Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 90
88
Höskuldur Þrdinsson o.fl.
Hættir í atvikssetningum voru m.a. skoðaðir í Tilbrigðaverkefninu
með því að láta þátttakendur meta dæmin í (16). Eins og sjá má mynda
þau dæmapör (næstum því lágmarkspör) þar sem framsöguháttur er öðru
dæminu en viðtengingarháttur í hinu og viðtengingarháttur er það hefð-
bundna (sbr. TilbrigðiII, 11. kafli):
(i6)a. T2004 Gummi er búinn að vera veikur í tvo daga.
Hann ætlar samt í ferðalagið þótt hann er enn mjög slappur.
b. T2113 jóhanna er búin að fá meira en nóg afþessari flensu.
Hún ætlar samt í vinnuna þótt hún sé ennþá lasin.
c. T2034 María er mjög óánagð með kaupið.
Hún ætlar að hætta nema hún fær kauphækkun.
d. T2044 Margir hafa skorað á Jón að taka þátt í n&stu kosningum.
Hann býður sig ekki fram nema hann fái annað sætið.
I töflu 8 er sýnt hvernig þátttakendum féll við þessar setningar:
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T2004 Hann ætlar samt í ferðalagið þótt hann er enn mjög slappur. 36,7 20,3 18,6 12,1 .250 .000 749
b. T2113 Hún ætlar samt í vinnuna þótt hún sé ennþá lasin. 84,2 85,2 86,2 82,8 .007 .841 75i
c. T2034 Hún ætlar að hætta nema hún fær kauphækkun. 27,0 15.3 8,2 5.1 .288 .000 752
d. T2044 Hann býður sig ekki fram nema hann fái kauphækkun. 89,8 93A 96,4 88,6 ■.014 .708 752
Tafla 8: Jákvcett mat á atvikssetningum þar sem viðtengingarháttur er
hefðbundinn.
Eins og sjá má fær hinn hefðbundni viðtengingarháttur mun betri dóma
en framsöguhátturinn hjá öllum aldurshópum og ekki er marktækur
munur á dómum aldurshópanna um þær setningar (b og d). Hins vegar
fær framsöguhátturinn besta dóma hjá yngsta hópnum og lakasta hjá
ur er nú í sókn á kostnað framsöguháttar í hvort-setningum þar sem framsöguháttur var
fremur notaður áður. Sjá líka kafla 4.2.5 hér á eftir. Einnig er vert að vekja athygli á því að
verkaskipting viðtengingarháttar og framsöguháttar virðist alls ekki skýr í máli fyrri alda,
eins og yfirlesari minnir á, ekki einu sinni í gullaldarmáli fornsagnanna (sjá t.d. umræðu
hjá Eiríki Rögnvaldssyni 2005:609).