Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 88
86 Hóskuldur Þráinsson o.fl.
(15) a. T2023 Þú hefur lítið samband við kunningjana. Sigrún segir að þú hefur aldrei komið í heimsókn.
b. T2033 Það eru alltaf einhver vandræði meðþessa hunda. Oli segir að Snati hafi oft strokið að heiman.
c. T2043 Björn var sofandiþegar Gunna hringdi. Hún hélt að hann var ekki heima.
d. T2053 Það er ekki búið að ryksuga stofuna. Eg hélt að Gústi væri búinn að því.
e. T2093 Oli er ísímanum ogsegist vera á leiðinni heim. Hann spyr hvort hann á að kaupa eitthvað.
f. T2083 Félagarnir eru að fara ískíðaferðalag. Þeir spyrja stelpurnar hvort þær ætli að koma með.
í fallsetningunum (skýringar- og spurnaraukasetningunum) er ýmist
framsöguháttur eða viðtengingarháttur eins og sjá má. Ef yngsta kyn-
slóðin væri alveg búin að týna viðtengingarhætti niður mætti ætla að það
kæmi skýrt fram í dómum um þessar setningar þar sem viðtengingar-
háttur ætti að vera samkvæmt hefðinni. Yfirlit yfir þá má sjá í töfluy.
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T2023 Sigrún segir að þú hefur aldrei komið í heimsókn. 51.8 26,4 n,5 13,8 .360 .000 746
b. T2033 Óli segir að Snati hafi oft strokið að heiman. 89,8 97.0 98,5 96,9 -.127 .000 753
c. T2043 Hún hélt að hann var ekki heima. 3°»! 15-3 12,3 15,6 .172 .000 754
d. T2053 Ég hélt að Gústi væri búinn að því. 94.9 99,0 99-5 95>° -.018 .617 751
e. T2093 Hann spyr hvort hann á að kaupa eitthvað. 31-6 18,7 6,2 4,4 .291 .000 754
f. T2083 Þeir spyrja stelpurnar hvort þær ætli að koma með. 79.5 81,7 82,6 75,2 .024 .507 749
Tafla 7: Jákvcett mat á d&mum með framsöguhðitti og viðtengirtgarhætti í
fallsetningum.
Hér sést í fyrsta lagi að hinn hefðbundni viðtengingarháttur fær mun
betri dóma en framsöguhátturinn hjá öllum aldurshópum og ekki er
marktækur munur á mati hópanna á viðtengingarháttardæmunum nema
þegar b-dæmið á í hlut. Það fær sísta dóma hjá yngsta hópnum, hver sem
ástæðan er fýrir sérstöðu þess.25 Hins vegar fær framsöguhátturinn alls
25 Kannski er það ekki unglingamál að tala um að „Snati hafi oft strokið að heiman“.