigðaverkefninu.
í því yfirliti sem fer hér á eftir verður yfirleitt miðað við niðurstöður úr
mati þátttakenda á setningum og ekki byggt á þeim niðurstöðum sem
16 Auk þeirra voru tekin nokkur viðtöl til að kanna valin atriði betur (sjá nánari lýs-
ingu hjá Höskuldi Þráinssyni, Ásgrími Angantýssyni o.fl. 2013, sbr. líka nmgr. 14).
17 Hér er þó þess að gæta að allmargir þátttakendur úr eldri hópunum voru með i fleiri
en einni könnun. Markmiðið með því var að geta síðar skoðað tengsl sem flestra tilbrigða.
— Glöggir lesendur hafa svo kannski tekið eftir því að samanlagður fjöldi karla (1.113) og
kvenna (1.127) er ekki sá sami og uppgefinn heildarfjöldi þátttakenda (2.241). Astæðan er
sú að upplýsingar um kyn eins þátttakandans vantaði og þar sem gögnin voru nafnlaus
þegar þau voru slegin inn var ékki hægt að bæta þeim upplýsingum við í innslætti.