Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 94
92
Höskuldur Þráinsson o.fl.
2013 og rit sem þar er vísað til). Til að skoða þetta voru þátttakendur í
Tilbrigðaverkefninu m.a. beðnir að meta eftirfarandi setningar á þann hátt
sem áður var lýst:28
(18) a. T2005 Margir fara á árshátíð í febrúar.
Okkur Þorvaldi langar að fara á þorrablót.
b. T2021 Bjami er búinn vera lengi úti á sjó.
Honum hlakkar til að komast loksins heim.
c. T2041 Helgi er að fara í útilegu.
Strákunum langar til að fara með honum.
d. T2091 Éghittibankastjórann íafgreiðslunni.
Hann spurði hvort mér vantaði ekki lán.
e. T2111 Guðný erað leitaað afmalisgjöfhanda Davíð.
Hún heldur að honum vanti annan síma.
í töflu 10 er sýnt hversu hátt hlutfall þátttakenda í hverjum aldursflokki
taldi þessar setningar eðlilegt mál (sbr. Tilbrigði II, 7. kafli):
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T2005 Okkur Þorvaldi langar að fara á þorrablót. 74,5 75,7 69,6 50,6 •195 .000 750
b. T2021 Honum hlakkar til að komast loksins heim. 63,8 5«>4 31,8 16,6 .422 .000 747
c. T2041 Strákunum langar til að fara með honum. 79>6 78,0 66,7 43,8 .293 .000 751
d. T2091 Hann spurði hvort mér vantaði ekki lán. 46,9 35>i 15>4 7>5 ■373 .000 752
e. T2111 Hún heldur að honum vanti annan síma. 79>9 7i>4 43,6 20,0 ■458 .000 747
Tafla 10: Jákvœtt mat þátttakenda á völdum setningum með þágufallsfrum■
lagi.
Eins og tafla 10 sýnir fengu þessar setningar yfirleitt jákvæðasta dóma hjá
yngstu aldurshópunum. Fylgnin við aldur er oftast í meðallagi sterk og
marktæk viðp < 0,01 markið (p-gildið er reyndar minna en 0,001 í öllum
28 Eins og áður var nefnt vísa númer setninganna til þess í hvaða tilbrigðakönnun þær
voru og hvert númer þeirra var í þeirri könnun. I því sambandi er þó vert að benda á að
helmingur þátttakenda átti að meta dæmin „í réttri röð“ en helmingur „í öfugri röð“.
Þátttakendur í síðarnefnda hópnum fengu þá fyrst dæmin með hæstu númerunum og
síðast þau sem voru með lægst númer.