Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 82
8o
Höskuldur Þráinsson o.fl.
(9)a. T1008
b. T1048
c. T1088
d. T1120
Fólkið fór útað borða um kvöldið.
Svo var bara drifið sig á ball.
Bíllinn hans Konna varð ónýtur um daginn.
Þá var bara keypt sér nýjan bíl.
Vinnufélagarnir fóru á skyndibitastað í hádeginu.
Það var auðvitað fengið sér hamborgara.
I mötuneytinu var bœði hagt að fá kjöt og fisk
Það var venjulega valið sér kjötréttinn.
Halldór Ármann Sigurðsson hefur kannski verið fyrstur manna til að
vekja athygli á þessari sérkennilegu þolmynd (1989:35511) og í Tilbrigða-
verkefninu var afstaða þátttakenda til hennar könnuð. Helstu niður-
stöður, flokkaðar eftir aldurshópum, má sjá í töflu 5 (sbr. Tilbrigði II,
8. kafli):
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T1008 Svo var bara drifíð sig á ball. 69,6 63.5 3°4 17,0 .468 .000 768
c. T1048 Þá var bara keypt sér nýjan bíl. 49.0 31,0 6,8 4,0 •503 .000 768
d. T1088 Það var auðvitað fengið sér hamborgara. 67.3 54.5 18,8 8,6 .522 .000 770
e. T1120 Það var venjulega valið sér kjötréttinn. 39.2 16,2 4,7 5.2 .422 .000 764
Tafla 5: Jákvxtt mat þátttakenda i Tilbrigðaverkefninu á dkxmum um aftur-
beygða þolmynd.
Hér eru tengslin við aldur mjög skýr og fylgnin nær því m.a.s. stundum
að geta talist sterk (þ.e. nær 0,5). Það þarf því ekki að koma á óvart að hún
er alls staðar mjög vel marktæk (p < 0,001). Það er helst fyrsta dæmið sem
eldri aldurshóparnir samþykkja að einhverju marki en þó mun síður en
þeir yngri og það kallar auðvitað á skýringu.
Vegna þess að afturbeygða þolmyndin minnir að sumu leyti á nýju
þolmyndina (nýju ópersónulegu setningagerðina) er forvitnilegt að skoða
hvort finna má einhverja fylgni milli dóma um þessar tvær setningagerðir.
Athugun sýnir að þessi fylgni er mjög mikil (rhærra en 0,7, sjá Tilbrigði
II, 8. kafli). Þar sem afturbeygða þolmyndin fær yfirleitt heldur jákvæðari
dóma en nýja þolmyndin gæti þetta bent til þess að afturbeygða þol-
myndin væri nokkurs konar fyrirrennari þeirrar nýju. Líkindin sjást líka
ef myndy er borin saman við mynd4: