Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 92
90
Höskuldur Þráinsson o.fl.
setningum á eftir hvort (sjá t.d. Guðrúnu Þórðardóttur 2006, 2012). Svipað
á við um skilyrðissetningar eins og fram kemur í næsta undirkafla.
4.2.5 Viðtengingarháttur í stað framsöguháttar í skilyrðissetningum
Ýmsir höfðu tekið eftir tilbrigðum í notkun hátta á eftir skilyrðisteng-
ingunni ef. Þau voru skoðuð í Tilbrigðaverkefninu með því að láta þátt-
takendur skoða eftirfarandi dæmi m.a.
(17) a. T1067 Egbað Dagum ad faraútísjoppu ogkaupamalt.
Á hann að kaupa eitthvað annað ef það sé ekki til?
b. T1091 Hópurinn Atlar ígönguferð um helgina.
Við förum með ef það hafí stytt upp.
c. T2103 Þeir eru að Ijúka við að negla jámið á þakið.
Á ég að hjálpa þeim ef þeir séu ekki búnir.
d. T1107 Þeir eru að Ijúka við að negla jámið á þakið.
Á ég að hjálpa þeim ef þeir eru ekki búnir?
Dómar þátttakenda um þessar setningar eru sýndir í töflu 9:
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T1067 Á hann að kaupa eitthvað annað ef það sé ekki til? 45,9 39.1 18,8 14,8 •309 .000 770
b. T1091 Við förum með ef það hafi stytt upp. 17,6 1.5 3.1 7.4 .163 .000 769
c. T2103 Á ég að hjálpa þeim ef þeir séu ekki búnir. 26,0 18,8 u,8 10,1 .196 .000 752
d. T1107 Á ég að hjálpa þeim ef þeir eru ekki búnir. 83.9 93.4 93.2 86,9 -.045 .216 769
Tafla 9: Matá atvikssetningum með efþar sem búist var við framsöguhatti.
Hér fær hinn hefðbundni framsöguháttur (d-dæmið) besta dóma hjá öllum
aldurshópum og ekki er tölfræðilega marktækur munur á aldurshópunum
þar. Dæmin með viðtengingarhættinum fá aftur á móti alls staðar besta
dóma hjá yngsta aldurshópnum, en þegar sögnin vera á í hlut (þ.e. við-
tengingarhátturinn sé) fylgir þó talsverður hluti næstyngsta hópsins með.
Það er aftur á móti aðeins í yngsta hópnum sem viðtengingarhátturinn
hafi fær einhverjar undirtektir (b-dæmið). Kannski bendir það til þess að
einhverjir af yngstu kynslóðinni séu farnir að alhæfa viðtengingarhátt í
skilyrðissetningum með ef. Það mætti skoða nánar, en sú þróun væri