Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2013, Page 99
97
Hvert stefnir í íslenskri setningagerð?
Hér er samræmi við hlutaeignarfallið í dæmum a og c en samræmi við
nefnifallið í b og d. Yfirlit yfir jákvæða dóma þátttakenda um þessar setn-
ingar má sjá í töflu 12:
NÚMER SETNING 9.b. 20-25 40-45 65-70 r p N
a. T2047 Fjöldi nemenda vöknuðu of seint morguninn eftir. 76,5 7°>4 52,8 59.7 .199 .000
b. T2060 Fjöldi áhorfenda fagnaði markinu innilega. 76,8 92,6 94.3 89,4 -.134 .000
c. T2070 Meirihluti þingmanna höfnuðu tillögunni. 80,1 84,2 63.7 71,7 .161 .000
d. T2080 Stór hluti starfsmanna hafnaði honum. 84,2 93.1 92,3 91,8 -.071 .052
Tafla 12: Jákvœtt mat á setningum með hlutaeignarfalli.
Hér má sjá að yfirleitt fær samræmið við nefnifallið (hið hefðbundna sam-
ræmi við aðalorð nafnliðarins) betri dóma en samræmið við hlutaeignar-
fallið, einkum hjá eldri hópunum. Annars virðist niðurstaðan sú að þeir
yngri séu heldur líklegri en þeir eldri til að láta sögnina laga sig að hluta-
eignarfallinu þótt það samræmi sé líka vel þekkt meðal þeirra eldri og
reyndar ekki síður í elsta hópnum en þeim næstelsta. Fylgnin við aldur er
hins vegar almennt veik og ekki tölfræðilega marktæk fyrir síðasta dæmið
(samræmi við nefnifallið stór hluti). Ef reiknuð er „meðaleinkunn“ fyrir
dæmin með samræmi við hlutaeignarfallið og aldurshóparnir bornir
saman á súluriti eins og á mynd 11 á næstu síðu sést vel að munur aldurs-
hópanna er lítill og ekki alveg reglulegur.
Eðlilegast virðist að túlka þetta þannig að samræmi við hlutaeignarfall
sé ekki nýlegt fyrirbæri í málinu þótt það færist heldur í vöxt. Það er þó
auðvitað tilgáta sem vert væri að prófa með því að skoða textadæmi.
4.3.4 Langdræg afturbeyging og framsöguháttur
Eitt af því sem greinir íslensku frá flestum nágrannamálunum öðrum en
færeysku er ríkuleg notkun svokallaðrar langdrægrar afturbeygingar
(e. long distance reflexivization). Með því er átt við það þegar afturbeygt
fornafn í aukasetningu hefur undanfara utan þeirrar setningar, líkt og í
(23) (hér afmarka hornklofarnir aukasetninguna):
(23) Hann segir [að þú hafir svikið sig].
Algengast er að þessi langdrægu afturbeygðu fornöfn komi fyrir í auka-
setningum þar sem persónubeygða sögnin er í viðtengingarhætti, sbr.