Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 78
76
Höskuldur Þráinsson o.fl.
efninu þarf fylgni aðeins að vera mjög lítil til þess að hún sé tölfræðilega
marktæk. Þess vegna er í þessum kafla einkum rætt um tilvik þar sem p
er minna en 0,01. Eins og fram kemur í eftirfarandi töflum er p-gildið
reyndar oft minna en 0,001 og slík gildi eru þá feitletruð (sjá nánari
umræðu um tölfræðihugtök og Tilbrigðaverkefnið í bókinni Tilbrigðí í
íslenskrisetningagerð II (hér eftir yfirleitt kölluð Tilbrigði II), 6. kafla).
Síðasti dálkurinn er svo merktur N, en sú tala segir hve margir þátt-
takendur mátu viðkomandi dæmi. Eins og fram kom í 3. kafla tóku yfir
700 einstaklingar þátt í hverri af þessum þrem yfirlitskönnunum Til-
brigðaverkefnisins, flestir í þeirri fyrstu (Ti), fæstir í þeirri síðustu (T3).
Stundum slepptu þátttakendur því að meta einstök dæmi og þess vegna
getur fjöldinn í N-dálknum sveiflast lítillega til þótt verið sé að vísa í
sömu könnun.
4.2 Afbrigðisem eru einkum bundin viðyngstu aldurshópana
Hér verður fyrst litið á þau dæmi sem fá greinilega jákvæðustu dómana
hjá yngstu aldurshópunum tveim. Sum þessara afbrigða hafa vakið athygli
þeirra sem hafa áhyggjur af neikvæðri þróun málsins (t.d. nýja þolmynd-
in svonefnda), önnur síður. Eins og við munum sjá fylgjast tveir yngstu
hóparnir stundum að, enda lítill munur á aldri þeirra. í öðrum tilvikum
sker yngsti hópurinn sig nokkuð úr og er talsvert hrifnari af dæmunum
en sá næstyngsti. Þá getur annaðhvort verið um að ræða mjög unga nýjung
eða þá aldursbindingu sem fælist í því að þátttakendur legðu viðkomandi
afbrigði smám saman af með hækkandi aldri eða væru ekki eins tilbúnir
og áður að viðurkenna það. I umræðunum hér á eftir er vert að hafa þessa
tvo túlkunarmöguleika í huga.
4.2.1 Nýja þolmyndin
I fyrsta þætti sínum um íslenskt mál í Morgunblaðinu (20. maí 1979) nefn-
ir Gísli Jónsson orðalagið Það var barið mig í bakið og kallar það „fátæklegt
barnamál“.19 Skömmu síðar vakti Helgi Bernódusson athygli á dæmunum
19 Gísli nefnir þessa setningagerð siðan nokkrum sinnum í þáttum sínum og kennir
hana þá stundum við barnamál og kallar hana rangt mál. Þó vekur athygli að í 939. þætti
sínum segir hann m.a. (Morgunblaðið 7. febrúar 1998, bls. 34): „Þolmyndin „það var sagt
mér“ er ekki röng, þó fallegra væri að segja mér var sagt... Aftur á móti er rangt að segja:
„það var barið mig“ Þessu fylgja málfræðilegar skýringar sem ekki verða raktar hér,
enda orka þær nokkuð tvímælis.