Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Síða 77
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð? 75
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T1031 Það var hrint stelpunni af hjólinu svo hún meiddist. 39.5 12,2 2,6 3.4 .481 .000 770
Tafla 3: Skýringard&mi sem sýnir jákvöitt mat aldurshópa á setningu.
Númerið T1031 merkir að dæmið var númer 31 í tilbrigðakönnun 1 (Ti).
Síðan koma fjórir dálkar, einn fyrir hvern aldurshóp. Yngstu þátttakend-
urnir eru úr 9. bekk (þ.e. um 15 ára) en hinir falla í þrjá aldurshópa.
Tölurnar í þessum dálkum sýna hve hátt hlutfall úr viðkomandi aldurs-
hópi taldi dæmið eðlilegt mál (þess vegna stendur „jákvætt mat“ í skýring-
unni við töfluna).
Dálkurinn sem er merktur r sýnir svonefndan fylgnistuðul, en hann
er mælikvarði á samband tveggja breyta (hér aldurs og mats þátttakenda á
dæminu). Gildi fylgnistuðuls getur verið frá -1 og upp í +1, þar sem
jákvæður stuðull merkir að gildin á breytunum fylgjast að í sömu átt
(báðar hækka eða báðar lækka) en neikvæður að gildi breytanna fara í
gagnstæðar áttir (önnur hækkar þegar hin lækkar). I náttúrulegum gögn-
um nær fylgnistuðull aldrei -1 eða +1, en í könnunum á borð við þá sem
hér er á dagskrá er oft sagt að fylgnistuðull um ±o,i sé til marks um veika
fylgni, +0,3 sýni meðalfylgni og yfir +0,5 tákni sterka fylgni (sjá t.d.
Field 2005:32). I töflunum hér á eftir er vakin sérstök athygli á fylgni sem
nær ±0,5 með því að feitletra þau gildi.18
I næstsíðasta dálki er sýnt svokallað p-gildi, en það er mælikvarði á
tölfræðilega marktækni. Því lægra semp-gildið er því minni líkur eru á að
niðurstaðan (t.d. fylgni milli tveggja breyta eins og hér, eða munur á til-
teknum hópum þátttakenda) sé tilviljun. I tölfræði er venja að líta svo á að
p þurfi að vera 0,05 eða lægra til þess að niðurstaða sé tölfræðilega mark-
tæk, en það þýðir að aðeins 5% líkur eða minni eru á að um tilviljun sé að
ræða. Þegar þátttakendur í könnun eru eins margir og í Tilbrigðaverk-
18 f eftirfarandi töflum er yfirleitt sýnd svokölluð Spearman-fylgni (e. Spearman’s
rbo), en talið er best að mæla fylgnina með aðferð Spearmans þegar skoðuð er fylgni við
raðbreytur (e. ordinal) eins og aldursflokkunin er hér. Fylgnistuðull Pearsons (e.
Pearson’s correlation coefficient) er aftur á móti frekar notaður ef verið er að skoða fylgni á
milli þrepabreyta (breyta á jafnbilakvarða, sbr. t.d. umræðu hjá Amalíu Björnsdóttur
2003:120, Einari Guðmundssyni og Arna Kristjánssyni 2005:317 o.v.). — Vakin er
athygli|á því að í þessari töflu og þeim sem hér fara á eftir eru fylgnistuðlar og p-gildi
táknuð með tölum á borð við .481 og .000 í staðinn fyrir 0,481 og 0,000 sem væri í betra
samræmi við íslenskar hefðir. Þetta er gert til að spara pláss í töflunum.